1377 - Kvótinn veldur titringi

bebba2Gamla myndin.
Önnur sólbaðsmynd ofan af Reykjum og enn eru það Bebba og Golli sem eru mótívið.

Er ekki hægt að líta svo á að Landsbankinn hafi grætt of mikið fyrst hann býður eins mikla leiðréttingu og hann gerir? Hefur ríkið þá gert of vel við hann? Ekki veit ég það. Eru það aðallega glæpamenn sem eiga hina bankana? Er það ekki það sem Hannes Hólmsteinn og fleiri eru að reyna að telja okkur trú um? Er þá allt í einu orðið glæpsamlegt að vilja græða sem mest? Spurningunum varðandi Hrunið fer fjölgandi frekar en hitt.

Það er lítill vafi á því í mínum huga að innflytjendamál eiga eftir að verða aðalmálið í pólitík næstu ára. Við Íslendingar erum gjarnan dálítið á eftir öðrum og það er búið að deila um þessi mál í nágrannaríkjunum í mörg ár.

Til að fylgjast svolítið með í pólitíkinni er ágæt regla að lesa bæði blogg Páls Vilhjálmssonar og Jónasar Kristjánssonar. Skoðanir þeirra fara ekki beinlínis saman. Vinstrisinnar geta sótt sér rök í reiðilestra Jónasar og þeir sem hægrisinnaðir eru geta fengið línuna hjá Páli. Annar er hlynntur ESB og hinn ekki. Báðir blogga heilmikið og oft.

Svo virðist sem átök séu að harðna á alþingi. Kvótamálið veldur titringi sem fyrr. Áhrif LÍÚ eru umtalsverð. Ríkisstjórnin er í talsverðri varnarstöðu því hart er sótt að henni vegna Icesave-málsins og kvótans.

IMG 5552Margt er skrýtið í Kópavoginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta þykir mér þægileg lengd bloggs.

Enginn vafi að innflytjendamál -- eða öllu heldur stjórnlaust innflæði útlendinga frá framandi menningarsvæðum -- eiga eftir að verða áberandi hitamál hér sem annars staðar.

Mér sýnist leiðrétting Landsbankans benda til að sómakennd sé ennþá til þó reynt sé af fremsta megni að bæla hana niður víðast hvar. -- Það hefur alltaf verið grundvallar hugsun svok. vinstri manna að það sé ljótt að græða.

Hvað varð um Bebbu og Golla? Þau sýnast hafa verið góðir vinir. Entist það?

Sigurður Hreiðar, 31.5.2011 kl. 10:23

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég veit eiginlega ekkert um þau. Þau áttu ekki heima í Hveragerði en unnu bara uppi á Reykjum. Þetta er sennilega tekið þegar ég var að vinna á Reykjum og að byrja að fikta við myndavél. Golli var betri en ég í markinu í fótboltanum og þessvegna var ég feginn þegar hann fór því mínir möguleikar jukust þá.

Sæmundur Bjarnason, 31.5.2011 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband