1188 - Myndir og gönguferðir

Nú er ég búinn að stunda það alllengi að setja eina mynd með hverju bloggi. Daglega semsagt. Það er ekki vandasamt eða tefjandi og líklegt er að ég haldi því áfram. Enginn hörgull ætti að vera á myndum. 

Þegar ég fer í gönguferðir á morgnana leyfi ég myndavélinni oft að fljóta með og tek myndir af því sem ég rekst á. Í hverri mynd felst alltaf ákveðin hugsun. Hvernig sú hugsun kemst til skila og hvort hún kemst til skila er auðvitað undir hælinn lagt. Til hjálpar mínum skilningi set ég oft einhver orð undir myndina. Sá sem skoðar hana er samt á engan hátt bundinn af því og getur auðvitað skilið hana sínum skilningi eða misskilið hana.

Það sem sagt er með myndum er á engan hátt óraunverulegra en það sem sagt er með orðum. Mér finnst ég hafa meira vald yfir orðunum en kannski er það misskilningur. Hreyfimyndir eru miðill dagsins en ég treysti mér ekki til að keppa við hann. Auðvitað eru hin skrifuðu orð afdankaður miðill en ég er orðinn svo vanur þeim að ég finn það ekki.

Saumað er nú að Heimssýn úr öllum áttum. Bændasamtökin veita samt stuðning með beinum fjárframlögum og þiggja jafnframt styrk frá ríkinu. Ekki trúi ég að Heimssýnarmönnum líði vel á ríkisjötunni og vel gæti hugsast að hætt yrði að þiggja þennan styrk.

Skuggalegt er hve sumir andstæðingar ESB-aðildar vilja ganga langt í því sem þeir álíta rétt. Engu er líkara en þeir viðurkenni ekki einu sinni með sjálfum sér að andstæðingar þeirra geti haft rétt fyrir sér. Aukin umræða og fræðsla um Evrópumál mun kannski leiða til markvissari og kurteislegri skoðanaskipta um þessi mál en hingað til hefur verið algengast.

IMG 3395Nei, þetta er ekki spegill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að velta þessu fyrir mér, þ.e. með spegilinn..

Ragnheiður 2.11.2010 kl. 00:43

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæmi street view. Beware!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2010 kl. 03:30

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ragnheiður, já þetta lítur alveg eins út og spegill.

Sæmundur Bjarnason, 2.11.2010 kl. 06:38

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Jóhannes, af einhverjum ástæðum lendir fólk ekki mjög mikið á myndum sem ég tek svo það þarf ekki að passa sig sérstaklega á því. Man hvað ég var hissa þegar ég sá strítvjúið hjá Gúgla fyrst.  

Sæmundur Bjarnason, 2.11.2010 kl. 06:43

5 identicon

Well, that combination of red and green looks super cool. Looks like its an interiror decoration for some movie set.

watch movies online 4.11.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband