29.8.2011 | 22:31
1462 - Nýnasistar
DV auglýsir grimmt nýnasistaflokk eða einhver slík samtök hér á Íslandi. Vísar á nánari upplýsingar á fésbókinni. Þær á að vera hægt að finna undir nafninu Védís ótugt. Fésbókarvinir 462. Fjölgar kannski eitthvað á næstunni. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir heitir sú sem rætt er við um þetta mál. DV virðist ekki ætla að ganga í þessi samtök og jafnvel ekki útvarp Saga heldur. Fróðlegt er samt að fylgjast með þessu, þó mig langi ekki til að vera bendlaður við það.
Stórhausaumræðan í athugasemdum mínum fyrir skemmstu kann að tengjast þessu með vissum hætti. Kannski lendir maður í nasistaumræðunni ef maður notar of mikið orð einsog þjóðremba, útlendingahatur, öfgar, fordómar, rasistar, þjóðernissinnar og þess háttar. Líklega þarf maður að fara að vara sig.
Fróðlegt er líka að gúgla nýnasistar á Íslandi. Það gerði ég og fékk fleiri linka en ég er líklegur til að skoða nokkurntíma.
Tvennt er það sem ég hef lært núna síðasta hálftímann eða svo í þessum nýnasistafræðum og það er að 18 þýðir í raun og veru Adolf Hitler því A og H eru fyrsti og áttundi stafur stafrófsins. Sömuleiðis þýðir 88 þess vegna Heil Hitler. Lengra er ég nú ekki kominn í þessum fræðum.
Bókasafnsmál eru áhugaverð. Ágúst Borgþór bloggar skemmtilega um þau hér: http://www.dv.is/blogg/agust-borgthor/2011/8/28/tynd-bokasafnsbok-seinni-hluti/ Annars hef ég ágæta reynslu af bókasöfnum. Bara passa sig að skila aftur bókasafnsbókunum og borga allar sektir strax. Þær eru hvort eð er oftast manni sjálfum að kenna. Viðurkenni alveg að skemmtilegt væri að fá lögheimtubréf út af einni bókasafnsbók. Það hef ég aldrei fengið og það er eiginlega bölvaður klaufaskapur.
Þetta minnir mig náttúrlega á að fara á bókasafnið í dag. Eina bókin sem ég hafði verulegan áhuga á af þeim sem ég fékk síðast að láni er komin í lesin spjaldanna á milli flokkinn en það var seinni bók Péturs Gunnarssonar um ÞÞ. Ákaflega merkileg bók og ekki er síðri greining Péturs á heimsmálunum.
Föður mínum fékk ég hinsvegar heilsað fyrir hans miklu Sveppabók. Þeir stóðu þar í garðskálanum Helgar tveir, handahafar fræðibókaverðlauna 2009 og 2010, doktor í sveppum og doktor í jöklum; fundur sem gat af sér augljósa spurningu: En er eitthvað til sem heitir jöklasveppir? Helgi Hallgrímsson svaraði um hæl:
Það fundust nú reyndar sveppir á Bárðarbungu í fyrra. En þeir uxu í hreindýrshræi.
Þessi klausa er úr bókmenntatímaritinu Stína og er úr grein eftir Hallgrím Helgason sem heitir Bjargvætturinn í þrasinu. Þetta tímarit fékk ég m.a. lánað á bókasafninu í dag og eflaust er margt merkilegt í því að finna. Ekki spyrja mig af hverju þetta tímarit heitir Stína. Ég hef nefnilega ekki hugmynd um það. Vefurinn þeirra sem þetta tímarit gefa út heitir: http://stinastina.is/ og ég get vel ímyndað mér að það stafi af því að stina.is hafi verið frátekið og þessvegna hafi þeir gripið til þess ráðs að nefna hann þetta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Bestu þökk fyrir að skrifa jafn
frumlegan texta um talnaspeki!
Þá er þess að geta að Dolli er
fæddur 1889 og svo sem þú sérð vandalaust
að nota tölurnar þínar til að mynda það ártal.
Þá var ekki síður um vert að vekja athygli á
þeim gleðigjafa sem bókmenntaritið Stína er.
Guðbergur Bergsson, fremstur skálda samtímans,
hefur sína skýringu á þessu heiti.
Honum farast svo orð um þetta: Þetta er tímarit fyrir bændur
því þeir geta staðið út á túni og sungið: Stína, ó Stína ..."
Þú verður svo að setja þetta í leitarstreng til að fá enn frekari
innsýn í dulmögn þau er búa að baki nafni þessa rits!
Hætti mér ekki á hálan ís NSDAP!
Húsari. 30.8.2011 kl. 01:49
Takk Húsari. Talnaspekingur er ég ekki. Hef satt að segja hálfgerða skömm á þeirri atvinnu.
Veit ekki einusinni hver Dolli er og get því engu spáð fyrir hann. Svo veit ég heldur ekki hvað NSDAP þýðir.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 07:33
Védís of hillbillafélagsskapur hennar; Þetta er skömm fyrir allt mannkyn að þetta fólk sé til, nánir tengiliðir yfir í frumapann þarna á ferðinni.
Biðst samt afsökunnar til frumapans, hann var ekki eins forheimskur og furðufuglarnir hennar Védísar... sem sér illa öðruvísi apa sækja að sér úr öllum skúmaskotum.
DoctorE 30.8.2011 kl. 07:55
er með slatta af þessu liði á FB.. magnað lið.. sem merkilegt nokk er líka yfirleitt á móti ESB :D
Óskar Þorkelsson, 30.8.2011 kl. 09:45
Kannski er það ekkert merkilegt, Óskar. Hugsanlega ert þú bara merkilegur.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 10:13
Eitt verða menn að gera sér einhverja grein fyrir, og það er sú staðreynd að við viljum búa við lýðræði. Það þýðir það að þetta blessað fólk, hefur rétt á skoðunum sínum. Og ekki bara það, heldur hefur einnig rétt á því að ræða þær á landsvegu.
Sjálfur er ég útlendingur að hálfa, og konan mín er það líka. Svo ég leifi mér að tala yfir hausamótunum á ykkur þessum alvitru, sem þó vita ekki neitt. Ferð þú til Kína, ertu kallaður "wei guo ren", og líka "draugur". Allir útlendingar eru draugar ... ef þú átt peninga, ertu alls staðar velkominn. En annars ertu yfirleitt ekki velkominn nokkurs staðar, nema sem gestur. Þið ættuð að sjá einn þáttin sem ég sá frá Kína, og þeirri meðferð sem útlendingar fá, ef þeir vilja gifta sig ...
Útlendingar hata ykkur, þið eruð hvítir draugar ... illa gefnir, og hættulegir ljóshærðir menn, sem eruð blöndun á milli villimanna og ómenna.
Svona hugsunarhátt, telja Íslendingar náttúrulega ekki vera neitt kynþáttahatur ... að tala á móti kynþáttahatri, á þann hátt sem gert er á Íslandi og öðrum löndum, og á sama tíma leggja blessun sína yfir fjöldamörðum á aröbum, person og svertingjum, svo maður ekki tali um indíána ... er ekkert annað en ómerkilegt tvískinnungs tal, svo ekki sé nú annað sagt.
Bjarne Örn Hansen 30.8.2011 kl. 13:55
Ég skil þig bara engan veginn, Bjarne minn. Kannski er þetta stórmerkilegt sem þú ert að segja. Þú segir:
"Svo ég leifi mér að tala yfir hausamótunum á ykkur þessum alvitru, sem þó vita ekki neitt."
Við hverja ertu eiginlega að tala þarna, mér finnst það svolítið óskýrt.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 14:16
Æi, ég held að Bjarne sé aðeins að segja þér, bleikfés, að það sé nú rasismi í örðum löndum en á Íslandi, þótt það sé nú frekar neyðarlegt að við þurfum að líða undir slíku liði ofan á allt annað volæðið.
Xenófóbía, sem þú veist líklega ekki hvað er, fyrr en þú slærð henni upp, er alheimsfyrirbæri. Menn þurfa alltaf að hata einhvern. T.d. Skari hér að ofan, hann varar við mér og kallar mig öfgamann, því mér er annt um Ísraelsríki. Svo er Skara ekki vel til gyðinga, og er á sömu línu og Dolli, sem mun vera íslenskt gælunafn fyrir Hitler.
Íslendingar eiga líka góðvini í austri, vitrar þjóðir Lettland, Litháen og Eistland (ekki endilega í þessari röð), en þar í ESB-ný lendunum þrífst alls kyns rasismi sem lesa má um hér: http://defendinghistory.com/ . Maðurinn sem er ábyrgur fyrir þessari síðu missti prófessorsembætti sitt í Jiddísku við Háskólann í Vilníus, því hann þorir að segja sannleikann um nasismann og öfgarnar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. En Ísland er aðalvinaland þessara þjóða, sem líta á nasista og morðingja sem þjóðarhetjur, fyrir utan Jón Baldvin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 16:19
Villi, en hvað þýðir þá NSDAP. Vissi ekki þetta með Dolla. Hef oft heyrt talað um xenophobiu þó ég sé vanari íslenskunni. Þú er svo gáfaður Villi að ég treysti á þig varðandi NSDAP. Veit ekki hvort ég nenni að lesa defendinghistory.com. Yfirleitt eru mínar skoðanir talsvert ólíkar þínum. Finnst lokasetningum hjá þér um Jón Baldvin ekki alveg nógu skýr. Það getur vel verið að þér sé illa við Eistland, Lettland og Litháen, en ég held að nasistavinir séu um allt.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 19:40
Ég spurði nokkra kínverska skólafélaga mína um rasisma gagnvart hvítu fólki í kína. Þau koma frá mismunandi landshlutum. Enginn þeirra kannaðist við þetta. Þau sögðu að eiginlega væri litið upp til hvítu, ljóshærðu strákanna eins og ég er. Ég verð að viðurkenna að ég roðnaði við þessu svör þeirra.
Ég oft lent í því að litið er niður til mín vegna þess að ég er útlendingur. Það er ekki bundið við ákveðnar þjóðir. Það eru allar þjóðir með ákveðna "fordóma" gegn útlendingum sem eru að taka eitthvað frá þeim.
Það sést á Íslandi í dag. Ég ætla samt ekki að segja að allir þeir sem eru á móti fjárfestingu Kínverja séu rasistar og nasistar. Þetta er ótti við það sem þau þekkja ekki.
Ég er að læra með ansi mörgum Kínverjum hótel- og veitingastjórnun á háskólastigi. Þetta er ansi klárt fólk og ég veit það að þau eiga eftir að standa sig vel. Þau sjá margt sem Íslendingar sjá ekki.
Ég hef nú oft bent á mörg tækifæri á Íslandi í ferðaþjónustu, en vegna þess að tækifærin eru fyrir framan Íslendinga sjá þeir tækifærin ekki.
Svo kemur útlendingu sem sér tækifærin og þá er litið niður á hann.Stefán Júlíusson 30.8.2011 kl. 19:54
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér, Stefán. Útlendingaóttinn er miklu útbreiddari en kynþáttahyggjan. Litarháttur fólks og trú hefur síminnkandi áhrif en þjóðernishyggjan og útlendingaóttinn er vaxandi.
Sæmundur Bjarnason, 30.8.2011 kl. 20:57
Stefán Júlíusson, lestu blogg mitt um Huang Nubo og ef þú ert ekta krati, sannur vinur alþýðunnar, þá snýst kannski þjónslund þín: http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1187781/
Kínverjar draga menn af öðrum þjóðerni og kynþáttum í dilka alveg eins og aðrar þjóðir, og svo ég segi sögur af mínum eigin kynnum af Kínverjum, þá þykir þeim svartir menn mjög ljótir og frumstæðir. Bestu vinir mínir á Englandi árin 1988-89, hétu Wu og Ping Yang. Stórgreindir, gáfaðir og góðir menn. Wu kenndi mér t.d. að búa til góðan kínverskan mat og við fórum oft til Newcastle til að versla í kínverskum verslunum fyrir kínverskar stúdentaveislur, þar sem ég var gerður að Heiðurskínverja, vegna þeirra eiginleika sem þú segir að ég hafi, Sæmundur.
Ég hélt bíókvöld með þessum félögum mínum tvisvar í viku, þar sem ég keypti Guinness og reyktar möndlur og við sáum góðar myndir í sjónvarpinu í gamla kvennafangelsinu Kepier House í Durham. Eitt sin spyr Wu mig, hvað mér finnist um svart fólk. Ég sagði skoðun mína sem var sú, að ég hefði ekkert út á það að setja og teldi sumar svartar konur mjög fallegar. Þeir greindu mér þá frá því að Kínverjum þætti svart fólk afar ljótt. Ég spurði þá hvað þeim fyndist um hvíta og bleika, og þá sagði Ping Yang beint frá hjartanu: "þið eru ekki ljót, en heldur ekki falleg".
Eitt sinn sáum við japanska mynd um kennara sem var samkynhneigður, og Wu fullvissaði mig um að samkynhneigð væri ekki þekkt í Kína. Kanadamaður einn sem bjó í sama húsi og við í Durham, og var hommi hafði horft með okkur á sjónvarpið, og þótti þetta afar fyndið.
Þegar maður nennir ekki, Sæmundur, er maður samsekur. Farðu nú við tækifæri inn á síðuna sem ég greindi þér frá, og sjáðu vandann sem steðjar að Eystrasaltslöndunum.
Þú ert líka svo gáfaður Sæmundur, enda Íslendingur, að ég treysti þér að gúgla NSDAP, því ég veit þú ert mellufær á þýsku. Eins tel ég að bróðir ráðherrans ólétta viti vel hvað NSDAP er, þó svo að hann sé SPD, en þeir þrír bókstafir þýða það sama og þeir gera í NSDAP. Ég varast það hins vegar sjálfur að vera í félagsskap sem er skammstafaður og þoli ekki að vera VIP og SOB og allt það.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 21:39
Mér finnst betra að tala við kínverja en að tala um kínverja
Stefán Júlíusson 30.8.2011 kl. 23:17
Þú ert alltof fullyrðingasamur, Villi minn. Fullyrðir margt án þess að hafa hugmynd um það.
Kynþáttahyggja er að minnka og það er alveg sam þó þú segir einhverjar sögur frá háskólaárum þinum, það breytir engu.
Þegar maður nennir ekki er maður samsekur segir þú. Þetta heimatilbúna spakmæli þinn er tómt rugl. Ef ég nenni ekki að lesa bloggið þittt (nema öðru hvoru) er ég þá samsekur þér eða hvað?
Mér leiðast skammstafanir næstum ein mikið og gervivísindin sem kölluð eru talnaspeki.
Sæmundur Bjarnason, 31.8.2011 kl. 00:25
NSDAP = Nefnilega Svolítil Dæmisaga um Agalega Pínlegt mál. Svo má auðvitað láta þess stafi þýða eitthvað allt annað einsog t.d. Nationalsozialistiche Deutsche Arbeiter Partei eða eitthvað svoleiðis.
Sæmundur Bjarnason, 31.8.2011 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.