21.2.2011 | 00:04
1277 - Pöddur og lofthræðsla
Heyrði aðeins í Gettu betur" meðan ég var að vaska upp í gærkvöldi. Af einhverjum ástæðum höfðaði þátturinn ekki til mín þó ég sé yfirleitt hrifinn af spurningaþáttum. Edduvitleysan fór alveg framhjá mér og ég sé ekki eftir henni. Það var auðvitað eins og hver önnur yfirsjón að koma ekki að svarinu: Nákvæmlega" í gærblogginu mínu eins tískuþrungið og það svar er.
Sjálfum finnst mér ég ekki vera að endurtaka mig í sífellu. Öðrum kann þó að finnast það. Og kannski er ég að því. Tala t.d. óeðlilega oft um blogg og fésbók. Ætti sennilega að hætta því. Kött á ég engan og get því ekki frægðarsögur af honum sagt. Hund ekki heldur og hvað er þá til ráða. Myndavélin er mitt uppáhaldshúsdýr og fær oft að fara með mér í gönguferðir. Verst hvað hún er gráðug í batteríisrafurmagn. Er annars kominn á þá skoðun að hleðslutækið mitt sé eitthvað gallað.
Sagt er að ímynda megi sér heiminn sem 100 fjölskyldna þorp. Af þeim eru þá allir ólæsir í 65 fjölskyldum. Tíu þeirra tala ensku eða kunna eitthvað í henni. 70 þurfa að sækja sér vatn í brunn. 80 hafa aldrei í flugvél komið. Sjö fjölskyldur eiga næstum allt landið og nota 80 prósent af þeirri orku sem til staðar er. Háskólamenntun þekkist aðeins hjá einni fjölskyldu. Sífellt gengur á gæði landsins sem fólkið lifir á. Lífskjörin versna. Á að reyna að ráða bót á þessu? Hver á að gera það?
Pödduhræðsla mín vex með aldrinum. Vil samt ekki mikið tala um kakkalakka og þess háttar. Frekar um hnjámáttleysið sem lofthræðslunni fylgir. Hún eykst líka með aldrinum. Áður fyrr gat ég með léttum leik staðið á mörghundruð metra hárri klettabrún með tærnar framaf. Mundi ekki reyna slíkt núna. Jafnvel svalir á fjórðu eða fimmtu hæð geta valdið máttleysi í hnjánum ef ekki er varlega farið og handriðið nógu hátt. Veit ekki hvar í ósköpunum þetta endar. Líklega uppi í sveit. Þar eru ekki háhýsin og klettana má varast. Hef aldrei skilið veðurhræðslu. Ef of hvasst er til að standa má alltaf skríða. Bylur getur vissulega orðið svartur en þarflaust er ferðast um í slíku veðri nútildags.
Merkilegur hlutur gerðist eitt sinn þegar verið var að leggja veg yfir Hellisheiði. Þetta hefur sennilega verið svona um 1920 eða 30. A.m.k. voru bílar komnir til sögunnar þegar þetta var. Handmokað var á bílana enda voru þeir ekki stórir. Gryfjurnar voru rétt við veginn. Vikurinn var léttur og mokstursmennirnir duglegir. Þar kom að þeir urðu fljótari að moka á bílana en bílarnir að keyra vikurinn í burtu. Fengu þeir þannig smáhvíld eftir að hafa mokað á hvern bíl. Þetta leist verkstjóra Vegagerðarinnar illa á og vildi láta þá moka vikri fram og aftur fremur en að sitja iðjulausir. Á endanum náðist samkomulag um að þeir mættu ekki hvíla sig í sjónmáli við veginn!!
Varnargarðar við amerísku ströndina á Tenerife.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.