1488 - Haraldur yfirlögga

Enn á ný er Saga Akraness eftir Gunnlaug Haraldsson komin á dagskrá. Eyjan segir frá. Óbreyttir og óakurnesískir lesendur fara kannski að fá leið á þessu. Akurnesingar hafa kvartað undan PBB segir Eyjan. Það held ég að eigi ekki við um þá alla. Hverjum er ekki sama um þetta mál? Spyrja eflaust sumir. Deilum kostnaðinum við þetta niður á útsvarsgreiðandi  Akurnesinga. Ég er ekki viss um að allir þeirra séu hressir. Einhverjir eru óhressir með PBB og Páll Baldvin sjálfur er sagður óhress. Útgefandi bókarinnar og blaðið Skessuhorn gætu jafnvel blandast í málið og að sjálfsögðu bæjarstjórnin og ritnefndin.

Hossir þú heimskum gikki
hann gengur lagið á.
Og ótal asnastykki
af honum muntu fá.

(Gamall húsgangur - bætt við seinna)

Haraldur ríkislögreglustjóri telur sig ekki þurfa að fara að ítrustu lögum. Menn á borð við hann telja sig þurfa að hafa neyðarrétt. En hver skilgreindi neyð Haraldar ríkislögreglustjóra. Nú, Björn Bjarnason þáverandi dómsmálaráðherra. Ögmundur er víst dómsmálaráðherra núna og honum er illa við að vera bendlaður við fjórflokkinn og spillinguna sem honum fylgir. Flestum finnst hann reyndar ansi vinstri grænn. Held samt ekki að hann hrófli neitt við Haraldi. Samtryggingin blívur. Þó það komi ekki þessu máli við hefur Haraldur alltaf minnt mig á Herman Göring. Bæði í útliti og á annan hátt.

IMG 6688Þetta er eins og slökkviliðsmaður við umferðarstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að greining þín á Haraldi, í restina, höggvi nokkuð nærri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2011 kl. 00:02

2 identicon

Ekki get ég að því gert að mér datt í hug Hallgrímur heitinn Pétursson þegar ég las þessa vísu þína. Ekki leiðum að líkjast!

Ellismellur 29.9.2011 kl. 11:01

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Úps. Þarna hef ég gert vitleysu. Þessi vísa er alls ekki eftir mig heldur gamall húsgangur. Þetta er einmitt í andstöðu við það sem ég er vanur. Ef ekkert er sagt um vísur sem ég tilfæri eru þær venjulega eftir mig sjálfan. En það er greinilega engu að treysta.

Sæmundur Bjarnason, 29.9.2011 kl. 11:16

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki húsgangur. Þetta er vís eftir Benedikt Jónsson Gröndal (d. 1825). Og þú tilfærir bara fyrri helmgininn en sá síðari er jafnvel enn þá betri:

Góðmennskan gildir ekki,

gefðu duglega á kjaft.

Slíkt hefur, það eg þekki, 

þann allra bezta kraft. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.9.2011 kl. 13:43

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Rétt Sigurður, ég er búinn að átta mig á þessu.

Húsgangur er bara nafngift. Hver og einn getur túlkað það orð að vild. Samt gefur það í skyn að ekki sé vitað um höfundinn. Ég vissi ekki um höfundinn þegar ég kallaði þetta húsgang. Kannski er það nóg.

Sæmundur Bjarnason, 29.9.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband