1309 - Davíð Oddsson

Mér er minnisstætt að þá fyrst gerði ég mér ljósan alvarleika bankahrunsins þegar Þorsteinn Már Baldvinsson mætti hálfgrátandi í Kastljósið til að kvarta undan vonsku Davíðs Oddssonar. 

Raunverulegt innræti Davíðs skildi ég nokkuð vel þegar hann útskýrði stóra skemað fyrir Sigmari Guðmundssyni og að Íslendingar mundu ekki greiða skuldir óreiðumanna. Það skema snerist bara um að koma öllu hugsanlegu tapi á saklausa útlendinga.

Mér er líka minnisstætt þegar ég var staddur í sjoppu í Hamraborginni í Kópavogi að bíða eftir að fá mat afgreiddan og sá þá Davíð reyna að útskýra fyrir fréttamanni vanhæfi Ólafs Ragnars Grímssonar vegna þess að dóttir hans vann hjá fyrirtæki sem tengdist Baugi. Á því augnabliki vorkenndi ég Ólafi og skildi fyrst almennilega ummæli hans á alþingi um skítlegt eðli.

Allt þetta sýnir hve sjónvarpið er áhrifamikið þrátt fyrir alla galla (og hve upptekinn ég er af Davíð Oddssyni). Sjónvarpið sáu menn á sínum tíma fyrir sér sem einn allsherjar uppfræðara og miðlara lista og menningar. Ekki hefur það ræst en áhrifamikið er það.

Nú er ég þó að mestu hættur að nenna að horfa á það. Netið er mun betra. Þar getur maður valið sér að lesa eða skoða bara það sem maður hefur áhuga á. Margir hanga yfir fésbókinni lon og don eða horfa á sína eigin dagskrá sem gjarnan samanstendur af því sem þeim hugnast best.

Á fésbók sá ég um daginn menn furða sig á því hvað bloggarar eru alltaf reiðir. Ég held að þeir séu ekki alltaf reiðir, en þeim rennur oft í skap þegar þeir setjast fyrir framan tölvuna og ætla að sýnast gáfaðir. Þá geta þeir ekki hamið sig en vaða elginn um allt mögulegt. Í stórum dráttum virðist allt vera að fara til fjandans og engin von um sáluhjálp. Sannleikurinn er samt sá að veröldin snýst alltaf, óháð mannlegum áhyggjum, og fer jafnvel batnandi.

Greinarmerkjasetning og þau fræði öll eru hluti af stíl. Í bókum er slíkt oftast lítt áberandi vegna samræmingar prófarkalesara. Sum skáld og rithöfundar leika sér þó talsvert með þessi atriði og hönnun prentgripa að öðru leyti. Aðrir forðast þau atriði með öllu og skilja þau kannski ekki.

Ég fer ekkert ofan af því að furðulegt er að svo miklum peningum skuli hent í tónlistarhúsið sem raun ber vitni. Einmitt núna þegar peninga vantar sárlega næstum allsstaðar í þjóðfélginu. Víst er húsið flott og þeir sem þangað fara geta glaðst yfir því að Íslendingar eigi svona fallegt og vel gert hús, en samt.....

 Jafnréttisumræða var á alþingi í dag að loknum hálftíma hálfvitanna. Hún var mun marktækari en flest þar. Bestar voru ræðurnar hjá Margréti Tryggvadóttur og Eygló Harðardóttur. Mikið er nú rætt um ráðningu skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Mér finnst ekki að Jóhanna þurfi að segja af sér vegna þessa en hún hefur orðið fyrir umtalsverðu áfalli og ætti að fara eftir lögunum.

IMG 5006Leðurbuxur góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður að vanda.. sammála með Dabba, hann er bara saur.

Óskar Þorkelsson, 25.3.2011 kl. 09:53

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hverjir þykjast vera gáfumenn núna!!

Eyjólfur G Svavarsson, 25.3.2011 kl. 11:15

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Óskar. Aðdáandi nr. 1

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2011 kl. 11:27

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þig ekki almennilega, Eyjólfur. Hélt að það væri augljóst.
Auðvitað er það ég.!!!   En af hverju notarðu fleirtölu?

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2011 kl. 11:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú þori ég bara ekki að segja eitt einasta orð.

Árni Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 13:06

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Svei mér þá Árni, þetta eru tíu orð. 

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2011 kl. 14:22

7 identicon

doctore 25.3.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband