1307 - Þættir úr Íslandssögu

Fyrst eru hér svolitlar hugleiðingar um Icesave en það er fleira sem ég þarf að koma að.

Engan vegin er hægt að taka mið af þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra þegar rætt er um þá atkvæðagreiðslu sem framundan er. Í það skipti var engin leið að greiða atkvæði með frumvarpinu jafnvel þó fáeinir hafi gert það. Fyrir lá að betri samningar buðust.

Annað er uppi á teningnum núna. Atkvæðagreiðslan að þessu sinni er um það hvort semja skuli á þann hátt sem fyrir liggur eða semja ekki. Kostirnir eru nokkuð skýrir að því leyti. Að öllu öðru leyti eru skoðanir mjög skiptar og mál óskýr og flókin. Ekki er unnt að styðjast við skoðanakannanir að öðru leyti en því að líklegt er mjótt verði á mununum.

Með öllu er óljóst hvort verið er að kjósa um örlög ríkisstjórnarinnar og margt er óljóst um framhaldið hvor leiðin sem valin verður. Örlög ríkisstjórnarinnar eru að miklu leyti undir henni sjálfri komin. Ef hún leggur mikla áherslu á að vinna sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni getur verið að hún neyðist til að segja af sér við tap. Hvaða afstöðu hún tekur að þessu leyti er ekki gott að sjá fyrir.

Fór um daginn á bókasafnið og fékk meðal annars lánaða bókina „Þættir úr Íslandssögu frá landnámi til 1820" eftir Guðmund J. Guðmundsson. Svo er að sjá sem bók þessi sé nýkomin út. Samkvæmt því sem kemur fram aftan á bókinni er hún ætluð sem kennslubók fyrir framhaldsskóla.

Formálinn að bókinni byrjar þannig: Á síðasta áratug 20. aldar komu út á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags flokkur kennslubóka í mannkynssögu undir heitinu Þættir úr sögu vestrænnar menningar.

Komu - flokkur. Maður segir bara ekki svona. Allra síst í kennslubók. Annað hvort nennir höfundurinn ekki að hugsa eða þetta hefur ekkert verið lesið yfir.

Jæja, ég hélt nú samt áfram en mál fóru engan vegin batnandi og ég gafst upp. Bókin er einfaldlega á lélegu máli og full af villum. Alls ekki boðleg sem kennslubók. Eiginlega er ekkert meira um málið að segja. Mér finnst óþarfi að eltast við allar villur í fjölmiðlum en auglýsingar og kennslubækur finnst mér að eigi að vera á óaðfinnanlegu máli og án þess að augljósar villur séu finnanlegar.

IMG 4978Göng undir Nýbýlaveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband