31.3.2011 | 00:11
1315 - Stríð og friður
Undarleg sótt þessi bloggsótt. Þegar ég vakna á morgnana er ég ekki í rónni fyrr en ég er svolítið byrjaður á næsta bloggi. Það sem ég á skrifað þegar kvöld er komið set ég svo gjarnan upp rétt eftir miðnætti, ef ég nenni að vaka svo lengi.
Sú dýrkun á ofbeldi sem einkennir ameríska menningu kemur vel fram í kvikmyndum þeirra og nú í stríðsrekstri vestrænna þjóða í Líbýu. Tek samt alls ekki undir með hörðustu gagnrýnendum Líbýustríðsins og trúi því einfaldlega ekki að herir bandamanna drepi saklaust fólk viljandi hvort sem þeir eru undir stjórn Bandaríkjanna eða NATO.
Hins vegar er tekið mark á því sem sagt er og vilji til að allir geri það. Gallinn er bara sá að svo margt er sagt og misjafnt hvernig það er túlkað. En tölum ekki meira um það.
Uppreisnarmenn í Líbýu og stuðningsmenn Gaddafi sem hamast við að drepa hvorir aðra vilja það í rauninni alls ekki. Þeir eru bara fórnarlömb aðstæðna. Hverjir hafa skapað þessar aðstæður? Um það vilja menn gjarnan vera ósammála og fer það einkum eftir stjórnmálaskoðunum hvaða skoðun menn aðhyllast í því efni.
Það er samt einfeldningsleg skýring því þegar svona er komið eru mál gjarnan orðin svo flókin að venjulegt fólk getur alls ekki myndað sér skoðun á þeim málefnum sem deilt er um. Veit heldur alls ekki allt sem þarf að vita til þess.
Sem betur fer er engin hætta á stríðsátökun útaf Icesave. Hátt hafa menn þó og deila hart. Ef nóg væri hér til af öflugum vopnum væri hugsanlega einhver hætta á að gripið yrði til þeirra.
Í mínum huga er vopnleysi Íslands og þýðingarleysi þess í heimsátökum einn helsti kostur þess. Ekki hið margrómaða hreina loft, óviðjafnanlega fegurð og sögurnar sjálfar. En enginn ræður sínum næturstað og væri ég Líbýumaður væri ég eflaust búinn að taka afstöðu í þeim málum sem deilt er um þar. Jafnvel stuðningsmaður Gaddafis ef ég teldi meiri líkur á að ég héldi lífi þannig.
Þegar kalda stríðið stóð sem hæst var því almennt trúað að Ísland gæti komið til með að gegna verulegu hlutverki í stríði ef það brytist út. Nú hafa aðstæður breyst og fáir trúa á hernaðarmikilvægi landsins. Sem er mjög gott", eins og sagt er.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina Sæmi að flugvélar bandaríkjahers eru aldrei skotnar niður, þær nauðlenda.. og að sprengjur sömu flugvéla drepa aldrei óbreytta borgara heldur bara hermenn og skæruliða í venjulegum fötum..
mér fannst sorglegt að sjá að svíar ætla að taka þátt í þessum fjára þarna í henni Líbýu
Óskar Þorkelsson, 31.3.2011 kl. 08:18
Samt er margt sem bendir til þess að Bandamenn séu skárri en Gaddafi. Við verðum ekkert að taka afstöðu í þessu máli. Vitum heldur ekki nærri nógu margt um þau. Ýmsu er haldið leyndu.
Sæmundur Bjarnason, 31.3.2011 kl. 09:01
Ég skil vel, að þú viljir ekki trúa því að þeir drepi saklaust fólk. En ég leifi mér að benda þér á staðreyndir. Í kringum 1986, sendu bretar sprengjuvélar til að drepa Ghaddaffi, og drápu barn hans. Þetta var gert, vegna þess að han veitti skjól yfir tvo araba sem taldir voru valdir að sprengingu farðegavélarinnar yfir skotlandi. Sögulegt dæmi um glæpi þeirra, er Ópíum stríðið í Asíu. Þar sem englendingar fluttu ópíum og vildu gera löglegt, tóku meðal annars Hong Kong vegna þessa, en Kínverjar börðust gegn. En eitt dæmið er Pinkerton í Bandaríkjunum, og notkun Bandaríkjamanna á Kínverjum til að byggja lestarteina þeirra. Pinkerton var síðan fengin til að drepa Kínverjana, því þeir vildu ekki að þeir settust að þar. Sömu sögu má segja um Indíána Ameríku, þar sem Þing bandaríkjamann veitti verðlaun fyrir hvert höfuðleður af Indíána sem sýnd var. Annað dæmi er Bandaríkst skip sem var við bryggju í Shanghai (að mig minnir, nú man ég þetta ekki alveg hvar) en þegar Kínverjar gerðu aðsúg að skipinu, drápu þeir fólkið í hrönnum.
Og, til að segja nútímann. Bandaríkjamenn og bretar, senda menn, vopn og peninga til að styðja andstæðinga stjórnarinnar. Til að koma á stað "óróa", klða þeir sig síðan í Indíána búning, eins og þeir gerðu í Boston forðum. Drepa fólk í nafni stjórnar hersins, til að fólk reiðist þeim. Þetta er alda gamalt herbragð, sem þeir beittu til að henda te inu í sjóinn.
Þetta er sá heimur sem þú lifir í ... og mundu ætið, að það er sá sem er verstur sem vinnur stríðið.
Bjarne Örn Hansen 31.3.2011 kl. 13:31
"Þeim var ég verst sem ég unni mest". Þeir sem eru verstir vinna alltaf stríð segir þú Bjarne. Voru Viet kong þá verstir í vietnamstríðinu? Íranir unnu Íraka í Persaflóastríðinu. Og er Líbýustríðið búið? Annars var ég að tala um 2011 en ekki ópíumstríðið eða 1986.
Sæmundur Bjarnason, 31.3.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.