21.9.2011 | 22:58
1482 - Fyrsta og eina skíðagangan
Sagði söguna af allri minni skautaiðkun um daginn. Skíðaiðkunin er ekki mikið meiri og nú er ég að hugsa um að segja hana, þó ég hafi eflaust gert það áður hér á Moggablogginu.
Samnorræn sundkeppni var haldin einhvern tíma um miðja síðustu öld. Þá áttu sem flestir að synda 200 metra og vera skráðir sem fulltrúar þjóðarinnar í þeirri keppni og fá rétt til að kaupa sér barm-merki því til staðfestingar. Gert var ráð fyrir að halda þessa keppni reglulega. Á Íslandi var áhuginn fyrir þessari keppni mikill og áreiðanlega miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum. Ég man t.d. eftir vörubíl með borða á framstuðaranum þar sem skorað var á fólk að synda 200 metrana.
Ekki er að orðalengja það að Íslendingar sigruðu glæsilega í þessari keppni. Svo glæsilega að hún hefur ekki borðið sitt barr síðan.
Skíðalandsganga var svo haldin nokkrum árum seinna með miklu húllumhæi og áróðri. Þá áttu allir að ganga 4 kílómetra á skíðum. Ekki dugði minna, ef ég man rétt. Engir 200 metrar þar.
Ég ákvað að sjálfsögðu að taka þátt í þessu merka átaki. Það dró ekkert úr mér kjarkinn þó ég hefði aldrei á skíði stigið.
Keppnisdagurinn rann upp bjartur og fagur. Nóg var af snjónum og ákveðið að þeir í Barna og Miðskóla Hveragerðis sem áhuga hefðu á að spreyta sig gætu gert það á spildunni milli Laugaskarðs og Fagrahvamms. Þar var lögð þessi fína braut, kílómeters löng og skyldi fara þá leið fjórum sinnum.
Ég fékk lánuð skíði og brunaði af stað. Eftir nokkra stund lá leiðin niður að ánni og þegar komið var á bakkann átti að beygja til vinstri. Ég hafði semsagt aldrei á skíði komið fyrr og hafði ekki hugmynd um hvernig átti að beygja. Halli var niður að ánni og ef ég hefði haldið áfram að renna mér þangað hefði ég endað í henni. Ég sá því ekkert annað ráð vænna en að láta mig falla á hliðina. Þegar ég stóð upp aftur gætti ég þess auðvitað að taka beygjuna áður en ég fór af stað.
Þetta reyndist vera eini hættulegi staðurinn á leiðinni, en fjórum sinnum þurfti ég að nota þessa aðferð mína, því auðvitað hætti ég ekki fyrr en kílómetrunum fjórum var náð. Ekki hef ég farið aftur á skíði eftir þetta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
LOL Góður
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.9.2011 kl. 03:04
Takk Arinbjörn.
Munnlegar athugasemdir og leit á timarit.is hafa leitt í ljós að samnorræna sundkeppnin var líkindum haldin 1952. Skíðalandsgangan 1957 og að þá hafi verið ætlast til að menn gengju 5 kílómetra en ekki 4.
Sæmundur Bjarnason, 22.9.2011 kl. 12:04
Sæmundur, mínar heimildir segja mér að skíðagangan 1957 hafi verið 4 kílómetrar, eins og þú segir þarna fyrst. Ég held að þær heimildir, sem telja að hún hafi verið 5 km séu einfaldlega rangar. Nú, ég tók þátt í þessari göngu þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á skíði fyrr eins og þú. Munurinn á okkur er hinsvegar sá, að ég tók upp á því um þrítugt að ganga á skíðum mér til heilsubótar. Hef gert talsvert af því síðan og sé ekki eftir þeim tíma sem í það hefur farið.
Ellismellur 22.9.2011 kl. 12:46
Sko, ég treysti mér ekki til að skera úr um þetta með kílómetrafjöldann, en það ætti að vera léttur leikur að skera úr um það með hjálp Gúgla og fleiri góðra forrita.
En í staðinn fyrir skíðagöngur tók ég upp fjallgöngur á fimmtugsaldrinum, en er að mestu hættur núna. Hef líka gengið nokkrum sinnum á milli Hveragerðis og Reykjavíkur.
Sæmundur Bjarnason, 22.9.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.