23.10.2010 | 00:31
1178 - Skák og stjórnlagaþing
Skilst að vesalingum þeim sem bjóða sig fram til þjónustu á stjórnlagaþinginu sé úthlutað 700 slögum (með bilum) til að koma boðskap sínum á framfæri í kynningarefni því sem dreift verður. Þetta er ekki langt. Ætli hvert og eitt blogg hjá mér sé ekki meira en 700 slög. Þegar búið verður að margfalda þetta með 500 held ég samt að þetta verði svo langt að enginn nenni að lesa ósköpin. Mogginn setur engin svona takmörk á okkur stórhausana. Við megum rausa eins mikið og okkur lystir og reyndar allir Moggabloggarar. Sumir gera það líka svikalaust.
Margt má um trúboð í skólum segja. Sumir rífast um slíkt núna af mikilli hind. Umræða sem þessi blossar alltaf upp öðru hvoru og meðan ríkiskirkja er við lýði má alltaf búast við því. Það er langt frá því að ég sé sérfræðingur í þessum málum þó ég hafi einhverntíma verið formaður foreldrafélags. Auðvitað drap ég það foreldrafélag og hélt aldrei fundi í því en það er önnur saga. Ef einu trúfélagi er veitt sérstök aðstaða í skólastarfi í andstöðu við einhvern hluta foreldra þeirra barna sem aðstöðunnar eiga að njóta finnst mér að stjórnendur skólans eigi að stöðva slíkt og gæta jafnræðis. Samanburður við íþróttafélög er ekki sannfærandi. Auðvelt er um þetta að tala en verið getur að erfiðara sé í að komast. Ef trúfrelsi á að ríkja í landinu ber að virða það.
Dreymdi í nótt sem leið að ég væri að stjórna hraðskákmóti. Mér þótti ég vera á ferðalagi með fjölda fólks og við þurftum að bíða heillengi. Vorum í einhverjum sal þar sem fullt var af töflum og klukkum og ég tók að mér að stjórna hraðskákmóti. Umferðatöflur fann ég en erfiðlega gekk með stjórnina. Vissi aldrei almennilega hverjir voru með og hverjir ekki. Þekkti ekki alla. Útlendingar voru þarna og ég óviss á framburði nafnanna og stafsetningu. Menn að hætta og bætast við og allt í rugli. Áhorfendur voru allmargir og teflendur gjarnan á meðal þeirra. Krakkar voru þarna fjölmargir og fólk að reyna að skemmta þeim með allskyns dóti.Varð á endanum öskureiður út af sífelldum truflunum og reyndi að reka mestu truflanavaldana út. Eftir 2 eða 3 umferðir var allt í tómri vitleysu og þá vaknaði ég sem betur fór því annars hefði ég verið í meiriháttar vandræðum. Fékk mér kaffi og svefntöflu, settist aðeins við tölvuna, og fór svo aftur að sofa.
Ástæðan fyrir þessu var eflaust sú að ég var búinn að skrá mig á hraðskákmót úti í Viðey. Þangað fór ég svo eftir hádegi og þar gekk stjórn mótsins mun betur enda kom ég þar hvergi nærri. Taflmennskan hjá mér var alveg sæmileg og ég held að ég hafi fengið 50% vinninga. Meðal keppenda voru margir fyrrverandi Íslandsmeistarar og mótið var bara fyrir eldri borgara og líklega fyrsta alvarlega skákmótið sem haldið er í Viðey.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvað skyldi Draumaráðningabókin segja um hvað í vændum er fyrir þá sem dreymir að þeir séu stjórnendur á hraðskákmóti?
Mig grunar að það þýði að framundan séu talsverðar flækjur, fingurbrjótar og jafnvel mát. Spurning hver mátar hvern.
Grefill, 23.10.2010 kl. 09:11
Ég á engar draumráðningarbækur lengur og er búinn að afskrifa forspárgildi drauma!!
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2010 kl. 11:39
Nú, jæja ... blog.is og Árni Matt lokuðu síðunni minni aftur. Manstu eftir að það standi einhvers staðar í reglunum að blog.is loki á menn vegna skoðana og persónulegrar óvildar starfsmanna?
Grefill, 23.10.2010 kl. 12:38
Hva..? Þá hlýt ég að hafa misst af einhverju. Varstu að angra einhverjar heilagar kýr núna? Kannski nýt ég einhverrar sérstakrar blessunar Moggabloggsguðanna þó mér finnist ég alltaf vera að angra þá. Hef bara ekki lesið bloggið þitt undanfarið frekar en annarra.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2010 kl. 12:43
Nei, nei, var engan að angra. Það var bara opnað á mig fyrir tveimur dögum og ég hélt að blog.is hefði séð að sér enda hafði ég ekkert til saka unnið. En svo lokuðu þeir aftur áðan.
Grefill, 23.10.2010 kl. 13:11
Nú, svoleiðis. Kannski hafa þeir bara opnað óvart. Blog.is sér aldrei að sér því þeir gera aldrei neitt rangt.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2010 kl. 15:05
Sæmundur hvað áttu við með "vesalingar" ?
Egill Þorfinnsson 23.10.2010 kl. 16:36
Er það jafnræði ef foreldrar 20 barna af 100 eiga að fá að skemma fyrir hinum 80?
Sigurður Hreiðar, 23.10.2010 kl. 17:58
Skemma hvað, Sigurður? Ég er hræddur um að þegar rifist er um skólastarf og trúmál þurfi að gæta sín vel. Engin tvö tilfelli eru eins.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2010 kl. 18:23
Egill, við nánari athugun sýnist mér þetta orð vera einkum til áherslu. Ég vorkenni þó mönnum sem bjóða sig fram til setu á stjórnarskrárþingi að útskýra sín mál svo fullnægjandi sé með 700 stöfum og orðabilum. Það finnst mér lítið. Þessa tölu 700 hef ég frá Stefáni Pálssyni en veit ekki hvort hún er rétt.
Sæmundur Bjarnason, 23.10.2010 kl. 18:28
Það er skemmd fyrir þeim sem kunna að meta það sem kristnin boðar, mannkærleika og fyrirgefningu, að hefta aðgang þeirra að því. Fá ekki að syngja Ó Jesú bróðir besti með bekknum sínum eða gleyma sér í Heims um ból og njóta boðskapar jólanna, jafnvel á litlu jólunum. Fá ekki að skynja helgi. Engin tvö tilfelli eru eins, segir þú, dálítið eins og véfrétt. Hvað meinarðu með því?
Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 13:45
Ég meina einfaldlega það, að tilfelli það sem þú sérð í huga þér (og lýsir fjálglega) er ekki eins og það tilfelli sem ég sé fyrir mér þegar rætt er um trúboð í skólum. Heldur er ekki víst að eins sé tekið á tilfellum (í mismunandi skólum) sem utanfrá séð eru nákvæmlega eins og þarmeð eru þau ekki lengur eins.
Sæmundur Bjarnason, 25.10.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.