8.11.2010 | 00:12
1194 - Þjóðfundur
Hlustaði á fréttafrásagnir af þjóðfundinum svonefnda. Hugnast ekki aukin völd forseta og að setja á stofn embætti varaforseta (a la Cheney, eða hvað?). Nóg finnst mér hafa verið apað eftir Bandaríkjamönnum undanfarið þó við förum ekki að stefna að því líka að hafa stjórnarfarið eins. Að öllu öðru leyti sýnist mér þjóðfundurinn hafa tekist mjög bærilega.
Neitunarvaldið (sem í raun ætti að vera hjá þjóðinni en ekki forsetanum) er svo allt annað mál. Þjóðaratkvæðagreiðslur og reglur um þær geta tæpast að öllu leyti komið í staðinn. Þó er það möguleiki.
Læt mér detta í hug að þeir sem ótengdir eru mér fjölskylduböndum og lesa samt bloggið mitt reglulega (já, ég held að þeir séu til) séu þeirrar skoðunar að ég sé með betri bloggurum í mínum aldursflokki. Auðvitað er ég ekki nógu fréttatengdur né hrunfróður til að slá í gegn en við það verður að una. Betur get ég ekki gert.
Fór að sjá Enron-sýninguna í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Boðskapur verksins kom mér svosem ekki á óvart. Snareðlurnar komu mér hinsvegar þægilega á óvart. Gervi þeirra heppnaðist á allan hátt mjög vel. Hjalti Rögnvaldsson impóneraði mig líka. Hvílík rödd, og hvílíkt vald sem hann hefur á henni. Hann lætur hana smjúga um allt í stærðarsal án þess að séð verði að hann hafi nokkuð fyrir því.
Einhverntíma heyrði ég að líklega væri Kínamúrinn eina mannvirkið á jörðinni sem sjáanlegt væri frá öðrum hnöttum. Gæti vel hugsað mér að skreppa og gá að því. Kannski væri samt framkvæmanlegra að berja hann bara augum svona prívat og persónulega. Öthugum það.
Skil eiginlega ekkert í Eiði Smára Guðjohnsen að hafa farið til Stoke. Vel kunn er andúð knattspyrnustjórans þar á öllu sem íslenskt er. Ef Eiður vill bara hirða kaupið sitt án þess að hafa mikið fyrir því, þá er þetta sennilega rétt ákvörðun en annars ekki. Kannski er hann kominn á þann aldur að metnaður hans er farinn að dala.
Ugla sat á kvisti.
Átti börn og missti.
Ól hún eitt.
Ól hún tvö.
Ól hún þrjú og það varst þú.
Þessi klausa var mest notuð í mínu ungdæmi til að velja krakka úr hópi. Oft var það til að komast að því hver ætti að verann í næsta leik. Þá var þessi samsetningur gjarnan notaður aftur og aftur þangað til einn var eftir og hann fékk að verann.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fjöldi manngerðara hluta sést utan úr geimnum en enginn úr 363,104 km fjarlægð sem er næst því sem máninn (næsti hnöttur) kemur að jörðinni. Elstu heimildir um Þessa flökkusögu um Kínamúrinn eru frá árinu 1938 og hún er ein lífseigasta flökkusaga sem um getur.
Sammála þér með Eið Smára. Hann fær ekkert að spila með Stoke en stjórinn þar segir að hann sé ekki kominn í form og sé enn of feitur. En kannski er það líka flökkusaga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2010 kl. 00:45
Takk Svanur Gísli fyrir fróðleikinn. Ég hef bara aldrei verið þarna svo ég þekki þetta ekki. Trúi bara því sem mér er sagt. Held að ef maður væri með góðan stjörnukíki á tunglinu sæist kannski eitthvað. Finnst þetta samt fremur óinteressant en flökkusögur geta verið skemmtilegar.
Sæmundur Bjarnason, 8.11.2010 kl. 07:39
Flóamenn hafa alltaf haldið því fram að Flóaáveitan sæist frá tunglinu?
Ólafur Sveinsson 8.11.2010 kl. 08:08
Þegar Flóafíflin fóru þangað síðast sáu þau ekki neitt.
Sæmundur Bjarnason, 8.11.2010 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.