1213 - Augnablik í lífi þjóðar

Nú er hefjast mikilvægt augnablik í lífi íslenskrar þjóðar. Eins og allir hljóta að vita er nú að hefjast kosning til stjórnlagaþings. Vonandi gengur allt vel og vonum ennfremur að kjörsókn verði góð. Áróður og umtal hefur verið með talsvert öðrum hætti en algengast er að sé fyrir kosningar hér á landi. 

Ég mun ekki þreyta fólk með löngu bloggi að þessu sinni en hvet að sjálfsögðu alla til að drífa sig á kjörstað.

Fésbókin og aðrar samskiptasíður loga um þessar mundir af samsæriskenningum allskonar, en ég hef ákveðið að breyta lítið þeim lista sem ég kom mér upp snemma í þessari kosningabaráttu. Mér finnst flokkspólitískur fnykur af þeim samsæriskenningum sem ég hef heyrt.

IMG 3834Með glóandi glyrnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Æ, já.  Síðustu metrarnir lykta illa.  Góða nótt Sæmundur.

Axel Þór Kolbeinsson, 27.11.2010 kl. 00:11

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Axel. Er reyndar nývaknaður núna. Þá er bara að búa sig undir að mæta á kjörstað. Opnað klukkar níu að ég held.

Sæmundur Bjarnason, 27.11.2010 kl. 07:53

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flottur glyrnuköttur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þetta er hún Lísa sem heitir reyndar fullu nafni Elisabet Viktoria. Það hefðu ekki allir kettir legið svona sallarólegir á hliðinni meðan ég var að athafna mig með myndavélina.

Sæmundur Bjarnason, 27.11.2010 kl. 14:00

5 identicon

Ég er að skrifa athugasemd vegna færslu sem ekki er lengur hægt að skrifa athugasemd við. http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/1029883/

Mig langar til þess að vita hvort þú vitir eitthvað um nákvæma staðsetningu á Skólavörðuholtinu þar sem Steinkudys lá. Var það hjá Iðnskólanum eða þar sem Njarðargata og Eiríksgata mætast?

Ef þú veist ekkert um þetta afsaka ég bara ónæðið.

Svala 28.11.2010 kl. 19:29

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei ég veit ekki nákvæmlega hvar Steinkudys var. Hef aldrei séð hana sjálfur en séð mynd af henni (kannski teikningu samt). Einhver hlýtur að vita þetta. Frekar mundi ég halda að hún hefði verið þar sem Njarðargata og Eiríksgata mætast en þar sem Iðnskólinn er nú.

Sæmundur Bjarnason, 28.11.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband