1246 - Meira um WikiLeaks

Nú eru spákonur komnar á kreik og farnar ađ spá fyrir um nćsta ár. Yfirleitt er ekkert ađ marka ţćr en ţetta er saklaus skemmtun međan hún meiđir engan. Samt er ekki örgrannt um ađ einhverjir trúi ţessu.

WikiLeaks máliđ er merkilegasta fréttamáliđ sem fram hefur komiđ á ţessu ári og ţví er hvergi nćrri lokiđ. Ţađ er fyrst og fremst barátta milli stjórnvalda og almennings ţó stjórnmál blandist auđvitađ ţar inní. Óeining innan WikiLeaks samtakanna auđveldar stjórnvöldum e.t.v. ađ ná sínu fram.

Tengsl málsins viđ Ísland gera ţađ ađ sjálfsögđu áhugaverđara fyrir okkur og vel getur veriđ ađ viđ eigum nćsta leik. Ómögulegt er ađ segja hvort tengsl Íslands viđ máliđ eigi eftir ađ aukast eđa minnka.

Málfrelsi á netinu og höfundarréttur hvers konar finnst mér skipta miklu máli. Ég gćti gerst afar langorđur um ţau mál. Ţví fer fjarri ađ ţar sé allt eins klippt og skoriđ og sumir vilja vera láta. Tölvur og Internet hafa gjörbreytt heiminum á tiltölulega fáum árum og sú breyting er langt frá ţví ađ vera um garđ gengin.

Stjórnmál munu í vaxandi mćli snúast um gegnsći og leynd. Leyndarhyggja stjórnvalda hefur beđiđ mikinn hnekki fyrir tilverknađ WikiLeaks. Ţađ er ţó ekki ásćttanlegt ađ WikiLeaks eđa stjórnendur ţar ákveđi hvađ skuli fara leynt. Stundum er slík leynd bráđnauđsynleg.

Fjölyrt er núna nokkuđ um hugsanleg stjórnarslit. Í ţví sambandi vil ég bara minna á ađ vćntanlega er ţingrofsheimild í höndum Jóhönnu Sigurđardóttur. Össur rćđur ţar eflaust einhverju og ađ sjálfsögđu Steingrímur. Ástćđulaust er fyrir ţau ađ fara á taugum ţó stjórnarandstađan hafi hátt.

Mér finnst erfitt ađ skilja íslenska pólitík. Get t.d. ómögulega áttađ mig á hvort Guđbjörn Guđbjörnsson og hans menn eru hćgra eđa vinstra megin viđ Bjarna Benediktsson og afganginn af sjálfstćđisflokknum.

Ţegar rćtt er um stjórnmál er freisting ađ vera persónulegur. Flest blogg eru ţađ. Samt er ţađ ekki árangursríkt til langframa. Stefnan ćtti ađ vera ţađ mikilvćgasta og er ţađ yfirleitt hvađ sem hver segir.

IMG 3987Tvćr mílur = ţónokkrir kílómetrar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill Sćmundur.

Ţú segir: "Málfrelsi á netinu og höfundarréttur hvers konar finnst mér skipta miklu máli. Ég gćti gerst afar langorđur um ţau mál."

Ég hef iđulega velt ţessu talsvert fyrir mér og ţćtti vćnt um ađ sjá a.m.k. heilan pistil um "ţau mál" - jafnvel framhaldsţáttaseríu ef ţú nennir.

Og ţú getur veriđ óhrćddur. Ţađ leiđist fáum ađ lesa pistlana ţína.

Góđar kveđjur - Jón Dan.

Jon Danielsson 30.12.2010 kl. 02:02

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Jón. Ađ undanförnu hefur ţróunin í ţessum málum hlaupiđ svolítiđ frá mér en á sínum tíma ţegar ég stóđ ađ Netútgáfunni ásamt fleiru kynnti ég mér höfundarréttarmál ágćtlega. Var áskrifandi ađ nokkrum póstlistum og las allt sem ég fann um ţessi mál. Salvör Gissurardóttir lektor er margfróđ um ţessi mál og hefur oft skrifađ um ţau. Hef fylgst međ ţeim "torrent" málum sem upp hafa komiđ hérlendis og sjórćningjaflokknum í Svíţjóđ, Smáís og samskonar samtökum o.s.frv. Einhverntíma hef ég bloggađ um ţetta. T.d. um jólin í fyrra, einnig 15/4 ´08,9/4 ´08 og 4/3 '08 og sömiuleyđis 13/11 09. Ţarf ađ útbúa fyrir grúskara mögleika fyrir utanađkomandi ađ leita i bloggunum mínum ţau eru svo mörg og ţađ er vel hćgt. Kannski biđ ég bara Moggabloggsguđina ađ gera ţađ.

Sćmundur Bjarnason, 30.12.2010 kl. 06:21

3 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Ţađ er reyndar bara Forseti sem getur rofiđ ţing, en ţađ gerir hann ađ sjálfsögđu ekki nema allar ađrar leiđir hafa veriđ skođađar viđ ađ mynda stjórn.  Jóhanna hefur hinsvegar stjórnarmyndunarumbođiđ.

Axel Ţór Kolbeinsson, 30.12.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Hingađ til hafa forsćtisráđherrar (eđa ţeir sem međ svokallađa ţingrofsheimild hafa fariđ) skipađ forseta eđa látiđ hann framkvćma ţingrof. ÓRG er illútreiknanlegur en ekki er trúlegt ađ hann gangi móti ţeirri hefđ. Ţađ er huglćgt hvenćr allar leiđir til stjórnarmyndunar hafa veriđ reyndar. Stundum hefur ţingrof mćlst mjög illa fyrir.

Sćmundur Bjarnason, 30.12.2010 kl. 11:43

5 Smámynd: Vendetta

"Yfirleitt er ekkert ađ marka ţćr ..."

Leiđrétting: Ţađ er aldrei neitt ađ marka ţćr. Ţetta eru allt svindlarar, sem geta ekki sagt fyrir um neitt, ekki frekar en hr. Jón og frú Gunna. En ţćr fá athygli vegna ţess ađ blađasnápar sem ekkert ţarfara hafa ađ gera en ađ fylla upp međ trivial nonsense, eins og t.d. á sorpsneplinum DV.

Hins vegar skrifađi ég tvo spádóma á blogginu mínu 2007 (ađ mig minnir), sem hafa rćtzt og eru enn ađ rćtast. Og ţađ án ţess ađ ég sé ađ auglýsa spádómsgáfu mína.

Vendetta, 30.12.2010 kl. 18:35

6 identicon

Ţegar ţú talar um "málfrelsi", ţá verđur mér hugsađ um tvo hluti. Fyrir ţađ fyrsta dettur mér í hug "pikkadilly" í Bretlandi, og ţegar menn stóđu á torgum ţar í landi og héldu rćđur um ţađ sem menn töldu skipta máli. Mér dettur í hug börn sem voru hengd fyrir ađ stela epplum, vegna svengdar. Og ţá dettur mér í hug, ađ mađur hefur ekki leifi til ađ "spila inn" ţađ sem mađur heirir, eđa sér. Ekki má ég taka mynd af henni Jónu og birta, nema međ leifi hennar Jónu.

Hafa menn velt ţví fyrir sér, ađ ef svona strangar reglur hefđu veriđ í gildi á tímum iđnbiltingarinnar. Ţá hefđu wright brćđur átt erfitt um vik ađ finna upp flugvélina.

Bjarne Örn Hansen 30.12.2010 kl. 20:45

7 identicon

Ég vil einnig strika undir eina stađreynd í ţessu sambandi.  Ađ á sama tíma, og veriđ er ađ eltast viđ dreifingu á myndefni á netinu, eru ţessir sömu ađilar ađ standa fyrir ţessari sömu dreifingu.  Ţađ sem verra er, ađ Pétur eđa Páll getur ekki sótt um leifi til ađ dreifa myndefni á netinu.  Ţetta, samkvćmt ţeim sjálfum, er ađeins hćgt ađ gera međ leyfi ţeirra í Bandaríkjunum, en á sama tíma standa ţeir sjálfir fyrir slíkri mynd dreifingu (Samanber SF í Svíţjóđ).  Á fagmáli, kallast ţetta fyrir "einokun", og ég veit ekki betur en ađ slíkt sé í hćsta máta ólöglegt ... og svo ekki sé á minst, svívirđilegar viđskipta ađferđir.

Bjarne Örn Hansen 30.12.2010 kl. 20:50

8 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Alveg rétt, Vendetta. Ţađ er aldrei neitt ađ marka svona spádóma. Ekki miđla heldur og ekki drauga en ţađ getur veriđ erfitt ađ draga mörkin í einstökum tilfellum og ekki hćgt ađ neita öllu. 

Sćmundur Bjarnason, 30.12.2010 kl. 23:26

9 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Bjarne, höfundarréttarmál eru margflókin og ekki hćgt ađ mynda sér skođun á ţeim sem getur tekiđ yfir allt og gilt um aldur og ćfi. Viđ eigum ekki ađ láta slíkt ofbeldi sem beitt er í WikiLeaks-málinu yfir okkur ganga. Stjórnvöldum hćttir ćtíđ til ađ ganga of langt.

Sćmundur Bjarnason, 30.12.2010 kl. 23:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband