17.7.2010 | 00:20
1082 - Þjóðarsáttin 1990
Stundum finnst mér eins og bloggið mitt hafi einhver áhrif. Þá á ég ekki endilega við að skoðanir lesenda breytist í átt við það sem mér finnst. Heldur að einhverjir taki skrif eftir mig til greina að einhverju leyti og haldi áfram með hugsunina og hún komist þannig í útbreiddari fjölmiðla og hafi þar með áhrif. Mér finnst nefnilega að stundum sé ég frumlegur og að fram komi í mínu bloggi sjónarmið og annað sem ekki er að finna allsstaðar annars staðar.
Las í gær grein um þjóðarsáttina margfrægu frá árinu 1990. Þessi grein birtist í 29. árgangi tímaritsins Sagnir" frá árinu 2009 og er eftir Árna H. Kristjánsson. Þetta rit fékk ég lánað á bókasafninu og las strax þessa grein frá upphafi til enda. Man vel eftir þjóðarsáttinni og var svolítið innblandaður í verkalýðsmál á þeim tíma og fyrr. Sat meðal annars nokkur ASÍ-þing og tók þátt í samningafundum. Ævisögu Steingríms Hermannssonar las ég á sínum tíma og hreifst mjög af henni. Man líka vel eftir Steingrími. Í mínum huga var hann einn af merkustu stjórnmálamönnum Íslands.
Í þessari grein er rætt um þjóðarsáttina svonefndu og hverjir hafi átt frumkvæðið að henni og átt mestan heiður af því að hafa komið henni á laggirnar. Höfundur greinarinnar berst við það sem hann kallar goðsögnina um þetta mál. Enginn vafi er á að þetta er einhver mesti stjórnmálasigur hérlendis á seinni hluta síðustu aldar. Til siðs er að þakka þetta einkum aðilum vinnumarkaðsins sem svo eru kallaðir. Ríkisstjórnin hafi bara lufsast með af því að hún gat ekki annað. Þetta er viðtekinn hugsunarháttur og náði kannski hámarki sínu þegar Einar Oddur Kristjánsson féll frá langt um aldur fram.
Höfundur telur að ríkisstjórnin sem þá var hafi átt mikinn þátt í þessum atburði og rekur upphaf hans til hugmynda Þrastar Ólafssonar frá 1986. Þá var hann formaður Dagsbrúnar og lagði fram hugmyndir sem svipaði talsvert til þeirra sem frægar urðu í þjóðarsáttinni umtöluðu árið 1990.
Ég er í hópi þeirra sem tel að ríkisstjórnin sem sat árið 1990 undir forystu Steingríms Hermannssonar hafi átt mikinn þátt í því að þjóðarsáttin varð að veruleika. Sjálfur var ég mjög á móti henni og taldi ASÍ fórna alltof miklu með því að falla frá vísitölubindingu launa og hélt að slíkt gæti einungis staðist um skamma hríð.
Svo fór þó ekki og þau umskipti í lífskjörum sem orðið hafa síðan eru mikil. Vissulega hefur talsvert af þeim horfið með bankahruninu 2008 en samt tel ég þjóðarsáttina 1990 hafa verið til heilla fyrir þjóðina.
Skrapp til Hveragerðis um daginn. Þar var margt að sjá. Hér eru nokkrar myndir þaðan:
Grýla eða Grýta. Ekki er eining um hvort nafnið eigi að nota.
Veit ekki hvað þessi veggur heitir en merkilegur er hann.
Svona var umhorfs við Gamla Barnaskólann (sem reyndar er búinn að vera gamall ansi lengi.)
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þröstur Ólafsson var aldrei formaður Dagsbrúnar heldur framkvæmdastjóri um skeið. Það mun rétt vera að hann var með þeim fyrstu sem hreyfðu þessari hugmynd. Þeir sem sáu svo um útfærsluna að mestu leyti voru þeir Ásmundur Stefánsson og Þórarinn Viðar Þórarinsson. Aðrir kusu svo að baða sig í frægðarljómanum seinna meir. Núna nýlega forseti vor og þáverandi fjármálaráðherra Mr. ÓRG. Allir vissu þó sem fylgdust með á þeim tíma að hann dró lappirnar allann tímann og þá sérstaklega á lokametrunum. Hefur sjálfsagt fundist að hann væri ekki nógu áberandi í þessu ferli og hefur því reynt að gera hlut sinn stærri nú seinni árin.
Villi G. 17.7.2010 kl. 06:39
Villi, þetta er merkilegt mál og ég man vel eftir því að Einari Oddi Kristjánssyni var eignuð talsverð hlutdeild í frægðarljómanum á sínum tíma og mér finnst hlutur Steingríms Hermannssonar oft gerður of lítill í þessu máli.
Sæmundur Bjarnason, 17.7.2010 kl. 08:08
Hlutur Láru V Júl má ekki gleymast.
Guðmundur Bjarnason 18.7.2010 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.