23.9.2010 | 02:26
1148 - Útvarp Saga
Mér finnst Útvarp Saga hafa sannað sig á ýmsan hátt sem vettvangur hins talaða orðs. Hinn tónlistarlegi jafnaðarvæll sem einkennir flestar aðrar útvarpsstöðvar hér á landi er augljóslega bara til notkunar þegar fólk vill ekki hugsa eða nennir því ekki.
Auðvitað er ég afskaplega ósáttur við umfjöllun Útvarps Sögu um mörg málefni. Það eru örugglega margir. Samt er það svo að maður hlustar á þessi ósköp og borgar ekki krónu fyrir það. Þeir sem hlusta á tónlistarvælinn borga auðvitað ekki heldur neitt en mér finnst auglýsendur hafa uppgötvað Útvarp Sögu nú í seinni tíð. Kannski er fjárhagslegur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstur stöðvarinnar að skapast.
Arnþrúður hefur unnið þrekvirki í að koma stöðinni fyrir vind. Er hún annars ekki búin að því? Skaði ef Sigurður G. Tómasson er hættur. Hann er margfróður mjög og innhringiþættirnir hjá honum ágætir. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur skemmir hann svolítið og saman eru þeir eitt versta Gróu-á-Leiti-par sem hægt er að hugsa sér.
Arnþrúður virðist helst ekki borga fólki fyrir að koma fram og margir virðast hafa hrakist í burtu af stöðinni. Það er samt allt í lagi. Fólk verður bara að passa sig á henni.
Mjög margir hrakyrða allt sem frá Sögu kemur. Telja hana vera kverúlantastöð og aldrei beri þar á ánægju með neitt. Fara jafnvel í stríð við kellingarnar þar en þær kunna vel að svara fyrir sig. Svo finnst sumum útvarpsstöðin ekki vera nógu pólitísk eða of pólitísk. Þegar til kosninga kemur er ómetanlegt að hafa yfir að ráða tæki sem Útvarpi Sögu og það er ég viss um að Arnþrúður kann að nota sér.
Ínn-ið hans Yngva Hrafns er á svolítið annarri bylgjulengd og ekki er víst að myndirnar, þó ódýrar séu, bæti miklu við umfjöllunina. Þar er pólitíkin (pólitík Yngva Hrafns) í öndvegi og kemur kannski í veg fyrir vinsældir.
Þegar að næstu kosningum kemur (líklega vorið 2013) verða þetta stöðvarnar sem blakta. Sumir munu að vísu halda sig við RUV-ið en það verður ekki á þeim vettvangi sem hlutirnir gerast.
Tætingslegir sveppir og svolítið ofskynjunarlegir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gorkúla á fæti er gott nafn á þessa mynd.
Gudmundur Bjarnason 23.9.2010 kl. 02:49
Talandi um Útvarp Sögu og aðdáendurna, þá datt mér í hug ;
Þótt Eiður hann elski að hata þær
og hrokkinn sé af límingunum
hann aldrei þvegin orðin fær
frá Arnþrúði og kerlingunum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.9.2010 kl. 04:43
Þetta var ágætur pistill, Sæmi.
Og alltaf hægt að spinna við í alvöruleysi, ekki satt?
Hann flæktist í háleitum hugsunum
og hélt sér víst lengstum í buxunum.
Hann hlustar án afláts með eyranu
öðru og telur sig heyra nú
gáskann í fjörugum gellunum,
gránar þá hraðar í sellunum
æstur, því aðeins ef hann mætti ...
en eilífum haldinn er vanmætti.
Hann þráir að stjórna stöðinni,
en stendur þar aftast í röðinni,
hann Eiður sem elskar að hata'hana
Arnþrúði – vegna fatanna!
Jón Valur Jensson, 23.9.2010 kl. 07:40
Ertu viss um að það verði ekki kosningar strax árið 2011, Sæmundur? -- Það er varla ráðrúm til að hafa þær fyrir áramót.
Sigurður Hreiðar, 23.9.2010 kl. 21:48
Sigurður. Ég held að núverandi læti sprengi ekki ríkisstjórnina heldur ESB-málið þegar það verður komið heldur lengra. Ég meinti nú eiginlega 2012 en ekki 2013 eins og stendur víst í bloggpistlinum.
Guðmundur, Jóhannes og Jón Valur. Takk fyrir ykkar komment og gaman að fá þau í bundnu máli.
Sæmundur Bjarnason, 23.9.2010 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.