1124 - Hátíðleg blogg

Nei, bloggin eru að verða hættulega hátíðleg hjá mér. Best er að tala í hálfkveðnum vísum og paradoxum.

Harpa Hreinsdóttir hallmælir prestum og prelátum fram og aftur í sínu bloggi. Erfitt er að vera ekki sammála henni. Kirkjan þarf svo sannarlega að taka til í sínum ranni. Hún hefur dregist háskalega aftur úr í almennri þjóðfélagsþróun.

Illugi Jökulsson og Þórhallur Heimisson deildu um daginn í kastljósi um trúmál. Mér fannst Þórhallur hafa það eitt til málanna að leggja varðandi aðskilnað ríkis og kirkju að kirkjan héldi uppi svo miklu félagsstarfi á fámennum stöðum að ekki mætti hætta því. Semsagt eina réttlætingin fyrir allri litúrgíunni og kjólastandinu væri að prestarnir í litlu sóknunum úti á landi væru að finna sér allt mögulegt til dundurs.

Mér fannst Illugi koma betur út úr þessari umræðu. Kannski var það bara af því að hann speglaði betur mína fordóma. Veit það ekki.

Þó stjórnlagaþing og ESB séu mín hjartans mál að mörgu leyti dugir ekki að skrifa bara um svo leiðinlega hluti. Ekki get ég samt reitt af mér brandarana eins og sumir. Frekar mundi ég setja þá einn og einn í einu á fésbókina. Bloggið á að vera svolítið hátíðlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á bara að loka kirkjunni... hún þjónar engum nema sér sjálfri og prestum innan hennar; Já þetta er bara galdraklúbbur sem gekk of langt..

Ég skemmti mér samt ágætlega við að sjá aðra söfnuði koma fram nú þegar Galdrastofnun ríkisins er afhjúpuð sem töfralaus þöggunar og nauðgunarbæli.... Hinir söfnuðirnir eru hinir hreinu söfnuðir, já meira að segja kemur hann JVJ fram og talar um kirkjuna sína eins og hún sé góð fyrirmynd... Stærsti og mesti barnaníðingssöfnuður heimssins er bara frábær í hans huga... alveg eins og þeir sem eru í söfnuði Geimgaldrastofnunar ríkisins neita að sjá ruglið hjá eigin Galdraníðingsklúbb.. þá kemur JVJ með nákvæmlega sömu blindu.. nema hann þarf að blinda sig miklu meira... Ég er að spá hversu mikla blindu menn þurfi til að sjá ekki að bara á Írlandi hefur kirkjan hans JVJ nauðgað amk 35 þúsund börnum... En JVJ sér það ekki fyrir extra lífinu sínu í lúxusnum óendanlega með þykjustu pabba í geimnum.

Svona spilla nú trúarbrögin fólki...

DoctorE 30.8.2010 kl. 07:37

2 identicon

Ég var soldið svekktur með Illuga, mér fannst ég sjá á svipi hans að hann gaf ekki mikið fyrir fátæklegan málflutning Þórhalls...
Ekki skánaði Þórhallur þegar hann fór að taka sögur úr biblíu og pósta þeim á bloggið sitt.. eins og þær hefðu eitthvað vægi...

Persónulega þá vorkenni ég Þórhalli og hans líkum.. get ekki annað.. ég vorkenni öllu fólki sem er flækt í trúarbrögð; Svo sorglegt að falla fyrir lélegasta trikki allra tíma, trikki sem algerlega byggir á sömu forsendum og útrásarvíkingar.. nema fólkið telur sig fá það sem útrásarvíkingar fengu.. eftir að fólk er dáið...
Hvað myndi gerast ef einhver útrásarvíkingur kæmi með slíka ávöxtunarleið.. hann yrði úthrópaður... NEMA ef hann hefði Jesúspil....

DoctorE 30.8.2010 kl. 08:07

3 identicon

Er ég búinn að skemmileggja hátíðarbloggið þitt Sæmi.. .;)

doctore 30.8.2010 kl. 12:43

4 identicon

Mér finnst að þú ættir að stofna trúflokk doktor og vinna málið innan frá. Gætir kallað hann "Trúflokkur Reykjavíkur og nágrennis, skammstafað Tron. Svo rukkarðu tíund eins og aðrir trúflokkar og þarft því ekki að fá nema tíu heilaþvegna vitleysinga til að hafa 100% laun sjálfur ... kannski tólf til að mæta vistunarkostnaði og afskriftum á tölvubúnaði.

If you can't beat them, join them!

Hólímólí 30.8.2010 kl. 13:39

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst ágætt að þið tjáið ykkur hér Doctore og Grefill. Svolítið er ég hræddur um að margir séu sammála DoctorE að ýmsu leyti þó þeir tækju kannski ekki eins til orða.

Sæmundur Bjarnason, 30.8.2010 kl. 13:47

6 identicon

Ég hef stundum staðið sjálfan mig að því að bölva sjálfum mér fyrir heiðarleika í þessum málum... Ég gæti hugsanlega haft það alveg ágætt með að segja fólki það sem það vill heyra, eins og: Nei þú deyrð ekki, þú munt lifa að eilífu ef þú gengur í flokk með mér...
Ég gæti tekið mig til og gifst inn í eitthvað annað húmbúk, sameinað 2 spillingaröfl í eitt... já svo gæti ég farið og endurtekið giftingarathöfnina og sagt af fullkomnum hégóma að hinn helmingurinn á mér sé hreint guðlegur...
En svo jafna ég mig á þessu... heiðarleikinn er mér fjötur um fót, það er klárt mál...

doctore 30.8.2010 kl. 14:41

7 identicon

Já, auðvitað ... og þú ættir nú að vera farinn að vita að þú rekur ekki fáviskuna á brott úr heilaþvegnum. Því síður reynir maður að heilaþvo heilaþvegna enda gæti það riðið þeim að fullu þannig að þeir yrðu eins og hver önnur hvítkálshöfuð.

Mun betra auðvitað er að nýta fáviskuna í þágu lands og þjóðar til atvinnuuppbyggingar í landinu ... ég meina ... tíundin fer eitthvað hvort sem er ... af hverju ekki að virkja hana í þágu málstaðarins?

Örlítil hvít lygi hefur aldrei skaðað neinn.

Hólímólí 31.8.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband