26.12.2010 | 00:13
1242 - Jól 2010
Skelfing er allt friðsælt þegar maður vaknar snemma á Jóladagsmorgni. Meira að segja götuljósin eru einmana. Jólatréspælingar eiga ekki við. Umferðarmál eru útúr kú. Stjórnmálin valda stjarfa. Nú já, þetta er bara stuðlað hjá mér.
Ekki snemmt í rauninni. Þó ekki farið að birta. Snjóplógur rennur framhjá. Engir bílar, allir sofandi. Og fólk sefur sem aldrei fyrr. Sumir halda sjópokajól. Aðrir bókajól. Sumir engin jól.
Hefst nú murrið og kurrið aftur. Samanborðið við margt annað á blogginu er það kraftlaust. Persónulegar árásir alltof fáar. Kjaftasögur nær engar og þannig mætti lengi telja. Samt er þessi óhroði lesinn.
Gísli Ásgeirsson skrifar á bloggi sínu (malbein.net - kann ekki að setja djúpkrækju) um fingralanga Fréttablaðsmenn. Þeir stelast nefnilega til að birta blogg-greinar eftir hann. Eiginlega er ég alveg sammála honum en sá er munur á okkur að ég er uppá náð og miskunn Moggabloggsguðanna kominn. Fyrir nú utan það að líklega er mun meiri freisting að stela frá Gísla en mér.
Samt hefur Mogginn birt frásagnir eftir mig. Stolnar eða ekki stolnar, hvað veit ég? Kannski samþykkti ég eitthvað einhverntíma með aðgerðarleysi eða öðru meðvitundarleysi.
Höfundarréttur eða höfundarréttur ekki, það er spurningin. Hvar væri netið statt ef svar við þessu væri afdráttarlaust?
Það er um að gera að vera aktívur við að skrifa hjá sér ef manni dettur eitthvað snjallt og skáldlegt í hug. Mér dettur bar svo sjaldan eitthvað í hug.
Nú mega Reynir Pétur og Lilja Mósesar fara að vara sig. Flokksaginn kominn á kreik. Úrbræddir samfylkingarmenn á hverju strái. Svei mér, ef einhverjir fælast ekki.
Ég er nú svo hræðilega gamaldags ég er að lesa um þessar mundir bókina Bóksalinn í Kabúl". Já, einu sinni var eymdin í Afganistan hæstmóðins. Hvað skyldi vera í tísku núna? Vatnslekinn í Wiki? Veit það ekki.
Bóksalinn í Kabúl" er reyndar fróðleg bók og vel skrifuð. Erfitt er samt að komast hjá því að halda að höfundurinn máli ýmislegt í fullsterkum litum. Lífskjörum fólks í Kabúl er ágætlega lýst. Eflaust er þó of mikið gert úr eymdinni .
Okkur hinu vestræna og kreppuþreytta fólki væri hollt að minnast þess að enginn vafi er á að við erum í hópi forréttindafólks ef litið er á heiminn sem heild. Það er samt ekki okkur að kenna og hvert og eitt okkar er ekki í neinni aðstöðu til að breyta því.
Foglarnir láta ekki að sér hæða þó jólin séu komin. Sitja á trágreinum og sveiflast til og frá í hríðinni. Mannskepnurnar hamast við að skafa bílrúður eins og hjálpræðið sé í því fólgið. Já, það er orðið bjart.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það rýmar allt vel hjá þér. Fyrst ehv. Gísli er nefndur þá sendi ég þér stöku frá gömlum Gísla Ólafssyni.
Um stúlku
Þú þóttist vilja verða mín,
og varst ei spör að klappa,
en flest voru ástarorðin þín
innan "gæsalappa"
Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2010 kl. 00:55
Þótt sumir tali tungum tveim
og traustið vilji rýra
Ennþá leynist líf í þeim
sem landinu okkar stýra
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.12.2010 kl. 09:01
Takk Helga. Veit ekki hvort ég hef heyrt þessa áður en hún er skemmtileg.
Sæmundur Bjarnason, 26.12.2010 kl. 11:04
Yrkir Jói jafnan vel
Jóhönnu um sína.
Ríkisstjórn þó trautt ég tel
tilþrif mikil sýna.
Sæmundur Bjarnason, 26.12.2010 kl. 11:19
Åsne Seirstad fékk kæru á sig af þessari fjölskyldu í Kabúl.. hún þurfti að greiða þeim milljónir fyrir vikið :)
bestu kveðjur frá AskerÓskar Þorkelsson, 26.12.2010 kl. 12:27
Er ekki hissa á því, Óskar. Hún fjallar á margan hátt um þau eins og þau séu búfénaður. Svo tínir hún til ýmsan fróðleik um landið og úr þessu verður læsileg banda. Kannski ekkert meir.
Sæmundur Bjarnason, 26.12.2010 kl. 13:27
Fífil fegri muna má
mús sem núna læðist
Aðeins sá sem æru á
ekki róginn hræðist
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.12.2010 kl. 17:09
Leyndin hylur Laxdalinn
læst ég ekkert skilja.
Lítil mús nú læðist inn
og lýtur Steingríms vilja.
Sæmundur Bjarnason, 26.12.2010 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.