30.8.2011 | 21:03
1463 - Grímsstaðir á Fjöllum og Stína
Myndina hér fyrir ofan tók ég af netinu. (Er samt ekki vanur að taka hvað sem er traustataki þar. Mér þótti myndin bara merkileg og hugsanlega eiga erindi til fleiri en hjólafólks og bið rétthafa hérmeð velvirðingar á bíræfni minni.) Myndin var í einhverri frásögn af hjólaferð um Snæfellsnes. Hún er greinilega tekin við Vegamót á Snæfellsnesi, (sunnan undir vegg) sem er á mótum vegarins yfir Kerlingarskarð (Nú Vatnaleið kölluð) og áfram útá nes. Ástæðan fyrir því að ég set þessa mynd hérna er að þarna var ég eitt sinn útibússtjóri. Þá var að vísu ekki búið að setja þennan glugga á gaflinn og staðurinn var í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. Margt gæti ég skrifað um þennan stað en sleppi því núna.
Nú get ég semsagt haft það þannig að skrifa jafnóðum hér í bloggskjalið mitt (sem heitir blogg.docx) það sem mér dettur í hug og sett það síðan á bloggið mitt þegar hæfilegri lengd er náð. Áður fannst mér ég alltaf þurfa að senda upp blogg rétt eftir miðnætti á hverjum degi. Ég er hættur því og það er mikil frelsun.
Þá get ég semsagt eytt meiri tíma en áður í bréfskákirnar mínar. Nú, eða fjölgað þeim. Eða lesið meira af bloggum og netmiðlum. Bókasafnsbækurnar nota ég varla til annars en að fara með í rúmið. Finnst nefnilega stórum betra að geta flakkað um netið eftir þörfum og les yfirleitt ekki neitt þar nema það sem ég hef sérstakan áhuga á. Það þýðir samt ekkert endilega að ég lesi lítið þar.
Fór með Stínuheftið (sem ég fékk á bókasafninu í gær) í rúmið í gærkvöldi og las m.a. smásöguna Ljós, bjart og kvikt, og fannst hún bölvað rugl. Hélt að smásögur í svona merkilegu bókmenntariti ættu að vera voða merkilegar. Prófarkalesturinn var ekki einu sinni almennilegur, efnið bölvuð vitleysa og staðreyndavillur fannst mér vaða uppi. Kannski var ég bara svona syfjaður.
Allir eiga þessa dagana að hafa skoðun á hugsanlegum kaupum kínverja nokkurs á Grímsstöðum á Fjöllum. Ég er bara sammála dóttur hans Svavars um að rétt sé að fara sér rólega og skoða málið vandlega. Annars er ég hræddur um að þetta lendi allt saman fyrir rest hjá Alþingi og verði hugsanlega Bakkaselsmál tuttugustu og fyrstu aldar. A.m.k. er ekki annað að heyra en Ögmundur sé á móti því að gefa undanþágu fyrir þessum kaupum. Það sem greinir þetta mál einkum frá Magma-málinu svonefnda, er að aumingja kínverjinn á víst ekkert skúffufyrirtæki í Svíþjóð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það þarf líka að spyrja sig hvað gerist ef 10 eða jafnvel 100 vel meinandi Íslandsvinir koma hingað með svipuð kauptilboð í stórar landeignir. Á að selja öllum land sem bjóða upp á góðan bissnes eða bara suma og þá hverja? Þurfa þeir að vera vinir stjórnmálamanna?
P.s Er spýtukarlinn kannski Þráinn Karlsson Akureyrarleikari?
Emil Hannes Valgeirsson, 30.8.2011 kl. 22:45
Nei, spýtukallinn er úr spýtum. Kannski líkist hann Þráni. Ekki held ég að hann sé opinberlega einhver vaktmaður þó ég kalli hann það. Kaup fær hann örugglega ekki. Spýtukallarnir voru tveir og hinn var líkur manni sem ég þekki. Mynd af honum kemur eftir nokkra daga.
Kínverjamálið er að verða eitthvert litmus test varðandi xenophobiu.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 23:57
Ég giska allavega á að Þráinn hafi verið fyrirmyndin þótt spýtukarlinn eigi bara að vera einhver.
Hinsvegar skil ég ekki svona hámenntuð latínuorð.
Emil Hannes Valgeirsson, 31.8.2011 kl. 00:15
Ekki ég heldur, eða ekki segir Villi það.
Sæmundur Bjarnason, 31.8.2011 kl. 00:28
Já Sæmundur,þú nefnir þarna blessuð Vegamót á Snæfellsnesi,en þarna hefur maður komið við ansi oft. Ég átti leið þarna um síðastliðin Sunnudag þann 21,og þurfti að skreppa á salernið,en þá er búið að setja stóra miða við inngangin á þaug og þar stendur að salernin séu eingöngu ætluð þeim sem þarna versla. Ég keypti einn tyggjópakka,svona bara uppá móralinn. Það er allstaðar fallegt á Snæfellsnesi.
Númi 31.8.2011 kl. 00:43
Já Númi, það getur verið jafnvægisíþrótt að komast af. Á þeim tíma sem ég var þarna (1970 - 78) fann Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen upp á nýrri tegund af túristaþjónustu. Fyrst kom svokallaður eldhúsbíll og lagði við Veitingahúsið og þegar rútan sem full var af túristum kom var gefið á garðann og svo gat fólkið skolað matarílátin sín á klósettunum og notað þau eftir þörfum. Allt þetta var hægt að gera án þess svo mikið sem að tala við þá sem ráku staðinn. Kannski hafa einhverjir túristanna samt keypt sér tyggjópakka í leyfisleysi.
Sæmundur Bjarnason, 31.8.2011 kl. 05:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.