2.1.2011 | 00:06
1249 - Nýtt ár
Því skyldi ég vera að skrifa áramótapistil? Ég þrífst á því að skrifa um allt og ekkert. Aðallega ekkert. Þó mikið sé af því um áramót er óþarfi að skrifa um það.
Merkilegt hvað flestir sem um stjórnmál blogga persónugera hlutina. Það er eins og í huga þeirra séu engin stefnumál til, bara persónur. Stjórnmálamenn eru sumir svona líka, svo ég tali nú ekki um fjölmiðlamenn. Þeir virðast beinlínis þrífast á því að persónugera alla hluti.
Þetta er ein aðalástæðan fyrir því að mér leiðast stjórnmál yfirleitt. Menn geta fjasað endalaust um sum mál án þess að minnast á aðaltriði þess.
Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.
Segir í fornu heimsósómakvæði. Fór snemma að sofa í gærkvöldi og er að hugsa um að fara út að labba núna. Kannski sé ég einhver ummerki um alla þá drykkju sem væntanlega hefur farið fram í nótt.
Mikið er rætt um áramótaskaupið núna eins og vant er í byrjun árs. Mér fannst það hvorki betra né verra en vanalega og þó mér hefði þótt annaðhvort er það eiginlega ekkert fréttnæmt. Tók auðvitað mest eftir gríninu um frænda minn Bjarna Harðarson.
Einu sinni var ég að safna fésbókarvinum. Nú held ég að þeir séu 354. Það eru of margir. Ein af afleiðingum þess er að það er ansi miklum tilviljunum háð hvað ég les og hvaða myndir ég skoða þar. Setja mætti fésbók í stað ferskeytlu í vísunni alkunnu:
Fésbókin er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
En verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Ég er ekkert að kveinka mér. Held bara ótrauður áfram að blogga. Blogga semsagt eins og brjálaður Færeyingur.
Hér fyrir neðan er eldgömul mynd sem ég held að ég hafi samt fullt leyfi til að birta. Ef svo er ekki þá kemur það bara í ljós.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Einum kennt og öðrum bent
aldrei hnefann kreppir
Grundar dóma diligent
dægurþrasi sleppir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.1.2011 kl. 04:25
Jóhannes, þetta er ágæt vísa og falleg. Úr því að birtir hana á mínu bloggi tek ég hana auðvitað til mín. Fyrsta ljóðlínan gæti þó verið fengin út bókarheiti hjá meistara Þórbergi og þriðja línan minnir svolítið, þrátt fyrir útlent orð í lokin, á sléttubandavísuna alkunnu sem er svona:
Grundar dóma hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma aldrei ann
örgu pretta táli.
Sæmundur Bjarnason, 2.1.2011 kl. 05:11
Mikið rétt Sæmundur. Vísan er tileinkuð þér
þ.s. Vonandi varðar orðnotkunin ekki við höfundarrétt. Fleyg orð fengin að láni eins og þú varst fljótur að sjá út
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.1.2011 kl. 05:18
Takk Jóhannes. Höfundarréttur er mörgum ofarlega í huga og heftir jafnvel suma. Ef grannt er skoðað held ég að flest sé frá öðrum komið. Er til algerlega frumleg hugsun? Ég held ekki.
Sæmundur Bjarnason, 2.1.2011 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.