1149 - Jó-jó ís fyrir Geirfugla

Keypti jó-jó ís um daginn. Stutt að fara. Var örugglega elstur þar. Mest unglingar. Sniðugt að flytja nammidagshugmyndina á ísinn. Maður blandar sitt eigið stöff og borgar svo eftir vigt. Greinilega vinsælt ennþá. Löng biðröð en allt gekk samt snurðulaus og fljótt fyrir sig. Ísinn frekar dýr. En what the heck. Hugmyndin er ágæt.

Líklega eru bloggskrif mín það sem ég er einna bestur við og geri sæmilega vel. Finnst ég lítt bergmála aðra. Umfjöllunarefni mín eru yfirleitt upprunnin hjá mér sjálfum. Kannski ekki alltaf merkileg en það er aukaatriði. Dæmigerð besservisseraskrif. Hér er raunverulega hægt að láta ljós sitt skína. Jafnvel þó í daufara lagi sé á köflum.

Stundum (jafnvel alloft) geri ég það að fara yfir bloggtexta sem ég á rétt ósendan upp á mbl.is og breyti tilgátum í fullyrðingar. Gera textann allan ákveðnari og eindregnari. Þetta þarf ekki endilega að standa í sambandi við hversu sannfærður ég er um réttmæti fullyrðinganna heldur hvernig textinn lítur best út.

Þetta er ein af staðreyndum bloggsins og vel getur verið að ég yrði fljótari að bakka frá svona staðhæfingum en öðrum væri ég konfronteraður. Á það hefur bara ekki reynt svo ég muni.

Ég mundi gjarnan vilja myndskreyta bloggin mín svolítið. Til dæmis líkt og Dr. Gunni gerir. Nenni því bara ekki. Man líka að Gurrí á Skaganum myndskreytti sitt blogg oft skemmtilega en eftir að hún fór af Moggablogginu les ég bloggið hennar afar sjaldan.

Allmargir flækjast hingað daglega þó ég geri lítið í að beina þeim á rétta leið. Ég skil illa hvernig á því stendur að svo margir koma. (eftir teljaranum að dæma) En það er samt tilefni til að vanda sig sem mest. Bloggskrif af þessu tagi virðast eiga sérlega vel við mig. Lesendum mínum fjölgar frekar en hitt þó Moggablogginu hraki jafnt og þétt. Ætti ég kannski að flytja mig eitthvert annað? Yrði ég vinsælli þar? Skiptir það mestu máli?

Nei, ég er svo íhaldssamur á sumum sviðum a.m.k. að ég á best heima hér á Moggablogginu. Finnst samt stundum eins og ég sé síðasti Geirfuglinn hérna. Geirfuglinn? Hmm, merkilegt orð.

Gæti ég með mína bloggunarkunnáttu og æfingu ekki skrifað eitthvað bitastæðara en blogg. Jú, líklega. En hvað? Endurminningar? Kannski. Ætti hugsanlega að fara að taka það föstum tökum. Það er bara svo þægilegt að gera lítið sem ekkert.

Íslensk stjórnmál eru einstaklega hatrömm um þessar mundir. Allt tiltækt er notað og öllu beitt sem hægt er að beita. Fáir áttu von á að notkun málskotsréttar forseta kæmist í tísku. Svo fór samt. Fáir reikna með að landsdómur verði kallaður sama. Svo fer þó líklega.

IMG 3202Einskonar píramídi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður Sæmundur. Gaman að lesa pælingar þínar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.9.2010 kl. 01:56

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fastur liður með morgunkaffinu hér í austurvegi.. takk fyrir mig

Óskar Þorkelsson, 24.9.2010 kl. 07:26

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir Óskar og Arinbjörn. Kann að meta hæfilega margar athugasemdir. Finnst þetta bara nokkuð gott hjá mér fyrir vikið.

Sæmundur Bjarnason, 24.9.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband