4.10.2011 | 03:54
1493 - Páll og Jónas
Tveir af allra orðljótustu og æstustu bloggurum sem um stjórnmál skrifa eru Páll Vilhjálmsson og Jónas Kristjánsson. Báðir eru allgóðir pennar og hafa þónokkra reynslu í stjórnmálaskrifum. Ég get ekki að því gert að ég met Jónas miklu meir. Finnst hann skrifa af mikilli þekkingu um mál en Páll reyna að ganga sem allra lengst í orðhengilshætti og ógeðslegum níðskrifum. Les ekki alltaf það sem hann skrifar að vísu. Af Moggabloggurum er hann samt mjög vinsæll og mikið lesinn. Flaggar því líka óspart og þykist vita alla hluti. Skrifar oft á dag og gætir þess jafnan að linka í vinsælar fréttir.
Það eru að vísu margir sem reyna að ganga eins langt og hann í ESB og Jóhönnu níði. Þetta er það sem mér finnst og vel getur verið að mörgum finnist Jónas ganga mjög langt í hina áttina. Ekki finnst mér það samt.
Útvarp Saga (Pétur Gunnlaugsson) segir að ESB standi nú frammi fyrir þeim stærsta vanda sem það hefur nokkru sinni gert. ESB er meira en evran og fjármálalegt samstarf. Fjármálalega séð er líklegt að vandinn nú sé stór og ekki skal ég draga úr að í því kerfi sem búið er við, skipta fjármálin miklu. Þau þurfa þó ekki að skipta öllu máli, nema svo sé ákveðið. Bankana þarf ekki endilega að reka á þann hátt sem gert er.
Á sínum tíma gerðu kaupfélögin útaf við kaupmennina sem mergsugu bændur. Síðan fóru þessi sömu félög að drepa af sér alla samkeppni og urðu ríki í ríkinu áður en þau liðu víðast hvar undir lok. Á sama hátt og kaupmennirnir hér áður fyrr urðu að gefast upp fyrir kaupfélögunum (samtökum fólksins) held ég að fjármálastofnanirnar og bankarnir þurfi e.t.v. að leggja upp laupana ef fólk sameinast gegn þeim.
Það fólk sem staðið gæti fyrir slíku hér á Íslandi er til. Þann eldmóð og þá framsýni sem einkenndi upphaf samvinnuhreyfingarinnar hér á landi er enn hægt að finna. Samvinnuhreyfingin sótti sér fyrirmyndir til Bretlands. Enn held ég að læra megi af útlendingum. Nýjungar í bankastarfsemi er víða verið að prófa. Eitthvað af því gætum við Íslendingar tekið upp.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki finnst mér hægt að tala um þá Jónas og Pál sem eitthvað sambærilega menn. Jónas er fagmaður fram í fingurgóma en hinn er bara orðasóði. - Ég er búinn að skoða sögu samvinnufélaganna talsvert, hef orðið að gera það vegna starfa minna. Eitt sem ég rak mig fljótlega á var það, að frumkvöðlar félaganna hér norðanlands allavega voru alls ekki fátæklingarnir. Alls ekki. Þetta voru ríku bændurnir, embættismenn o.s.frv. Þeir voru fjárhagslega sjálfstæðir og gátu þessvegna staðið uppi í hárinu á dönskum kaupmönnum og innlendum starfsmönnum þeirra. Þessir bændur sættu sig hvorki við afurðaverð né verð á verslunarvöru og með því að taka sig saman, gátu þeir haft áhrif á hvorttveggja. Það sem gekk hinsvegar frá flestum kaupfélögum var það, að farið var að nota þau sem fjárhagsleg sjúkrasamlög án iðgjalda fyrir efnahagslega öryrkja, sem voru bæði einstaklingar og fyrirtæki.
Ellismellur 4.10.2011 kl. 05:08
Jónas talar algerlega tæpitungulaust. Veit samt að sjónarmið Páls eiga sér talsvert marga fylgjendur. Ég er ekki endilega að bera þá saman en báðir virðast hafa mikil áhrif. Það er hægt að vera fylgjandi ESB-aðild án þess að vera sammála öllu sem Jónas segir og líka vera á móti án þess að vera sammála Páli.
Það sem þú segir um kaupfélögin er áhugavert. Margir neyddust til að halda tryggð við kaupmennina vegna örbirgðar. Hún er kannski minni núna. Kaupmannsveldið tryggði sumsstaðar atvinnu en kaupfélögin ekki. Samanber t.d. Flatey á Breiðafirði.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2011 kl. 08:41
Hvort örbirgð er hlutfallslega minni núna en í lok 19. aldar skal ég ekki segja. Þetta er allt afstætt, þ.e. fer eftir hver viðmiðunin er. En kaupfélögin eru eiginlega orðin sagnfræði nú orðið.
Ellismellur 4.10.2011 kl. 09:45
Kaupfélögin voru góð til síns brúks meðan starfsemi þeirra snérist um að þjóna eigendum sínum.
Kaupfélögin urðu svo með tíð og tíma, hvert í sínu byggðarlagi, ríki í ríkinu. Ekkert mátti gera nema Kaupfélagið gerði það og gilti einu þó það væri utan starfssviðs þeirra.
Ef einstaklingur setti á fót trésmíðaverkstæði eða hvaðeina, þá var Kaupfélagið komið daginn eftir með sömu starfsemi við hliðina til að drepa hana niður.
Kaupfélögin áttu Sambandið sem þjónustaði Kaupfélögin. En á einhverjum tímapunkti snérist þetta við, Sambandið átti orðið Kaupfélögin og mergsaug þau sjálfu sér til viðhalds og gekk þannig af þeim dauðum.
Það var lítil eftirsjá af þessu batteríi þegar svo var komið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2011 kl. 09:57
Mér þótti oft gaman að lesa Jónas, en gafst upp eftir að hann var búinn að kalla „mig“ fífl og fávita nógu oft. Páll er einn af þeim sem hefur fengið mig til þess að hætta að lesa moggabloggið. Ég týnist á milli hinna ýmsu Páls-trjáa sem eitra þennan skóg.
Heyrði óvart í Páli í Silfri Egils um daginn, og fyrsta setningin var níð og þar með hætti ég að hlusta á hann.
Billi bilaði, 4.10.2011 kl. 11:22
Takk Billi. Mér þykir vænt um þú skulir lesa mitt blogg þó þú sért að mestu hættur að lesa Moggabloggið. Ég er nefnilega Moggabloggari ennþá þó margir hafi farið þaðan.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2011 kl. 11:48
Já, Ellismellur. Kaupfélögin eru sagnfræði. Mér finnst samt að ég hafi eftir veru mína á Samvinnuskólanum meira vit á tilurð þeirra en margir aðrir. Þetta með örbirgðina er auðvitað afstætt. Margir eiga eflaust erfitt með að slíta sig frá bönkunum núna ekki síður en fátækir bændur áttu erfitt með að slíta sig frá kaupmanninum á sínum tíma.
Já, Axel. Kaupfélögin voru mjög áhrifamikil víða á landsbyggðinni. Nú efast margir um að byggðaþróunin á landinu hafi verið þjóðinni í heild hagstæð.
Sæmundur Bjarnason, 4.10.2011 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.