1360 - Dagur Snobbhænsnanna

bjossi 4Gamla myndin.
Hér er Bjössi að nudda á sér annað augað. Óskýr mynd en samt nokkuð góð.

Nú er sumarið komið til að vera. Sennilega verður þetta gott sumar eins og verið hefur undanfarið. Kannski verður samt rigningarsamara en venjulega. Annars veit ég lítið um veður og mínir spádómar eru ekkert betri en annarra.

Hugsa sér að einn góðan veðurdag sé lífi manns bara lokið. En svona er þetta bara og eins gott að sætta sig við það.

Gæti best trúað að í eftirmælum um mig þegar sá tími kemur verði klausa sem líkist þeirri sem hér fer á eftir en svona lagað hefur lengi vantað í íslensk eftirmæli. Það er merkilegt hvað allir eru góðir og syndlausir þegar að þeim kemur.

„Hugsið ykkur allt það bull og alla þá vitleysu sem við hefðum losnað við frá hans hendi ef hann hefði séð sóma sinn í því að deyja svolítið fyrr. Eða bara hætt að skrifa svona mikið. Það voru allir búnir að fá leið á skrifum hans fyrir löngu þó enginn hafi viljað segja honum það. Þetta get ég alveg sagt núna vegna þess að hann er dauður en meðan hann var og hét vildi enginn segja honum frá þessu því menn óttuðust að hann tæki það svo nærri sér."

Það er undarleg árátta að geta aldrei haldið sér saman. Þurfa alltaf að vera að blogga þetta. Hugga mig einkum við að ég geti ekki annað. En auðvitað gæti ég hætt og farið að gera eitthvað annað. T.d. að spila minigolf. Kannski er ég enn betri í því!! Svo gæti ég látið heilmikinn tíma fara í að raða og rúmsterast með myndirnar mínar gömlu. En hvað ætti ég þá að gera við þær? Birta þær á fésbókinni. Ég ætti nú ekki annað eftir.

Myndablogg ég myndast við að gera
og margur verður þannig býsna glaður.
Hugmyndirnar heim mig vilja bera
því Hveragerði er allra besti staður.

Ætlaði í kvöld að hlusta á fréttir í útvarpinu. En nei, þar voru menn uppteknir við aðra hluti. Bein útsending úr Hörpunni eða eitthvað þessháttar. Snobbhænsnin ættu að rövla meira þegar knattspyrnan tekur völdin hjá RUVinu.

IMG 5470Skógur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þær eru oft skemmtilegar myndirnar þínar Sæmundur.  Og það sem þú segir ekki síðara. Ekki setja ljós þitt undir mæliker. Ekki kvarta ég.

En niðurlagið er þér ekki Sæmandi.

Sigurbjörn Sveinsson, 14.5.2011 kl. 11:20

2 identicon

Menn þurfa nú að vera illa haldnir til að kvarta yfir þér.. megir þú blogga í mörg ár tilviðbótar.
Svo lifir þú að eilífu á gagnasöfnum.. eða amk svo lengi sem gagnasöfn verða til.. og einhverjir til að grúska í þeim.

DoctorE 14.5.2011 kl. 12:02

3 identicon

Ég seigi eins og Sigurbjörn. Niðurlagið var ekki sæmandi Sæmundi.
Einn sagði:
Ég hef lítinn mælskumátt
mærðar snúa strengi.
Mér er gömlum þögnin þrátt
þæg og geðfeld leng.

Hafði ég ungur yndi á
að efla meinlaust gaman,
ellin þunga geysigrá
gerir mig sviptan frama.

Ei skal kvarta þar um þó
né þjáning elli kvíða,
líka gleyma úr minnis mó
mætra æskutíða.

Þannig var ort stundum í sveitinni.  Sæmundur heldur bara sínu striki.

Ólafur Sveinsson 14.5.2011 kl. 14:17

4 identicon

Ég fór á "general prufu"Nýársnæturinnar, í Þjóðleikhúsinu,  1959.

Ólafur Sveinsson 14.5.2011 kl. 21:25

5 identicon

Enn  ein leiðréttingin. 1950

Ólafur Sveinsson 14.5.2011 kl. 22:36

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurbjörn og þið hinir. Ég kalla þá sem fara á tónleika til að sýna sig og sjá aðra snobbhænsni og spyr engan um leyfi. Ef einhverjir eru óhressir með það þá geta þeir verið snobbhænsni líka mín vegna og hætt að lesa bloggið mitt ef þeim sýnist.

Sæmundur Bjarnason, 14.5.2011 kl. 23:58

7 identicon

Þú heldur þínu striki, Sæmundur.

'Olafur Sveinsson 15.5.2011 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband