19.4.2011 | 00:26
1335 - Eitt og annað smálegt
Gamla myndin
er enn og aftur af gamla skátaskálanum innst í Reykjadal. Hér má sjá næsta umhverfi skálans. Það er heiti lækurinn margfrægi sem þarna rennur umhverfis skálann og næstum í kringum hann. Gera má ráð fyrir að mannskapurinn við skálann sé sá sami og var á myndinni sem ég birti á þessu bloggi um daginn og myndin tekin í sömu ferð.
Hér eru fyrst nokkur heimagerð spakmæli. Sum spakleg en önnur ekki:
Þú ert allt sem þú hefur einhverntíma verið. A.m.k. með sjálfum þér og ef til vill í hugum annarra. Frægt fólk er eitthvað" í hugum fleiri. Það er allur munurinn.
Skák, hnefaleikar, tennis og snóker eru nauðalíkar íþróttagreinar. Þar er maður einsamall á móti öllum heiminum.
Lífið er fyrir alla og allir njóta þess eða kveljast í því.
Dauðinn er æðsti tilgangur lífsins og eina takmark þess.
Brandarar og þessháttar:
Af hverju finnst þér kjötkássa svona góð, Púlli?
- Þá get ég haft aðra hendina í vasanum.
Ég þyrfti að koma mér upp sjálfvirkri fyrirsagnavél. Ég er alltaf í vandræðum með þær.
Villi í Köben segir að ég sé hálffrosinn. Er eitthvað betra að vera þiðnaður og fljóta út um allt?
Man vel eftir Tívolíinu í Vatnsmýrinni og tækjunum þar. T.d. kassanum með myndum af fáklæddum konum sem urðu því fáklæddari sem fastar var tekið í handföngin. Reyndar var búið að gera gat aftan á kassann og hægt að skoða allar myndirnar þar en það er önnur saga.
Í stóru sirkustjaldi við Hringbrautina var sirkus Zoo til húsa (eða tjalda) eitt sumarið. Þar mátti sjá alvöru villidýr fyrir aukagreiðslu. Trúðarnir voru samt innifaldir í miðaverðinu.
Fylgdist óhemju vel með formúlu 1 einu sinni í fyrndinni þegar Schumacher og Häkkinen voru uppá sitt besta. Nenni því ekki núna. Merkilegt að skósmiðurinn skuli enn vera að. Á forsíðu Time var eitt sinn mynd af honum og sagt: This kid is fast."
Svo var það með að skíra í höfuðið á. Þó Þórey geti sem best verið skírð í höfuðið á Eyþóri hefur mér alltaf þótt best sagan af Áslaugu sem skírð var í höfuðið á Tómasi af því nafnið hans endaði á Á-S.
Þessi er víst í björgunarsveitinni Grandagarður".
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Heill og sæll forni vin,
Það gleður mitt gamla hjarta að sjá þessar myndir þínar frá æskuárunum.
Þessi fyrrum skáli var mikið og gott framtak hjá þessum Hvergerðingum sem voru fáum árum eldri en við.
Jóhannes F Skaftason 19.4.2011 kl. 12:30
Takk, Jóhannes. Ég var einmitt með þig í huga þegar ég var að skanna þetta og setja upp.
Sæmundur Bjarnason, 19.4.2011 kl. 21:11
Hæ aftur.
Gleymdi alveg að geta þess að þú getur séð heilmikið af myndum frá mér ef þú klikkar á myndalbúm á forsíðu bloggsins. Var einmitt að taka svolítið til og bæta við þar í dag.
Sæmundur Bjarnason, 19.4.2011 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.