27.5.2011 | 00:40
1373 - Fólk er ekki fífl
Gamla myndin.
Ekki veit ég hvar þessi hellir er. Líklega er það Þórður á Grund sem er á myndinni.
Á fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu Bandaríkjamenn ekki mikil afskipti af löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs eða Austurlöndum nær eins og þau eru líka gjarnan kölluð. Bretar og Frakkar skiptu sér þeim mun meira af málum þar um það leyti. Síðast að verulegu marki í Súez-stríðinu 1956. (Gunnar Benediktsson lét ekki hjá líða að minnast á það þegar Ungverjalandsuppreisnarinnar var minnst með skipulagðri þögn).
Um miðja öldina breyttist þetta. Kannski einkum vegna stofnunar Ísraelsríkis. Bandaríkamenn hafa smám saman orðið afskiptasamir mjög og óvinsælir í þessum heimshluta. Drápin á Saddam Hussein og Osama bin Laden kunna að skipta sköpum fyrir þá þróun sem virðist vera að byrja í Norður Afríku og víðar.
Stjórnmáladeilur á netinu verða oft ærið trúmálakenndar. Hver étur úr sínum poka og hlustar lítið á aðra og tekur ekkert mark á þeim. Mér finnst mega skilgreina stjórnmálaskoðanir á ýmsan hátt.
Hægri - vinstri. Þarna finnst mér oftast vera átt við mikil eða lítil ríkisafskipti.
Einangrunarsinni - Opingáttarmaður. Þarna er venjulega átt við hvort menn aðhyllast náin tengsl við önnur lönd eða ekki.
Fólk er fífl - eða ekki. Þarna er um það að ræða að aðrir séu svo vitlausir af því þeir viti ekki eitthvað sem ræðumaður (skrifari) veit eða þykist vita. Þetta álit er mjög útbreitt þó margir vilji leyna því.
Innflytjendur eru hættulegir - eða ekki. Þarna skiptir mjög í tvö horn og tengist oft ekki öðrum skoðunum.
Eigum við að ganga í ESB - eða ekki. Þarna skiptir í mínum huga mestu hvernig fólk ímyndar sér að þróunin í ESB verði á komandi áratugum. Einnig hvort til lengri tíma litið sé hagstæðara að vera lítill og áhrifalaus eða eiga samstarf við sér stærri og öflugri aðila.
Heiftin gegn ríkisstjórninni fer vaxandi. Óvinsældir hennar einnig. Stjórnin er greinilega innbyrðis sundurþykk og svo virðist komið að helsta ástæðan fyrir því að halda áfram sé sú að annað stjórnarmynstur sé ekki sjáanlegt eins og er.
Kannski er stjórnarandstaðan hatrammari en oft áður og fjölmiðlunin óvandaðri. Núverandi ríkisstjórn er ekkert verri en aðrar sem hér hafa starfað. Erfiðleikarnir eru miklir og engin von til þess að hægt sé að gera öllum til hæfis. Fjölmiðlar eins og Útvarp Saga" hika ekki við að skora á fólk að gera byltingu. Þykir að vísu betra að einhverjir innhringjendur í símaþáttum geri það en hafa greinilega velþóknum á þeim sem geta komist sem kröftuglegast að orði.
Það hefur komið fram hér áður að ég er stuðningsmaður þess að við Íslendingar göngum í ESB. Þarna er vissulega um mikið álitamál að ræða og hægt að líta á málin frá mörgum sjónarhornum. Ekki liggur fyrir hver niðurstaða samningaviðræðna verður. Andstæðingar aðildar eru öflugir og eins og sakir standa virðist líklegast að aðildin verði felld ef þjóðaratkvæðagreiðsla um hana fer fram innan skamms. Ekkert bendir til að sú atkvæðagreiðsla verði ekki bindandi og fullyrðingar aðildarandstæðinga um annað eru eingöngu til marks um óheilindi þeirra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Er þetta nokkuð Raufarhólshellir í Þrengslunum? Og svo verð ég að hryggja þig með því að sumt fólk er fífl. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Með þessu er ég ekki að lasta fíflin. þau er sæl í sinni trú. Yfirleitt sælli með sitt einfalda líf en við hin sem efumst um allt og trúum engu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.5.2011 kl. 01:25
Ég veit ekki um hellinn, Jóhannes. Held ekki að það sé hann.
Auðvitað eru einstaka fífl til, en þau eru ekki nærri eins mörg og við höldum oft í hroka okkar. Auðvitað eru sumir áhrifagjarnari en aðrir. Okkur getur fundist að það að koma fyrir sig orði (töluðu eða skrifuðu) sé það mikilvægasta af öllu. Svo er bara alls ekki. Mér finnst mun heilbrigðara að gera ráð fyrir að aðrir séu a.m.k. jafngáfaðir og maður sjálfur. (Þó mér finnist það alls ekki.)
Sæmundur Bjarnason, 27.5.2011 kl. 08:41
Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá myndina var Raufarhólshellir. Myndi samt ekki hengja mig upp á það.
Og varðandi fíflin þá held ég að allir séu asnar inn við beinið.
Grefillinn sjálfur 27.5.2011 kl. 14:02
Allir eru fífl á einhverju tímabili... kannski réttara að segja apar en fífl; Við erum jú næstum 100% apar mar :)
doctore 27.5.2011 kl. 14:47
Jú, það getur vel verið að þetta sé Raufarhólshellir.
Varðandi asnaskapinn þá verður maður víst að gera ráð fyrirf því að vera kannski asni sjálfur inn við beinið. Hræðilegt.
Sæmundur Bjarnason, 27.5.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.