21.7.2011 | 00:13
1424 - Pressan og Sævar Ciesielski
Þetta er Ólafur Sigurðsson. Myndin er eflaust tekin að Bifröst. Þrátt fyrir innlifunina held ég að hann hafi ekki spilað mikið á gítar.
Harpa Hreinsdóttir óskapast yfir því á fésbókinni að blaðamannsræfill á Pressunni ruglar saman Akranesi og Akureyri. Vel getur samt verið að flest sé rétt í fréttinni að öðru leyti. Blaðamenn upp til hópa eru afar illa að sér í landafræði og réttritum þó þeir haldi stundum annnað. Að rugla saman Akranesi og Akureyri er auðvitað svolítið gróft, en í huga blaðamannsins líklega ekkert verra en að rugla saman Ólafsvík og Ólafsfirði eða láta Hellisheiðina ná niður að Rauðavatni.
Þegar ég stjórnaði Videókerfinu í Borganesi og það varð nokkuð frægt rak ég mig oft á það hve blaðamenn eru illa að sér um ýmsa algenga hluti. Rugla því saman sem hægt er og manni finnst eðlilegt að allir viti og búa til staðreyndir út og suður. Mér fannst þetta batna um tíma en er að versna aftur. Aðallega held ég að þetta sé vegna þess að yfirlestur annarra aðila á fréttum er að mestu að leggjast af á fjölmiðlum.
Harpa er einnig búin að birta grein á blogginu sínu sem hún hefur sent Skessuhorni til birtingar. Hún ætlar ekki að láta bæjarstjórann eiga neitt inni hjá sér og biður hann að standa við orð sín eða biðja sig opinberlega afsökunar. Hann hafði í frammi meiðandi ummæli um hana í viðtali við Skessuhorn. Fróðlegt verður að sjá hvernig bæjarstjórinn reynir að snúa sig útúr þessu. Hann hefði betur haldið sér saman.
Nokkru eftir að Sævar Ciesielski gaf út bók sína árið 1997 sem var í raun greinargerð hans með beiðninni um endurupptöku Geirfinnsmálsins hafði hann samband við mig útaf því að hann var að hugsa um að gera bókina líka aðgengilega öllum á netinu. Ég var þá nýbyrjaður á Netútgáfunni ásamt börnum mínum og hafði auðvitað hug á að gera veg hennar sem allra mestan. Sævar hafði engan áhuga á að græða á bókarskrifunum og við hittumst nokkrum sinnum til að ræða þetta mál. Ekkert varð þó úr þessu og var helst að skilja á Sævari að hann ætlaði sjálfur að setja bókina á netið.
Mér kom þetta í hug núna þegar Guðmundar og Geirfinnsmálin eru komin til umræðu einu sinni enn. Ég reyndi um daginn að skrifa undir áskorun um endurupptökju Geirfinnsmálsins á fésbókinni, en ég held að það hafi mistekist hjá mér.
Veðrið er nú eiginlega þannig að ekki tekur því að vera að blogga mikið. Hver nennir að vera að lesa blogg þegar sólin skín og svona heitt er í veðri?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er nú ekki sammála að ég hafi "óskapast" á FB yfir Pressufréttinni - mér þótti þessi misritun mjög fyndin og sýnist að þeim sem skrifuðu athugasemdir þætti það líka. Sérstaklega fjölskyldumeðlimum :)
Harpa Hreinsdóttir 21.7.2011 kl. 10:09
Já, það er komin amk. heil kynslóð sem er afar illa að sér í landafræði en þeir/þau gömlu eru oft giska rugluð líka. KOna sem nú er háttsett innan RUV en var áður fréttamaður var eitt sinn með frétt um Reykjadal í Mosfellsdal "skammt ofan við Mosfellsbæ". Ég hringdi í hana og spurði hana hvaða sveitar/bæjar/félagi Reykjadalur væri í en kerla bara hnussaði og skellti á mig. Ég veit um fólk sem heldur að Akranes og Akureyri sé sama plássið, Ólafsfjörður og Ólafsvík eins og þú nefnir, jafnvel Hella og Hvolsvöllur og sjálfsagt mætti nefna fleiri dæmi. Hvað með Stokkseyrarbakka, t.d.?
Sigurður Hreiðar, 21.7.2011 kl. 11:04
Já Harpa. Þetta er aðallega fyndið fyrir þá sem í þessu lenda og orðið að "óskapast" er ef til vill ekki rétt valið.
Við Sigurð vil ég aðallega segja að það er oft leiðinlegt að heyra hvað blaðamenn eru lélegir í landafræði, en stundum er það af staðkunnugum lagt út á versta veg hjá greyjunum.
Sæmundur Bjarnason, 21.7.2011 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.