21.7.2010 | 00:25
1086 - Marínó G. Njálsson
Einn er sá bloggari sem stórar skoðanir hefur á hrunsmálum og hefur risið uppúr meðalmennskunni með því. Þetta er Marínó G. Njálsson. Það er einfaldlega vegna þess að hann er talnaglöggur með afbrigðum og segir það sem hann meinar. Marínó er vinsæll álitsgjafi hjá fjölmiðlum. Það er engin furða. Blaðamenn vita oftast fremur lítið í sinn haus þó ætlast sé til að þeir hafi vit á nánast öllu.
Eflaust mun Marínó enda í framboði einhverns staðar þegar kosið verður næst. Hann þarf samt að gæta þess að vera ekki eins áfjáður í vegtyllurnar og sumir hafa verið að undanförnu.
Gagnrýni á ríkisstjórnina er í tísku. Bæði frá hægri og vinstri. Slík gagnrýni er auðveld en ekki víst að hún mundi skila sér vel í kjörkassana ef kosið væri á næstunni. Einkum er auðvelt að ásaka stjórnvöld um aðgerðarleysi. Aðgerðarleysi var á margan hátt aðaleinkenni stjórnvalda í aðdraganda hrunsins. Það voru útrásarvíkingar og handbendi þeirra sem stjórnuðu því sem þeir vildu stjórna.
Betra er samt að veifa röngu tré en öngu. Þetta mættu núverandi stjórnvöld hafa í huga. Kannski er það einmitt þess vegna sem orðrómur er um að þau ætli að setja lög á gengistryggingarvitleysuna. Gott ef Magma-málið er ekki af svipuðum rótum runnið.
Mannkynsfrelsurum hefur fjölgað á Íslandi að undanförnu. Af eðlilegum ástæðum eru forystumenn stjórnmálaflokkanna meir undir þessa sök seldir en aðrir. Gangrýnendur ríkisstjórnarinnar ættu þó að gæta þess að gagnrýni þeirra sé ekki álitin til þess eins ætluð að reyna að koma ríkisstjórninni frá.
Ég kveinka mér ekkert undan því að vera kallaður Samfylkingarmaður. Gekk ekki Ómar Ragnarsson með öllu sínu góssi í Samfylkinguna á sínum tíma? Ekki er mér vandara um en honum. Gæti hann ekki verið ESB-sinni líka? Og jafnvel kattavinur? Ég bara spyr.
Og nokkrar myndir í lokin:
Úr villta vestrinu á Akranesi.
Verk tveggja úrvals-steinsmiða. Steininn nær lagaði Páll á Húsafelli svolítið til.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Marinó er flottur strákur. Kannski skuldari? Skuldarar ríða röftum í þessu þjóðfélagi. En sem betur fer eru tugþúsundir Íslendinga án skulda. Það vill gleymast í umræðunni.
Björn Birgisson, 21.7.2010 kl. 01:52
„ Blaðamenn vita oftast fremur lítið í sinn haus þó ætlast sé til að þeir hafi vit á nánast öllu.“
Minn gamli lærimeistari og vinur, Indriði G. Þorsteinsson, gaf mér þetta vegarnesti meðal annars:
„Blaðamaður á ekki að vita neitt. Hann á að spyrja um allt.“
Sigurður Hreiðar, 21.7.2010 kl. 10:42
Þá kunna þeir ekki að spyrja réttu spurninganna eða þeir kunna ekki að skrifa í kringum þær staðreyndir sem þeir þó hafa. Sennilega grípa þeir þá oft til brjóstvitsins sem hefur sýnt sig að vera ansi gloppótt.
Sæmundur Bjarnason, 21.7.2010 kl. 13:58
Blessaður gamli leikfélagi. Nú tekst líklega að koma að athugasemd!!
Þykkblöðungurinn sýnist mér ekki vera annað en ösp!
En má vera að mér skjöplist
Jóhannes F Skaftason 28.7.2010 kl. 23:44
Þetta er líklega alveg rétt hjá þér, Jóhannes. Ég set bara þann texta yfirleitt við myndirnar sem mér dettur fyrst í hug.
Sæmundur Bjarnason, 29.7.2010 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.