1481 - Bloggnáttúra og ADHD

Viss málefni kalla á margar athugasemdir. T.d. ESB, feminismi, trúarbrögđ og fleira. Ég reyni ađ forđast ţessi málefni, en hef samt ekkert á móti athugasemdum. (Fésbókađar athugasemdir rugla mig ţó stundum í ríminu) Hef oft skođanir á ţeim málum sem rifist er um í athugasemdadálkum, en ekkert endilega.

Réttritun hefur aldrei veriđ mér neitt verulegt vandamál. Sjónminni mitt á ţví sviđi er nokkuđ gott. Í gamla daga gerđi ég ţađ oft ef ég var í vafa um hvernig skrifa bćri orđ ađ skrifa bćđi afbrigđin á blađ og sá ţá venjulega strax hvort var rétt samkvćmt hefđbundnum og viđurkenndum skólareglum. Setan olli mér ţó stundum hugarkvöl á stafsetningarprófum ţví reglur ţar voru bćđi flóknar og illskiljanlegar ađ mér fannst. Aftur á móti hefur upsiloniđ sjaldnast veriđ mér til trafala. Undarlegt er ađ ég er alls ekki alltaf á sömu línu og ađrir međ ţađ hvenćr nota skuli eitt orđ í stađ tveggja. Mér finnst slíkt nánast ekki koma réttritun viđ.

Kiljanskan var illa ţokkuđ ţegar ég var í skóla og Laxness álitinn rugla fólk ađ óţörfu. Ţó er kiljanskan í rauninni ađeins tilraun til ađ vera öđruvísi en ađrir. Ađ hafa samrćmdar stafsetningarreglur auđveldar mjög skilning manna á milli. Ekki er ţó ástćđa til ađ láta réttritun ráđa öllu. Ţađ eru til mikilvćgari hlutir og ef hćgt er ađ lesa í máliđ er oftast hćgt ađ láta sér einfaldar réttritunarvillur (og jafnvel hugsanavillur) í léttu rúmi liggja.

Bloggnáttúran er eins og hver annar sjúkdómur. Stundum jafnvel ólćknandi. Ég á a.m.k. erfitt međ ađ stilla mig. Er bloggiđ kannski eiturlyf?

Eru myndir og hreyfimyndir ađ taka viđ af ritmálinu?

Verđa ţađ bara fornleifafrćđingar og grúskarar sem ţurfa ađ lćra lestur í framtíđinni? Pikka ekki allir á lyklaborđ núorđiđ og skrifa ć minna?

Fór á bókasafniđ um daginn og fékk m.a. lánađa nýjustu ljóđabók Eyţórs Árnasonar sem hann nefnir: „Svo ég komi aftur ađ Ágústmyrkrinu“. Eyţór var ekki byrjađur ađ senda frá sér ljóđabćkur ţegar ég kynntist honum á Stöđ 2. Ţar var hann sviđsstjóri og hvers mann hugljúfi eftir ţví sem ég best veit. Fyrsta bók hans minnir mig ađ heiti „Hundgá úr annarri sveit“.

Ég get ekki ađ ţví gert, en hundgáarnafniđ minnir mig alltaf á vísuna alkunnu og ljótu ţar sem önnur ljóđlínan er svona: Hinum megin viđ Esjuna snjóar. Ágústmyrkriđ minnir mig aftur á móti á ljóđlínurnar úr dćgurlaginu sem eru svona:

Ţađ var í ágúst ađ áliđnum slćtti
og nćrri aldimmt á kvöldunum ţeim.

Ég er lítiđ byrjađur ađ lesa ţessa bók en er ekki frá ţví ađ ég endurskođi afstöđu mína til ljóđlistarinnar. Á henni hef ég löngum haft lítiđ álit. Ţađ er samt ekki grundvallađ á neinu sérstöku og ţegar ég var um tvítugt fékkst ég svolítiđ sjálfur viđ ađ skrifa slíkt, en hćtti ţví snarlega ţegar mér varđ ljóst hverskyns bull ţetta var hjá mér.

Í nćstu viku (eđa ţessari) verđur reynt ađ vekja athygli á ADHD-samtökunum. Sýnt var í sjónvarpinu um daginn hvar Jón Gnarr (sem sagđur er vera međ ADHD – ofvirkni og athyglisbrest) fékk fyrstu merkin og Hugleikur Dagsson (sem teiknađi merkin) hengdi ţau á hann. Oftast virđi ég lítt  merkjasöluátök og á margan hátt er ţađ einn helsti kostur hússins sem ég bý í ađ merkjasölubörn eiga erfitt međ ađ finna ţađ og innganginn í ţađ. (Gćti líka veriđ skýringin á ţví ađ ég fć aldrei Fréttablađiđ og Fréttatímann bara međ höppum og glöppum.) Í ţetta skipti býst ég samt viđ ađ kaupa merki.

IMG 6581Flott mótorhjól.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka ţér fyrir ţađ, Sćmundur.

Matthías 21.9.2011 kl. 19:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband