28.9.2010 | 00:09
1153 - Ég er afi minn
Var eitthvað að hálfskopast að vefsetrinu hárlenging.is í mínu síðasta bloggi. Bið afsökunar á því. Eflaust kemur þetta einhverjum að gagni. Sé núna að ég hef gleymt að setja link á þetta vefsetur þó ég hafi ætlað mér það. Lít á það sem bendingu frá æðri máttarvöldum um að hugmynd mín um hið daglega vefsetur sé ekki sérlega góð.
Flowers for Algernon
Hver var Algernon? Jú, það var músin sem upphaflega tilraunin var gerð á og blómin voru til að setja á gröf hans að beiðni Charlies.
Las smásögu með þessu nafni fyrir langalöngu. Líklega hefur hún þá verið tiltölulega nýútkomin. Hún er eftir Daniel Keyes. Saga þessi fjallar um mann að nafni Charlie Gordon sem með skurðaðgerð fékk gáfnavísitölu sína hækkaða úr 68 í 185.
Fann svo út sjálfur að kenningin að baki þessari skurðaðgerð var gölluð og framfarirnar aðeins tímabundnar. Það var auðvitað ekkert sem hann gat gert við þessu og ferðalagi hans til baka til sinnar lágu gáfnavísitölu er vel lýst í sögunni.
Stíll sögunnar er afar eftirminnilegur. Þar er um að ræða stuttar greinargerðir Charlies sjálfs á framförum sínum og síðar afturför. Réttritun og málfar allt ásamt breytingum á því sýnir þróunina vel.
Kvikmyndin Charly sem gerð var árið 1968 og Cliff Robertson lék aðalhlutverkið í er gerð eftir þessari sögu eða réttara sagt skáldsögu sem höfundurinn gerði seinna eftir sögunni.
Sagt er að nú sé verið að gera nýja kvikmynd eftir þessari frægu sögu og að Will Smith sé bæði framleiðandi og aðalleikari.
Ég er afi minn." Þetta er ljóðlína (eða nafn á ljóði) sem ég heyrði einhvertíma fyrir löngu og er bara fjári góð. Ekki get ég notað hana því allir mínir afar eru löngu dauðir. (Merkismenn að sjálfsögðu og langafarnir líka. Einn slíkur var líka langafi Hrunvaldsins mikla í Hádegismóum en förum ekki nánar úti það) Sjálfur er ég afi og ætti að láta mér það duga.
Var að horfa á umræður á Alþingi áðan. Þar eru menn greinilega enn fastir í gamla hjólfarinu og komast ekki uppúr því. Sem betur fer eru flestir hættir að taka mark á þeirri stofnum og hún er greinilega til hliðar við alla aðra umræðu í þjóðfélaginu. Helst þyrfti að setja ríkisstjórnina á sama hátt til hliðar en ekki er sjáanlegt hvernig það getur gerst.
Sá drykk um daginn til sölu í stórmarkaði. Hann vakti athygli mína. Var sagður allrameinabót. Meira að segja var hann sagður vinna á deburð. Deburð??? Ég snarstoppaði. Gat verið að það stæði deburð þarna? Hvað er deburð eiginlega? Jú, það bar ekki á öðru. Þarna stóð deburð. Ég fór að lesa þetta betur. Jú, þetta átti greinilega að vera depurð. Einstöku sinnum finnst mér að kunnátta í stafsetningu sé mér til góðs. Svo var í þetta sinn.
Ekki má gleyma hundasögunni. Kannski ég setji hana bara í salt að þessu sinni. Hundurinn er hvort eð er sofandi núna minnir mig.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
En hvað þetta er daburlegt þetta með deburðardrykkinn.
Hoppandi 28.9.2010 kl. 06:22
Hoppandi, satt segirðu. Samræmd stafsetning veldur því oft að menn skilja hvern annan betur.
Sæmundur Bjarnason, 28.9.2010 kl. 06:59
En varst þú ekki að gagnrýna notkun okkar á y og ý? Ef við hættum að nota þessi rittákn, hvernig vitum við þá hvort við erum að tala um list eða lyst eða að hírast eða hýrast, firra eða fyrra og svo framleiðis?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2010 kl. 14:39
Jóhannes, stundum finnst mér engu máli skipta hvort notað er y eða i en stundum getur það auðvitað valdið misskilningi. Þær vitleysur sem maður hefur ekki séð áður (eins og t.d. deburð) virka ansi ankannalegar. Man ekki eftir að ég hafi mælt með að leggja niður ypsilonið en feginn var ég þegar setan hvarf.
Sæmundur Bjarnason, 28.9.2010 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.