1160 - Kvóti og ríkistrú

Bendi áhugamönnum á að lesa athugasemd Kristins Péturssonar við bloggfærslu mína í gær um kvótamálið. Munurinn á okkur Kristni er sá að hann hefur raunverulega vit á þessum málum en ég ekki. Lesið endilega athugasemd Kristins ef þið teljið fiskveiðar skipta okkur Íslendinga máli.

Niðurstaða Alþingis varðandi kærur á ráðherra er eins og hún er. Vitaskuld er hægt að bollaleggja fram og aftur um hvernig niðurstaðan hefði getað orðið. Það var líka hægt og óspart gert þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB.

Við þessa niðurstöðu verður að una. Annað er lýðræðisfjandskapur. Við kusum þá sem kusu þannig og séum við nægilega óánægð með gerðir þeirra kjósum við þá að sjálfsögðu ekki aftur. Það er eina áhættan sem þeir taka og fá vel borgað fyrir. Við kjósum almennt á fjögurra ára fresti (stundum oftar samt) og þeir þingmenn sem við kjósum þurfa að standa okkur reikningsskap gerða sinna jafnoft.

Til að aðstoða þá við það vandaverk að blekkja kjósendur njóta þeir stuðnings flokkanna (með peningum frá okkur) og ráðast þessvegna ekki á þá. Framað hruni voru öflugustu fyrirtæki landsins í sama báti og flokkarnir að þessu leyti en hugsanlega breytist það eitthvað í næstu kosningum.

Hef þaðfyrir satt að læknanemar séu útsettir fyrir að fá alla þá sjúkdóma sem þeir lesa um. Gott ef ekki er til latneskt heiti fyrir svoddan ónáttúru. Leikmenn eru líka útsettir fyrir þetta og ástæða er til að vara fólk við að kynna sér sjúkdóma of vel.

Frá því var skýrt nýlega að samkvæmt Gallupkönnum væru þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Veit samt ekki til að verið sé að athuga þetta mál. Þessvegna er óhætt að hafa á því skoðun.

Vísur verða ekki góðar á því einu að vera ortar samkvæmt ströngustu bragfræðilreglum og heldur ekki lélegar ef þeim er ekki fylgt. Í rauninni er bara ein regla um góðar og slæmar vísur. Ef þú lærir hana á því að heyra hana einu sinni er hún góð, annars ekki.

Nú er nóg bloggað. Bloggarar þurfa einkum að kunna að hætta.

IMG 3264Þarna var 30 kílómetra hámarkshraðinn víst jarðaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hvar er vísan? ég er tilbúinn að sannreyna kenninguna þína, en gruna þó að skammtímaminnið hafi eitthvað um það að segja hvað við munum og hverju við gleymum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 00:55

2 identicon

Ég man aldrei neinar vísur, hvorki þær góðu né slæmu (né allar hinar á milli) þannig að kenning þín á ekki við í mínu tilfelli.

Svo vil ég mótmæla því að það sé fjandsamlegt lýðræðinu að vera ósáttur við ólýðræðislegar niðurstöður jafnvel þótt maður hafi asnast til að kjósa þá andlýðræðislegu. Lýðræðið á einmitt að virka þannig að þegar kjörnir fulltrúar svíkja bæði lýðræðið og heilbrigða hugsun í þágu "flokksins" og til að svala hefndarhug til annarra flokka ... þá á að vera hægt að koma svikurunum frá.

Hólímólí 5.10.2010 kl. 06:11

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvar er vísan? Hvaða vísa? Kenning mín um gæði vísna hefur auðvitað þann annmarka að fólk man á mismunandi hátt og mismunandi vel eftir allskyns aðstæðum. En þetta er samt góð viðmiðun. Þú ert nú enginn aukvisi í vísnagerð og kemur oft með vísur hér að fyrra bragði svo ég get sagt eins og þú. Hvar er vísan?

 

Sæmundur Bjarnason, 5.10.2010 kl. 06:14

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þú snerir á mig Hólímóli. Sá ekki þitt innlegg fyrr en ég var búinn að setja mitt. Það eru til mismunandi tegundir af lýðræði. Þingmennirnir okkar hafa í raun ekki svikið þá tegund af lýðræði (fulltrúalýðræði) sem þeir eru kosnir eftir. Það er samt rétt að flokkarnir hafa afskræmt það þannig að það er erfitt að halda því fram að það virki. Aðrir kostir en að sætta sig að einhverju leyti við það bjóða heim hættunni á ofbeldi og allskyns vandræðum, en kannski er það óhjákvæmilegt.

Sæmundur Bjarnason, 5.10.2010 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband