1248 - Áramót

Jónas Kristjánsson kallar Hermann Guðmundsson forstjóra N1 rugludall ársins fyrir að hafa ætlað að breyta sölufyrirkomulagi bóka. Einnig er talsvert rætt um þetta skrýtna mál á fésbókinni. Það er að vonum því segja má að tilraun þessi hafi misheppnast með öllu. 

Breytingar og byltingar hafa samt orðið í bóksölu á Íslandi. Langmesta breytingin varð þegar stórmarkaðirnir hófu að selja bækur fyrir jólin. Þar með var rekstrargrundvelli lítilla bókabúða nánast kippt í burtu og hjá öðrum breyttist  hann verulega.

Bókaútgáfan sjálf breyttist hinsvegar ekki mikið við þetta en tölvutækni hefur gert bókaútgáfu mun ódýrari og einfaldari en áður var. Bækur í tölvutæku formi og lesvélar hafa þó ekki náð mjög mikilli útbreiðslu en eru stöðugt að sækja í sig veðrið.

Á margan hátt má telja það hæfilega ráðningu fyrir hægri öflin í landinu að hrein vinstri stjórn sitji því sem næst heilt kjörtímabil. Að því loknu ættu eftirköst hrunsins að vera ljós orðin og kosningar vel að marka.

Til siðs er bæði hjá bloggurum og öðrum að gerast afar hátíðlegir um áramót. Ég nenni því bara ekki. Finnst líka að ég sé yfirleitt svo alvarlegur og hátíðlegur að ekki sé á bætandi.

Gleðilegt ár.

IMG 3989Háskólinn í Reykjavík. Inngangur að norðanverðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stutt og laggott .. stuttu eftir áramót..

gleðilegt nýtt ár Sæmi

Óskar Þorkelsson, 1.1.2011 kl. 00:24

2 Smámynd: Vendetta

Gleðilegt ár, vonandi. Og ennþá gleðilegra árið 2012, þegar stjórnin fellur.

Vendetta, 1.1.2011 kl. 00:57

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bókaútgefendur ætluðu nú svo sem að gleypa sinn hluta af kökunni á gróðæristímanum. Þá var verð á meðalbók 5-6 þúsund en samt fór prentunin fram erlendis á miklu lægra verði en áður hafði tíðkast. Núna er verðið um 4-5 þúsund en samt er langstærsti hluti prentaður innanlands. Ég held að Hermann hafi reiknað með að allir væru fastir í 2007 tímanum og hann ætlaði bara að innleysa skjóttekinn gróða. Ég gæti trúað að þetta verð sem nú er á bensínstöðvarbókunum sé nálægt því að vera eðlilegt verð. Alla vega er ég löngu hættur að kaupa bækur þegar þær koma út. Ég kaupi þær á lagerverðum seinna.

Þegar Bjarni Harðar skrifaði svo um, að kannski þyrfti hann að fara að selja bensín, þá varð þessi vísa til

Ólagsaldan hvelfdist hröð
á hausinn fóru Byr og SPRON
Nú bækur fást á bensínstöð
en bensínið hjá Eymundson

Gleðilegt nýjár og takk fyrir góða pistla á árinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.1.2011 kl. 03:01

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vendetta, minnir að ég hafi einmitt spáð þvi að núverandi stjórn sitji ekki út kjörtímabílið vegna ESB. En ýmislegt á líklega eftir að gerast. Gleðilegt ár.

Sæmundur Bjarnason, 1.1.2011 kl. 10:39

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Jóhannes sömuleiðis. Margt má segja um bækur. Mér finnst líka yfirleitt alltof mikið í lagt að kaupa rándýra reyfara í vönduðu bandi. Aðrar bækur er líka hægt að fá á bókasöfnum eða kaupa á mörkuðum seinna. Samt safnast að manni fjöldi bóka.

Sæmundur Bjarnason, 1.1.2011 kl. 10:46

6 identicon

Gleðilegt ár.

Guðmundur Bjarnason 1.1.2011 kl. 12:13

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gleðilegt ár, Guðmundur. Var að koma inn eftir smágönguför. Enn safna strákar rakettuprikum.

Sæmundur Bjarnason, 1.1.2011 kl. 13:45

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilegt ár Sæmundur og fjölskylda.  Að venju saknaði ég þess gamla siðar um áramót að safna í brennu.

Anna Einarsdóttir, 2.1.2011 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband