18.4.2011 | 00:25
1334 - Muhammad Ali
Er af Erni Jóhannssyni og Reyni Helgasyni sem kallaður var Smalli. Líklega tekin árið 1958 eða svo.
Hef að undanförnu verið að lesa ævisögu Muhammads Ali eftir Walter Dean Myers. Hann nefnir bókina The greatest" og er það engin furða.
Bók þessi er gefin út árið 2001 og ég fékk hana frá Amazon um daginn ásamt þónokkrum öðrum bókum.
Muhammad Ali er fæddur árið 1942 og varð fyrst þekktur eftir að hafa sigrað í sínum þyngdarflokki í hnefaleikum á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Róm á Ítalíu árið 1960.
Upphaflega hét hann Cassius Clay eins og margir muna en þegar hann tók Islamstrú tók hann upp nafnið Muhammad Ali.
Heimsmeistari varð hann árið 1964 þegar hann sigraði Sonny Liston. Þegar skrá átti hann í herinn og mögulega senda til Viet Nam setti hann sig upp á móti því og var í staðinn útilokaður frá hnefaleikum í nokkur ár á hátindi getu sinnar og sviptur heimsmeistaratitlinum. Kom samt aftur og vann titilinn að nýju. Sigraði George Foreman í frægum bardaga í Zaire árið 1974 og Joe Frazier í öðrum ekki minna frægum á Filippseyjum árið eftir.
Sinn síðasta boxbardaga háði hann í Nassau á Bahamaeyjum árið 1981 og tapaði honum.
Kveikti Ólympíeldinn eftirminnilega á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Atlanta árið 1996 þá illa haldinn af Parkinsonsveiki.
Muhammad Ali er án efa einhver litríkasti og eftirminnilegasti íþróttamaður allra tíma. Tímaritið Sports Illustrated útnefndi hann mesta íþróttamann tuttugustu aldarinnar.
Í gegnum tíðina (dönskusletta) hafa margir andskotast útí orðið blogg og talið það hina ömurlegustu enskuslettu. Svo er þó eiginlega ekki því þó enskir kalli Weblog gjarnan blog þá er bloggið eiginlega búið að eignast þegnrétt á íslensku, þegjandi og hljóðalaust.
Verra er með fésbókina sem virðist vera að taka við af blogginu hvað vinsældir snertir. Hún er ýmist kölluð facebook, fasbók eða fésbók. Fleiri nöfn hef ég heyrt en líkar einna best við að kalla fyrirbrigðið fésbók þó sumir leggi einhverskonar niðrandi merkingu í það.
Farsímana má sem best kalla gemsa mín vegna. Lítil hætta er á að þeim sé ruglað saman við raunverulega gemsa. Það er ekki alltaf hægt að finna orð eins og sími, þota, þyrla, berklar eða bíll sem eru bæði þjálli og styttri en alþjóðlegu orðin. Svo er líka spurning hvort við Íslendingar erum ekki sífellt að verða alþjóðlegri og æ erfiðara að koma á framfæri snjöllum nýyrðum. Þó má gera ráð fyrir að þau breiðist út með leifturhraða ef þau eru nógu góð. MS.is reynir þó og þar er einnig að finna frábært ljóðasafn.
Hér hlýtur sá frægi Ragnar Reykás að eiga heima.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er eins og góð nýyrði renni inn í málið af sjálfu sér. Og snjallir nýyrðingar hafa verið og eru enn fundvísir á að finna orð sem sjálfkrafa smeygja sér inn í málvitundina. Þota og þyrla hygg ég að bæði séu komin frá Högna Torfasyni sem ég þekkti því miður allt of skamman tíma. Ferna kom frá Tómasi Karlssyni þegar átti að kenna okkur að segja Tetra pac -- og þar stóð mas. MS að baki. Samlæsing kom sjálfkrafa fyrir Central Lock -- og svo má lengi telja. Viðleitni MS er góð, en textarnir sem fylgja stundum arfavitlausir (sbr. nýbúann).
Sigurður Hreiðar, 18.4.2011 kl. 11:17
Já yfirleitt verður maður lítið var við nýyrði en samt getur verið að spurningin sé um að nýyrðasmiðir hafi aðstæður sem henta. Viðleitni MS er ágæt og margt gott hjá þeim. Ágætt að hafa þetta svona á einum stað.
Sæmundur Bjarnason, 18.4.2011 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.