1362 - Eurovision og fleira

bjossi 1Gamla myndin.
Hér er Bjössi að flýta sér.

Það mildaði útivistina sem Toyota olli með árlegu brambolti sínu að ég lenti í Eurovisonpartíi á Akranesi í gærkvöldi. Maturinn var fínn og snakkið líka en ekki voru allir viðstaddir jafnaáhugasamir um tónlistina sem flutt var. Truflun var þónokkur af þeim en mér var nokk sama.

Skemmtilegasti hluti útsendingarnar var stigagjöfin í lokin eins og venjulega en af einhverjum ástæðum er hún ekki nærri eins spennandi núorðið eins og var forðum daga.

Nenni ekki að fara í ítarlega greiningu á ástæðum þess enda ekki merkilegasta sjónvarpsefni sem til er þrátt fyrir allar vinsældirnar auk þess sem sem aðrir munu eflaust skrifa um þennan menningarviðburð og útskýra stigagjöfina út í hörgul.

Atyrtur var ég í athugasemdakerfinu í gær og þótti mér vænt um það. Ég skildi þær aðfinnslur þannig að einhverjum þætti ég taka full mikið upp í mig með því að kalla þá sem mættu á opinbera vígslu tónlistarhússins snobbhænsni.

Ég stend samt við þá fullyrðingu þó auðvitað sé svolítill súrberjakeimur af henni. Hef nefnilega ekki hugmynd um hvernig ég mundi bregðast við ef ég fengi boð af þessu tagi. Sem betur fer er víst lítil hætta á því.

Nú er ég búinn að festa þann sið í sessi að birta tvær myndir (eða fleiri) með hverri færslu. Í upphafi færslunnar er gömul mynd og í endann ein nýleg. Ekki ætti mér að verða þetta mjög erfitt þó fyrirhafnarsamt verði það eflaust.

IMG 5477Rusl og þessháttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súrberjakeimur.  Hluti af boðsgestunum voru snobbhænsni og þaðan í verra.  Þú ert alltaf á réttu róli Sæmundur minn.

Ólafur Sveinsson 16.5.2011 kl. 07:01

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Ólafur. Ég dreg í land ef ég tel þess þurfa. Auðvitað eru ekki allir sem sækja samkomur sem þess að gera það af eintómu snobbi. Svo getur vel hugsast að ég sé ekkert betri en aðrir.

Sæmundur Bjarnason, 16.5.2011 kl. 07:11

3 identicon

Á einhverjum tímapunkti hljótum við að hætta að kalla þetta söngvakeppni.

doctore 16.5.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband