1251 - Ástþór, ESB, Icesave o.fl.

Veit ekki af hverju það er en mér finnst ESB-andstæðingar vera orðljótari en þeir sem fylgjandi eru aðild. Það er vont að toppa löngu áður en þörf er á. Það finna greyin núna og hafa hátt. Kannski finnst mér þetta vegna þess að ég les meira af Moggabloggum en öðrum bloggum. Vissulega hafa ESB-andstæðingar haft vinninginn undanfarið í skoðanakönnunum en það er að breytast. Finn samt að þetta ESB-mál er miklu líklegra sem framtíðardeilumál en flest önnur. Líklega á ríkisstjórnin eftir að springa á ESB. Sjálfstæðisflokkurinn og jafnvel fleiri aðilar fjórflokksins eiga eftir að lenda í miklum vandræðum útaf þessu máli.

Icesave verður alveg barn alþingis. Ríkisstjórnin þarf engar áhyggjur að hafa af því máli. Verði samþykkt á þinginu að borga Bretum og Hollendingum kemur til kasta ÓRG. Hann er búinn að blanda sér svo mikið í málið að hann getur ekki bara hætt því allt í einu. Ábyrgðin liggur hjá honum.

Hef nú lokið við að lesa það sem mér hugnast úr bókinni eftir Sigurð A. Magnússon og þarf að fara að skila henni ásamt öðrum bókum. Sigurður er orðmargur en ágætur penni samt. Farinn að gamlast nokkuð og sjálfhælinn með afbrigðum. Áhugaverður samt sem löngum fyrr. Man vel eftir hvað mér fannst Samvinnan taka miklum stakkaskiptum þegar hann tók við henni.  

Nú er búið að handataka Ástþór Magnússon og sleppa reyndar aftur. Allt það leikrit er meðal annars til þess að auglýsa vefinn „sorprit.com" Vanmetum samt ekki Ástþór. Hann veit hvað hann vill og kann að koma orðum að hlutunum. Sumir segja hann bilaðan en hann á samt rétt á að láta í sér heyra.

Tjáningarfrelsi er ekki hátt skrifað hjá flestum fjölmiðlum. T.d. virðist flestum sama þó alþjóðleg stórfyrirtæki drepi WikiLeaks.

Viðsjár kunna að fara vaxandi hér á landi á næstunni. Þó á ég ekki von á stórtíðindum. Til þess eru Íslendingar of friðsamir. Byltingar og æsingur leysa engan vanda. Þó kann sú tíð að koma að þolinmæði einhverra bresti.

Ég er að æfa mig í að skrifa lítið en á erfitt með það.

IMG 4033Jólaskreyting í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ástþór hefur rétt fyrir sér hvað varðar DV, sem er versta sorp sem gefið hefur verið út hér á landi. Lygar, uppspuni, ærumeiðingar í boði siðblindingjans Reynis Traustasonar og hans hyskis. Þau 5% sem trúa því sem stendur í DV eru heimskasti hluti þjóðarinnar og sönn heykvíslahjörð.

Góðar stundir.

Vendetta, 3.1.2011 kl. 22:47

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Vendetta. Mér finnst að allir eigi að hafa rétt til þess að tjá skoðanir sínar. Ég er ekki nærri alltaf sammála Ástþóri og les umrædda vefsíðu ekki nema örsjaldan. Samt eiga allir að hafa rétt til að tjá skoðanir sínar. Hef ekki séð þau gögn sem benda til þess að Ástþór stjórni þessari síðu.

Sæmundur Bjarnason, 4.1.2011 kl. 06:44

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bæði fylgjendur og andstæðingar ESB-aðildar geta verið orðljótir og erfitt að segja annan hópinn verri en hinn að mínu mati.  Munurinn er kannski sá að andstæðingar aðildar nota gildishlaðnari orð (landráð o.sv.frv.) á meðan fylgjendur láta skína í fyrirlitningu gagnvart andstæðum sjónarmiðum og reyna að mála andstæðinga upp sem afkáralega sveitadurga sem eru á mála hjá LÍÚ.

Sem betur fer er þetta ekki nema fámennur, þótt fyrirferðamikill, hópur netverja sem skrifa svona.  En ég skrifa ekki athugasemdir á bloggvef Evrópusamtakana lengur...

Axel Þór Kolbeinsson, 5.1.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband