27.10.2010 | 06:10
1182 - Stjórnlagaþing og ESB
Er lítið farinn að velta fyrir mér hverja ég á að kjósa til stjórnlagaþings. Þó er kominn tími til þess. Ekki er nóg að finna 25 frambjóðendur sem manni líkar við heldur þarf að raða þeim líka. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Auðvitað er hægt að mæta á kjörstað og kjósa bara einn eða fáeina en ég er að hugsa um að nýta minn rétt til fullnustu.
Menn geta reynt að finna komandi stjórnlagaþingi allt til foráttu og gera það margir. Samt er það svo að þetta er á allan hátt einstæður viðburður. Alþingi hefur hingað til reynst ófært um að sinna því verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir landið enda vandséð að alþingismönnum komi það meira við en öðrum.
Mér finnst að úr því að verið er að kjósa á svona þing eigi að gera það af fullum heilindum. Ekki láta annarleg sjónarmið trufla sig. Auðvitað er ekki útilokað að kjósa þá sem starfað hafa í stjórnmálaflokkum eða öðrum þrýstihópum en gjalda ber mikinn varhug við áhrifum flokkanna á þinginu. Ég mun einungis kjósa þá sem ég geri ráð fyrir að hlusti lítið á flokksmaskínur.
Kosning þessi kann að hafa áhrif í þá átt að deilur magnist milli manna en líka mun umræða um grundvallaratriði áreiðanlega aukast að mun. Hætt er við að umræður um ákveðin efni svo sem trúmál muni yfirskyggja önnur en hjá því verður ekki komist.
Undarlegt að enn skuli menn halda því fram að eðlilegt sé að hætta aðildarviðræðum við ESB. Það er auðvitað skoðun út af fyrir sig að ekki henti Íslendingum að gerast aðilar að bandalaginu. En að ekki megi ræða við fulltrúa þess er of langt gengið.
Hugsanlegt er að viðræðurnar fari fram á einhvern þann hátt sem dregur fremur taum ESB en Íslendinga. Þann taumdrátt þarf þá að ræða en ekki fara bara í fýlu og hrista hausinn. Að aðildarandstæðingar skuli í stórum stíl halda fram svo illa grunduðum skoðunum er að eyðileggja málstað þeirra en svo virtist sem hann nyti meirihlutafylgis kjósenda.
Eftir því sem fram kom í sjónvarpsfréttum í kvöld er auðvelt að fylgjast með þeim sem eru að fésbókast á public" netum. Ekki er ég hissa á því og lít í rauninni svo á að Internetið sem slíkt sé alls ekki öruggt. Ef menn þurfa endilega að vera með eitthvert leynilegt stúss þar mega þeir alltaf búast við að verða þefaðir uppi.
Kaupmannahafnarmenning í Kópavogi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ættum við ekki að einbeita okkur að því að hreinsa upp öll þessi stóru mál áður en við bætum við enn einu stórmálinu.
Ísland mun nú líklegast ekki skaðast mikið þótt ný stjórnarskrá verði rituð eftir 5-7 ár?
Gæti verið að það sé pressa frá ESB að gera stjórnarskrána meira ESB lega til að gera samrunan þægilegri fyrir báða aðila?
H. Valsson 27.10.2010 kl. 17:42
Hörður, það er alltaf auðvelt að finna ástæður til þess að gera hlutina ekki.
Sæmundur Bjarnason, 27.10.2010 kl. 23:40
Ég veit það, enda er ég ekki að tala um að gera þetta ekki, ég er að tala um að gera þetta þegar önnur mál eru komin í betri farveg svo að fólk geti einbeitt sér að því að gera virkilega góða stjórnarskrá.
Það er aldrei gott að taka stórar langavarandi ákvarðanir með óhreinan huga og reiði, nóg er af henni þessa dagana.
H. Valsson 28.10.2010 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.