28.11.2010 | 00:30
1214 - Kosningum lokið
Nú er hægt að fara að blogga um eitthvað annað en stjórnlagaþingið. Bíðum eftir úrslitunum. Kjörsóknin var dræm og þessvegna verður þingið ekki eins áhrifamikið og ella. Að því leyti sem líta má á kosningarnar sem einhvern stuðning við ríkisstjórnina má hún vel við una. Auðvitað er samt ekki rétt að gera það nema að litlu leyti.
Það er að koma fram sem ég fór að óttast fljótlega eftir hrun. Fólk er sem óðast að koma sér fyrir í sínum gömlu pólitísku skotgröfum. Orð eins og til dæmis forsendubrestur" og greiðsluvilji" heyrðust varla fyrir hrun, en eru nú mjög í tísku. Gallinn er sá að hver og einn leggur þann skilning í þessi orð sem hentar honum og hans pólitísku sannfæringu best. Óhugnanlegt er að sjá á úrslitum skoðanakannana að fylgi fjórflokksins og hlutföllin þar hafa lítið breyst frá því fyrir hrun.
Alls ekki er samt útilokað að skoðanir fólks hafi breyst töluvert. Að mörgu leyti er trúlegt að sú breyting komi í ljós á boðuðu stjórnlagaþingi. Takist því þingi að verða sammála um verulegar breytingar á stjórnarskránni er ekki ólíklegt að Alþingi samþykki hana líka. Það kann að boða nýja tíma í íslensku stjórnmálalífi.
Þó mér sé að mörgu leyti illa við fésbókina get ég ekki stillt mig um að fara þangað öðru hvoru (oft á dag). Stundum tek ég dýfur og sendi vinabeiðnir á alla sem forritið stingur upp á og ég kannast eitthvað við. Svo fæ ég stundum vinaboð sem ég samþykki yfirleitt umhugsunarlaust. Þetta hefur í för með sér að fésbókarvinir mínir eru nú orðnir eitthvað á fjórða hundrað og það sem sagt er skrunar svo hratt framhjá að ég missi yfirleitt af því. Stundum hefði ég alveg verið til í að bæta athugasemd við en er yfirleitt svo lengi að hugsa að tækifærið fer framhjá mér. Svo hentar bloggið mér bara betur.
Salvör Kristjana (systir hans Hannesar) er alltaf að gera allskyns tilraunir. Nú mælir hún með að fólk noti posterous.com fyrir blogg og þessháttar. Er ekki of mikil bakhlutalykt af þessu bloggsetursnafni? Mér finnst Moggabloggið best. (Alltaf er hann bestur blái borðinn).
Marínó G. Njálsson fór alveg í baklás um daginn þegar DV ætlaði að birta upplýsingar um lánamál hans. Hvernig ætli staðan á því máli sé núna? Ég missti alveg af því að fá að vita hve mikið hann skuldar. Traust mitt á honum hefur samt minnkað töluvert við þessar ritstýringartilraunir hans.
Svo er það spurning spurninganna sem ég sá á einhverju bloggi um daginn: Hver á Moggann? Á Davíð Moggann eða á Mogginn Davíð? Er BjarniBen svona æstur alltaf af því hann er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Davíð? Ég bara spyr. Ég veit næstum ekki neitt. Og svo er allt að verða vitlaust útaf Gunnari í Krossinum. Þeir eru varasamir þessir guðsmenn.
Hér voru járnsmiðir, nei ég meina trésmiðir víst á ferð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
ég tel það misskilning hjá þér að Marinó hafi stundað "ritstýringatilraunir". Hann var bara að reyna að berjast gegn því að fjölmiðlar blönduðu hans einkamálum og einkahögum saman við opinbera baráttu hans fyrir hagsmunum heimila landsins. Hann var hvergi að reyna að ritstýra neinu enda valdlaus með öllu í þeim efnum.
Með bestu kveðju,
Heiðar Sigurðarson, 28.11.2010 kl. 00:56
Einkahagir manns koma öllum við um leið og viðkomandi rembist við að verða talsmaður einhverra.
Þeir sem ekki þola það hafa oftast vondan málstað að verja eða eigin sukk.
Vilji menn verða "opinberar persónur" er þeim hollast að hafa sín mál á tæru. Eða halda kjafti ella. C'est la vie.
Ybbar gogg 28.11.2010 kl. 01:46
Raunarlegt innlegg fá þeim sem kallar sig ybbargogg, og sýnir í hnotskurn smásálirnar sem við þurfum að dragnast með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2010 kl. 02:22
Heiðar er kurteis í orðum en ég er ósammála honum.
Ybbar gogg er orðljótur en samt er ég meira sammála honum.
Ásthildi kannast ég vel við og hún notar svokallaða Albaníuaðferð. Er ósammála mér en ræðst á Ybbar Gogg.
Ég vil gjarnan ræða Marínómálið nánar á kurteislegan hátt og einskorða það algjörlega við hvað fjölmiðlar mega birta, hvernig, og hver á að ráða því.
Vil ekki óralöng innlegg.
Nú er ég farinn að sofa aftur.
Sæmundur Bjarnason, 28.11.2010 kl. 05:56
Heiðar, ertu ekki á fésbókinni. Það er oft ágætt að skiptast á stuttum setningum þar.
Sæmundur Bjarnason, 28.11.2010 kl. 06:07
Ybbar Gogg undir hvað nafni ert þú á fésbókinni?
Sæmundur Bjarnason, 28.11.2010 kl. 06:09
það er dapurt um að lítast á íslandi í dag. Ég er sammála þér Sæmi í þessum pistli. Íslendingar eru búnir að koma sér vel fyrir í skotgröfunum og gefa ekkert eftir. fjórflokkurinn mun standa sterkur eftir næstu kosningar.
Sammála með Marinó, hann missti talsvert traust við þetta brölt sitt í stað þess að segja, ég á 2 hús smtals um 600 fm en ég komst í þennan vanda vegna utanaðkomandi aðstæðna og rangrar tímasetningar minna eigin framkvæmda.. Hvort hann skuldar 100 millur eða 300 er mér slétt sama um, en hann gekk of langt.
Sammála ybbar gogg enn einu sinni :)
Þetta var hressandi morgunverðarpistill í dag, takk fyrir mig Sæmi
Óskar Þorkelsson, 28.11.2010 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.