1371 - Stefán Pálssson og fésbókin

unglingaliđGamla myndin.
Ţessi mynd er tekin á Barnaskólatúninu (held ég). Netiđ í markinu er ekki mjög heillegt en fleira verđur ađ nota en gott ţykir. Líklega er ţetta einhvers konar unglingaliđ, eđa jafnvel ógiftir og ólofađir, en siđur var um langt skeiđ ađ slíkt liđ var myndađ á 17. júní til ađ kljást viđ ţá giftu og lofuđu. Ýmsa ţekki ég ţarna en ekki alla. Ţarna sýnast mér vera í aftari röđ taliđ frá vinstri: Örn Jóhannsson, Mummi Bjarna, Maggi Rokk, Kiddi Antons, Maggi Karls, Elli Sigurţórs. Fremri röđ frá vinstri: Már Michelsen (vafasamt), veit ekki, ég sjálfur, Reynir Pálsson, veit ekki. (Finnst ţó endilega ađ ţessi heiti líka Reynir en veit engin nánari skil á honum.)

 

Ţegar ég tefldi svolítiđ á vegum Taflfélags Reykjavíkur forđum daga lentu hćfileikamenn ţar stundum í ţví ađ verđa briddsinum ađ bráđ. Man t.d. vel eftir Jóni Baldurssyni, hann ţótti hćfileikaríkur skákmađur en lenti í spilunum og hćtti ađ mestu ađ tefla.

Stefán Pálsson sem forđum daga bloggađi sem mest og ţóttist vera besti bloggari landsins og var ţađ ađ sumu leyti, er eiginlega hćttur ađ blogga og varđ fésbókinni ađ bráđ. Svipađ má segja um Sigurđ Ţór Guđjónsson. Hann hefur meira ađ segja haldiđ ţví fram ađ sér leiđist ađ blogga en fésbókin sé afburđaskemmtileg. Sem er auđvitađ tómt rugl.

Stefán Pálsson er eins og flestir vita Vinstri-grćnn og starfar mikiđ fyrir ţann flokk en hefur samt ekki náđ frama ţar frekar en Ómar Ragnarsson innan Samfylkingarinnar.

Stefán skrifar oft í Smuguna og greinar hans eru yfirleitt ágćtar. Nýjasta greinin sem ég hef séđ eftir hann heitir „Ógnir fésbókarinnar" og ţar gerir hann á sinn hátt upp viđ bloggiđ en er samt engan veginn sáttur viđ fésbókina. Ţađ sem hann finnur henni helst til foráttu er símskeytastíllinn. Fólk er sífellt ađ svamla í yfirborđinu og í samrćmi viđ hinn engilsaxneska tíđaranda sem hér ríđur húsum er mest áherslan á rammandi „one-liners".

Ţetta er alveg rétt hjá Stefáni. Ţó fésbókin sé til margra hluta nytsamleg er hún tímaţjófur hinn mesti. Ţar virđist allt ţurfa ađ ganga sem hrađast fyrir sig og langar setningar eđa málsgreinar eru illa séđar. Ábendingar eru ţar oft ágćtar samt en líka stundum ákaflega lítils virđi. Samtölin oft hreint kaffibollaspjall og engan vegin fyrir óinnvígđa. Mikiđ er einnig ţar um húrrahróp og sleikjuhátt allskonar.

SMS-áhrifin leyna sér ekki. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af SMS-málfarinu. Ţađ er ósköp eđlilegt ađ ţeir sem ekki geta án farsímanna sinna lifađ reyni ađ spara ţumalputtana svolítiđ. Ţađ er ţeirra mál ađ gera sig sem skiljanlegasta ef ţeir vilja ná út fyrir eigin hóp.

Auđvitađ er ţađ mjög rangt ađ stilla blogginu og fésbókinni upp sem einhverjum óvinum. Fésbókarsótt fólks finnst mér ţó vera ansi mikil. Nýjungagirnin er ţar ráđandi afl og flestir vilja skipta bloggurum ađ sem mestu leyti í flokkspólitíska hópa. Margir eru búnir ađ fá leiđ á hruntengda svartagallsrausinu og kenna bloggurum um ţađ. Lára Hanna er meira ađ segja ađ mestu hćtt ađ blogga eftir ađ Eyjan tók ađ hampa henni og sama er segja um fleiri.

Nú er ég búinn ađ nefna ţónokkur nöfn í ţessu bloggi og ţađ ćtti ađ tryggja ţví talsverđan lestur. Ađ sem flestir lesi ţađ sem mađur skrifar er sennilega takmark flestra bloggara. Hćgt er ađ beita ýmsum brögđum til ađ fá fólk til ađ lesa bloggin sín. Ég er nú tekinn ađ gamlast nokkuđ en hef ţó tekiđ sćmilega eftir um ćvina. Pólitíkin fer í hringi. Sumt ţar, eins og t.d. álitsleysiđ á stjórnmálamönnum, eykur ţó hrađann í hringferđunum en annađ síđur.

Fleiri nöfn get ég nefnt. Er um ţessar mundir ađ lesa bókina „Mér er skemmt" eftir Einar Kárason. Las áđan kaflann „Jólin á Hrauninu" en ađ mínu viti er Einar ţar ađ glórífísera eđa gylla á allan hátt eiturlyfjaneyslu hverskonar og lýsa sinni upplifun af ţvílíku háttalagi. Skrifa kannski meira um ţetta seinna en ég er hálfhneykslađur á honum ţó ég viđurkenni hann sem einn af mínum uppáhaldshöfundum.

Í pólitíkinni virđist ţađ nýjast ađ Mogginn (Doddson og Agnes) sé búinn ađ setja Steingrím af sem formann VG og reyni ađ fá menn til ađ rífast um hvort betra sé ađ Kata eđa Svandís taki viđ af honum. Mitt álit er ađ endurnýjun á forystufólki sé ađ verđa meira ađkallandi hjá Samfylkingunni. Er ekki Sigríđur Ingibjörg Ingadóttir ađ verđa áhrifakona ţar?

IMG 5529Bćr í borg.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Fésbókin er hundleiđinleg. En ég hćtti bara ađ blogga af ţví ađ ég nenni ţví ekki lengur nema mánađarpistlana um veđriđ.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 25.5.2011 kl. 00:24

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, ţađ er ómögulegt ađ skilja fésbókina til fulls, finnst mér. Á blogginu kann ég betur tökin og er vanari ţví. Einkennilegt samt ađ ég skuli endast til ađ skrifa ţar á hverjum degi.

Sćmundur Bjarnason, 25.5.2011 kl. 00:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband