1086 - Marínó G. Njálsson

Einn er sá bloggari sem stórar skoðanir hefur á hrunsmálum og hefur risið uppúr meðalmennskunni með því. Þetta er Marínó G. Njálsson. Það er einfaldlega vegna þess að hann er talnaglöggur með afbrigðum og segir það sem hann meinar. Marínó er vinsæll álitsgjafi hjá fjölmiðlum. Það er engin furða. Blaðamenn vita oftast fremur lítið í sinn haus þó ætlast sé til að þeir hafi vit á nánast öllu. 

Eflaust mun Marínó enda í framboði einhverns staðar þegar kosið verður næst. Hann þarf samt að gæta þess að vera ekki eins áfjáður í vegtyllurnar og sumir hafa verið að undanförnu.

Gagnrýni á ríkisstjórnina er í tísku. Bæði frá hægri og vinstri. Slík gagnrýni er auðveld en ekki víst að hún mundi skila sér vel í kjörkassana ef kosið væri á næstunni. Einkum er auðvelt að ásaka stjórnvöld um aðgerðarleysi. Aðgerðarleysi var á margan hátt aðaleinkenni stjórnvalda í aðdraganda hrunsins. Það voru útrásarvíkingar og handbendi þeirra sem stjórnuðu því sem þeir vildu stjórna.

Betra er samt að veifa röngu tré en öngu. Þetta mættu núverandi stjórnvöld hafa í huga. Kannski er það einmitt þess vegna sem orðrómur er um að þau ætli að setja lög á gengistryggingarvitleysuna. Gott ef Magma-málið er ekki af svipuðum rótum runnið.

Mannkynsfrelsurum hefur fjölgað á Íslandi að undanförnu. Af eðlilegum ástæðum eru forystumenn stjórnmálaflokkanna meir undir þessa sök seldir en aðrir. Gangrýnendur ríkisstjórnarinnar ættu þó að gæta þess að gagnrýni þeirra sé ekki álitin til þess eins ætluð að reyna að koma ríkisstjórninni frá.

Ég kveinka mér ekkert undan því að vera kallaður Samfylkingarmaður. Gekk ekki Ómar Ragnarsson með öllu sínu góssi í Samfylkinguna á sínum tíma? Ekki er mér vandara um en honum. Gæti hann ekki verið ESB-sinni líka? Og jafnvel kattavinur? Ég bara spyr.

Og nokkrar myndir í lokin:

005Úr villta vestrinu á Akranesi.

004Og þessi er þaðan líka.

025Haldið á vit hins óþekkta.

035Þykkblöðungur, eða hvað?

038Verk tveggja úrvals-steinsmiða. Steininn nær lagaði Páll á Húsafelli svolítið til.

022Listilegur listigarður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Marinó er flottur strákur. Kannski skuldari? Skuldarar ríða röftum í þessu þjóðfélagi. En sem betur fer eru tugþúsundir Íslendinga án skulda. Það vill gleymast í umræðunni.

Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

„ Blaðamenn vita oftast fremur lítið í sinn haus þó ætlast sé til að þeir hafi vit á nánast öllu.“

Minn gamli lærimeistari og vinur, Indriði G. Þorsteinsson, gaf mér þetta vegarnesti meðal annars:

„Blaðamaður á ekki að vita neitt. Hann á að spyrja um allt.“

Sigurður Hreiðar, 21.7.2010 kl. 10:42

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þá kunna þeir ekki að spyrja réttu spurninganna eða þeir kunna ekki að skrifa í kringum þær staðreyndir sem þeir þó hafa. Sennilega grípa þeir þá oft til brjóstvitsins sem hefur sýnt sig að vera ansi gloppótt.

Sæmundur Bjarnason, 21.7.2010 kl. 13:58

4 identicon

Blessaður gamli leikfélagi. Nú tekst líklega að koma að athugasemd!!

Þykkblöðungurinn sýnist mér ekki vera annað en ösp!

En má vera að mér skjöplist 

Jóhannes F Skaftason 28.7.2010 kl. 23:44

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er líklega alveg rétt hjá þér, Jóhannes. Ég set bara þann texta yfirleitt við myndirnar sem mér dettur fyrst í hug.

Sæmundur Bjarnason, 29.7.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband