23.7.2011 | 00:55
1426 - Hallgrímur Helgason
Gamla myndin er frá Bifröst.
Ţetta eru ţau Ingţór Ólafsson og Rósa Gísladóttir.
Mér finnst ég hafa lesiđ of margar bćkur eftir Hallgrím Helgason. Fyrsta bókin sem ég las eftir hann heitir Hella og fjallar um hestamannamót ađ Hellu á Rangárvöllum og nauđgun sem ţar á sér stađ. Sú bók fannst mér nokkuđ góđ. Ţegar ég las hana var höfundurinn óţekktur.
Nćsta bók sem ég gerđi tilraun til ađ lesa eftir Hallgrím var bókin 101 Reykjavík, en ég klárađi hana aldrei ţví mér ţótti hún svo leiđinleg.
Bókina Rokland las ég alla en ţótti hún ekki sérstaklega góđ. Sumt í henni fannst mér svo fáránlegt ađ engu tali tók. Eins og t.d. ferđalag ađalsöguhetjunnar frá Sauđárkróki til Reykjavíkur. Samt las ég hana alla ţví ég hafđi ekkert annađ ađ lesa. Komst ekki á netiđ eđa neitt ef ég man rétt.
Nýjasta bókin sem ég hef lesiđ eftir Hallgrím er bókin sem ber nafniđ 10 ráđ til ađ hćtta ađ drepa fólk og byrja ađ vaska upp. Titillinn er frámunanlega asnalegur en bókin er samt ţađ besta sem ég hef lesiđ eftir Hallgrím. Fáránlegir atburđirnir í bókinni gera sig einfaldlega betur af ţví ađ ţađ er útlendingur sem lendir í ţeim. Ég er samt ekki vanur ađ lesa skáldsögur spaldanna á milli en á einhvern undarlegan hátt heldur ţessi bók manni alveg. Byrjunin er samt heldur léleg en bókin vinnur á. Í lokin er mađur orđinn nokkuđ spenntur en endirinn er ţó ađ mínum smekk of amerískur til ađ vera sannfćrandi.
Höfund Íslands hef ég ekki lesiđ og langar ekkert sérstaklega til ađ lesa. Hinsvegar finnst mér Hallgrímur góđur málari og hugmyndaríkur. Fígúrurnar sem hann skapar eru bćđi eftirminnilegar og frumlegar.
Mér finnst ađ rithöfundar verđi ađ sćta ţví ađ allir sem áhuga hafa á segi sína skođun á verkum ţeirra. Hallgrímur er orđhagur nokkuđ en oft afar orđmargur. Hefur gaman af ađ skrifa og skrifar yfirleitt vel. Hefur yndi af orđaleikjum og notar ţá mikiđ. Er gefinn fyrir fáránlegan og ótrúlegan söguţráđ og tekst ekki alltaf ađ gera hann sennilegan. Heldur ţó öllum ţráđum í hendi sér og gleymir ţeim ekki. Hans verk standa talsvert fyrir ofan hina dćmigerđu íslensku krimma.
Auđvitađ vćri hćgt ađ skrifa mun meira um Hallgrím Helgason. Til dćmis um pólitísk afskipti hans og greinar um dćgurmál. Ţar er hann líkur sínum merkasta fyrirrennara HKL sjálfum. Andúđ hans á séríslenskum smáborgarahćtti og alţjóđleg viđhorf valda ţví ađ áhrif hans eru ađ líkindum meiri en hann og flestir ađdáendur hans gera sér grein fyrir.
Mér finnst ég vera ágćtis bloggari. Ţađ er ekkert öllum gefiđ ađ blogga svona viđstöđulaust eđa lítiđ á hverjum einasta degi. Stundum finnst mér jafnvel ađ ég hafi áhrif. Núna ţykist ég t.d. vera ađ hjálpa Hörpu skólameistarafrú á Akranesi viđ ađ svćla bćjarstjóramelrakkann úr greninu og standa fyrir máli sínu varđandi Sögu Akraness. Gunnlaugur greyiđ varđ fyrir Páli Baldvini, sem er eins og jarđýta ţegar hann nćr sér á strik. Hann (Gunnlaugur) er samt ekkert aumkunnarverđur ţví hann er búinn ađ moka til sín fé úr bćjarsjóđi Akraness árum og áratugum saman.
Hvenćr yfirheyrir lögreglan Lilju? Spyr Hannes Hólmsteinn Gissurarson međ ţjósti miklu í fyrirsögn ađ grein sem hann ritar á Pressuna. Ţarna mun hann eiga viđ Lilju nokkra Skaptadóttur sem hann segir ađ eigi DV. Hann er ađ leggja út af News of the World málinu og á ekki í neinum vandrćđum međ ađ komast ađ ţví ađ DV sé sekt um miklu alvarlegri brot en urđu einhverju bresku blađi ađ falli. Fjölyrđi ekki meira um ţetta, en Hannes er engum líkur. Ţađ vita allir.
Ţorsteinn Jođ sendir stjórn ríkisútvarpsins tóninn og segir međal annars: Stjórnunin á ţessu fyrirtćki hefur alltaf veriđ og er hrein hörmung. Orđiđ metnađur er bara ekki til í orđabók hússins. Ţetta er einsog hérađsmót í frjálsum íţróttum ţar sem hástökksráin er skrúfuđ föst í einum metra og keppendur verđlaunađir fyrir ađ klára fjögur hundruđ metra hlaupiđ innan vinnudagsins.
Ţetta er alveg rétt hjá Ţorsteini og viđ ţetta mćtti bćta mörgu. Ég hef nokkrum sinnum bloggađ um dagskrá ríkissjónvarpsins, sem íţróttadeildin virđist reyndar ráđa alfariđ. En ţađ ţýđir ekkert. Ţýđir áreiđanlega ekkert heldur fyrir Ţorstein ađ vera ađ ybba sig. Ţetta er eins og ađ skvetta vatni á gćs. Ţađ eina sem hugsanlegt er ađ stjórnendur ţarna mundu skilja er ef ţeir hćttu ađ fá launin sín. Fyrir hvađ fá ţeir annars ţessi andskotans laun? Fyrir ađ segja nei viđ öllum tillögum um úrbćtur? Sennilega. Eflaust finnst ţeim ágćtt ađ vera áskrifendur ađ laununum sínum en ţeir sem ţurfa ađ horfa á ţessi ósköp eru ekki ánćgđir.
Athugasemdir
Ekki gera mér ţetta, Sćmundur! Mađurinn hefur fengiđ nýtt starf en ég hef aldrei veriđ "frú" og hvarflar ekki ađ mér ađ verđa ţađ úr ţessu, hvađ ţá "skólameistarafrú"! Held áfram ađ vera Harpa Hreinsdóttir, takk fyrir, en ekki viđhengd eiginmanninum á neinn hátt! (Var ég kannski "heimspekingsfrú" áđur?)
Harpa Hreinsdóttir 23.7.2011 kl. 20:23
Fyrirgefđu Harpa! Ég var einmitt ađ hugsa um ađ sennilega líkađi ţér ekki svona viđhengingarháttur, ţegar ég skrifađi ţetta, en svo gleymdi ég ţví aftur. Einhvern vegin finnst mér samt ađ mađur hnökri ekki eins mikiđ á ţessari nafngift og ţeirri sem ţú nefnir. Ég fullyrđi samt ađ ég skrifađi ţetta ekki til ađ niđra ţig á neinn hátt.
Sćmundur Bjarnason, 24.7.2011 kl. 00:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.