1181 - Viðeyjarskákmót

Nú er farið að líða á mánudaginn og ég ekki búinn að láta mér detta neitt í hug til að skrifa um og setja á bloggið mitt í kvöld. Ætli ég sleppi þessu bara ekki í þetta sinn. Sjáum samt til. Eitthvað gæti komið.

Tefldi á Viðeyjarskákmóti um helgina. Gekk bærilega. Fékk 4,5 vinninga í 9 skákum. Því skyldi ég ekki skrifa um skák fyrst hún er það sem ég hef einna mestan áhuga á. Tefli t.d. oft ca. 30-40 bréfskákir í einu á Netinu. Er reyndar orðið alveg sama þó ég tapi en það hefur ekki alltaf verið þannig.

Svokallaðir Lewis taflmenn eru meðal helstu dýrgripa British Museum. Taldir gerðir í Noregi á 12. öld, en Guðmundur G. Þórarinsson hefur nýlega komið fram með þá tilgátu að þeir séu gerðir á Íslandi. Lauslega var getið um þetta í sjónvarpinu fyrir nokkru, ef ég man rétt. Margt fleira má eflaust um þetta segja.

Skákmótið í Viðey var helgað þessum merku taflmönnum og myndir af þeim og eftirmyndir prýddu sali. Skrifað hefur verið um þetta mót á skak.is og Einar S. Einarsson hefur birt margar myndir frá mótinu og linkað er í þær úr fréttinni.

Eftirminnilegastar eru mér auðvitað mínar eigin skákir. Einni skák tapaði ég í endatafli eftir að hafa verið kominn með kolunnið og í annað skipti pattaði ég andstæðing minn með mikið af liði yfir.

Ekki þýðir samt að fást um það. Bæði hef ég eflaust verið heppinn stundum og ef ég hefði unnið í þessi skipti hefði ég bara fengið erfiðari andstæðinga.

Hrifnastur var ég af forriti því sem stjórnaði mótinu og reiknaði alla hluti út. Man vel hve mikið verk og flókið pörun í Monrad mótum gat verið hér áður fyrr.

Samkvæmt fréttum sem ég hef lesið er mál níumenninganna sem svo er kallað enn að velkjast í dómskerfinu. Sé ekki betur en Forseti Alþingis og ríkisstjórnin skammist sín heil ósköp fyrir þetta mál. Treysta sér samt ekki til að láta það niður falla og minnkun þeirra mun með tímanum aðeins aukast. Skrýtið að þessir aðilar skuli ekki sjá það.

IMG 3538Aðgangur bannaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband