1276 - Hundrað ár í sögu þjóðar

Óhætt er að segja að byrjun tuttugustu aldarinnar hafi ekki síður verið vettvangur mikillar stjórnmálalegrar ólgu hér á Íslandi en nú er í byrjun hinnar tuttugustu og fyrstu. Ekki var kannski eins miklum peningum stolið þá og nú og auðvitað þekkja engir þennan tíma af eigin raun. Um það sem þá gekk á hefur margt verið skrifað og ekki er hægt annað en reyna að heimfæra nútímann upp á það sem þá var.

Rangt sýnist mér þó að ganga of langt í því. Sjálfstæði þjóðarinnar sem þá var greinilega í augsýn og stuðningur fólks við það er ekki það sama og nú er kallað einangrunarstefna af þeim sem vilja veg samvinnu við aðrar þjóðir sem mestan.

Heimurinn er einfaldlega svo gjörbreyttur að það sem áður virtist vera framfarahugur hinn mesti er nú orðið hið rammasta afturhald. Mér sýnist a.m.k. svo. Einangrun og þjóðremba er ekki sá bjargvættur þjóðarinnar sem haldið var fyrir hundrað árum.

Þá vorum við Evrópuþjóð sem greinilega hafði misst af þeim framförum sem orðið höfðu í álfunni á undanförnum öldum. Nú erum við sú þjóð í hugum flestra sem hampar þeim skúrkum sem svindlað hafa á almenningi um mestalla álfuna og neitar að greiða skuldir sínar.

Þeir sem afneita þessu með öllu eru þeir sem umfram allt vilja að hér verði allt aftur eins og var og vilja halda áfram að ræna aðra jafnvel þó það geti kostað útskúfun og einangrun.

Þeir sem hæst hafa um versnandi heim og segja allt á niðurleið telja að öllum líkindum sína kynslóð vera þá bestu. Þeir sem trú hafa á að veröldin fari batnandi hljóta að álíta ungu kynslóðina í dag vera betri en þær sem á undan hafa gengið. Það getur ekki verið að kerfið sjálft sé svona gott, fólkinu hlýtur að fara fram líka.

Þegar allir verða hættir að nýta fjölmiðla (tala nú ekki um prentuð dagblöð - er nokkuð eins úrelt?) og hættir að treysta skoðanakönnunum, allflestir hættir að lesa blogg, og flestir hættir að nota rafpóst hvernig berast þá fréttir milli manna?

Nú, auðvitað með fésbókinni.

Já, en er ekki búið að banna fésbókina eins og tyggjóið á flestum vinnustöðum?

Jú, en um leið og fólk kemur heim fær það að frétta hvað fésbókin hefur að segja um allt sem skiptir máli.

Nú??

Já, fésbókin rúlar.

Er þá sá valdamestur sem best kann á fésbókina?

Auðvitað.

Það er þá nóg fyrir Óla að spyrja fésbókina þegar hann fer að velta því fyrir sér hvort hann eigi að skrifa undir.

Einmitt.

Já, svoleiðis. Ég hafði bara ekki velt þessu fyrir mér.

IMG 4377Inngangurinn að Síams Park.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dundi djúpra benja
dögg úr mækis höggi,
bar eg með dýrum drengjum
dreyrugt sverð á eyri,
bera knáttu þá breiðan
blóðvönd hjarar Þundar,
þó mun eg, greipa glóðar
Ólafr,strádauða verða.

(Kornmákur breyttur)

Ólafur Sveinsson 20.2.2011 kl. 02:15

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Undrast öglis landa
eik hví vér rom bleikir.
Fár verðr fagr af sárum
fann eg örvadrif, svanni.
Mik fló málmr inn dökkvi
magni keyrðr í gögnum.
Hvasst beit hjarta hið næsta
hættlegt járn er eg vætti.

  (Þormóður Kolbrúnarskáld)

Nei, dróttkvæðar vísur eru ekkert fyrir mig.

Sæmundur Bjarnason, 20.2.2011 kl. 08:32

3 identicon

Kem þá ekki aftur með slíkan kveðskap.
Bíðum nú eftir fréttamannafundi forsetans?

Ólafur Sveinsson 20.2.2011 kl. 13:22

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekki kom mér svosem á óvart þó Ólafur gerði þetta.

Sæmundur Bjarnason, 20.2.2011 kl. 19:31

5 identicon

'Eg á orðið bágt með að skilja Jóhannes Laxdal í dag og miðað við fyrri skrif:          Eftir ávarp forsetans segir hann:
"Hvernig að því verður staðið er aftur á móti mál íslenskra og breskra og hollenskra yfirvalda.  Næstu icesave viðræður ættu því með réttu að snúast um hvernig hraða megi starfi slitastjórnar og hvort Bretar geti ekki komið að því uppgjöri á einhvern hátt. ". Þá spyr ég. Erum við komnir í samningaummræður við Hollendinga eða Breta?
'Eg er ósammála mörgu hjá hr Laxdal.  Það er bara eins og það er, en þarna virðist hann vera kominn í hring?

Ólafur Sveinsson 20.2.2011 kl. 23:21

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég á líka stundum bágt með að skilja Laxdalinn. Þar að auki er hann mun hægrisinnaðri í pólitík en ég. Finnst mér. Mér finnst það þó engu máli skipta. Hann er oft skemmtilegur og yrkir skemmtilega. Kommentar þar að auki oft hjá mér og ég get alls ekki farið fram á meira.

Sæmundur Bjarnason, 21.2.2011 kl. 00:11

7 identicon

Ekki ég heldur. En samt er hann góður.

Ólafur Sveinsson 21.2.2011 kl. 00:28

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ólafur, ég hefði reynt að útskýra þetta fyrir þér, ef þú hefðir skilið eftir athugasemd.  En þar sem Sæmi skuldar mér 2 vísur þá ætla ég ekkert að misnota bloggið hans

e.s éf ég ætti að skilgreina mig í pólitík þá hef ég færst frá vinstri yfir í þjóðernissinnaðan anarkisma.  Annars hafa allar girðingar riðlast. Þeir sem telja sig vinstri sinnaða haga sér eins og harðsvíraðir fasistar.  En í raun er þetta hringur en ekki lína svo það er ekkert óeðlilegt þó menn fari í hringi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2011 kl. 00:40

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skulda ég þér 2 vísur??  Ég yrki aldrei eftir pöntunum og á vont með það. Ef ljóðað er á mig reyni ég oftast að svara fyrir mig. Að öðru leyti yrki ég aðallega þegar andinn kemur yfir mig, sem er sjaldan.

Þeir sem telja sig vinstri sinnaða haga sér eins og harðsvíraðir fasistar. Segir þú. Mér þykir þú aldeilis yfirlýsingaglaður. Einhverjir hefðu bætt orðinu "sumir" þarna einhversstaðar inn í. En ekki þú. Ég álít mig vinstri sinnaðan.

Sæmundur Bjarnason, 22.2.2011 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband