4.7.2010 | 00:16
1069 - BBS o.fl.
Gæti svosem haldið áfram að fjasa um skilningarvitin en nenni því ekki. Eitt af því sem verður meira áberandi þegar maður eldist er hvað maður nennir fáu. Athyglisverð athugasemdin frá hinum bráðunga Guðmundi Bjarnasyni hér við bloggið mitt í gær. Man vel hvað okkur þóttu BBS-in merkileg í gamla daga.
Vorum við svona langt á undan okkar samtíð? Held ekki. En skilningur okkar á því hvað væri merkilegt var ekki sá sami og annarra . Flestum fannst asnalegt að nota símann til annars en að kjafta í hann. Nú heyrir þetta allt saman sögunni til og þykir fáum merkilegt. Varla öðrum en einstöku grúskurum.
Sem dæmi um það hve skilningur fólks á eðli tölvusamskipta var takmarkaður á þessum tíma man ég eftir grein um BBS í Morgunblaðinu sem sennilega birtist þar eftir að við BBS-arar buðum upp á útlandasamband fyrir afar lítinn pening.
Þar var óskapast yfir okrinu hjá íslenskum BBS-um og birt númer í Bandaríkjunum þar sem sagt var að hægt væri að ná sambandi við ókeypis BBS. Enda væru þau oftast ókeypis í Guðs eigin landi. Greinarhöfundur gætti þess bara ekki að til að ná sambandi við þetta númer þurfti að borga Pósti og Síma óheyrilegt gjald. Margfalt BBS-mánaðargjald fyrir viðtalsbilið.
Þjónusta margra BBS-a á Íslandi var reyndar ókeypis og almennt var þjónusta þeirra ódýr. Sennilega alltof ódýr enda lognuðust þau útaf í samkeppninni við Internetið.
Þegar ég var nýkominn úr baði í gær fann ég upp nýtt spakmæli. Það er svona: Aumur er úrlaus maður ." Ég var nefnilega búinn að finna gleraugun og leit á handlegginn á mér til að vita hvað klukkna væri. Minnir mig á orðiðKúbúá", sem söguhetjan í Sulti" fann upp í svengd sinni og umkomuleysi. Frábær saga. Vildi að ég ætti hana ólesna.
Merkilegt að Guðmundur skuli segjast vera háður því að lesa bloggið mitt. Ég er nefnilega orðinn háður því að skrifa það. Sama hve vitlaust það er. Það er þó að minnsta kosti eitthvað öðruvísi en flest önnur. Það finn ég vel.
Ein röksemd þeirra sem tjáð hafa sig um gjaldeyrisdóm hæstaréttar er að það sé svo afskaplega flókið (fyrir bankana) að reikna út alla þessa mismunandi samninga. Sú röksemd er að engu hafandi. Fyrir um 50 árum reiknaði ég út ullaruppbót fyrir alla bændur á Suðurlandi (Viðskiptamenn KÁ og MBF). Vissulega var það dálítið verk en síðan hafa orðið framfarir í tölvutækni og nú er þetta alveg áreiðanlega bara spurning um forritunarvinnu sem stendur ekki í neinu sambandi við fjölda samninganna.
Og nokkrar myndir.
Brosandi steinn með eitt auga og neflaus.
Kríuskítur og kamrafretur" (þ.e.a.s. sígarettur)
Auðvitað er andlit efst á þessum fjára.
Hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti."
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
góður Sæmi.. en hvað er BBS ?
Óskar Þorkelsson, 4.7.2010 kl. 07:28
Takk Óskar. Held að BBS þýði Bulletin Board System eða eitthvað þessháttar. Þau voru undanfari Internetsins. Skrifaði grein um BBS á Íslandi í Rafritið sem er að finna á vef Netúgáfunnar (snerpa.is/net). Kannski hef ég þó ekki lýst þessu fyrirbrigði vel þar. Í stuttu máli sagt voru þetta forrit (t.d. Remote Access eða RA eins og það var venjulega kallað) sem breyttu venjulegri heimilistölvu í safn af allskyns hlutum sem allir gátu haft aðgang að með því að hringja með sinni tölvu í síma þann sem tölvan var tengd við. Til að láta tölvuna hringja þurfti að tengja hana við modem. (Í einhverju Rafriti er líka löng grein um modem) Allar tölvur í dag eru með innbyggðu módemi, en í gamla daga voru tölvur ekki þannig.
Sæmundur Bjarnason, 4.7.2010 kl. 10:16
Ég notaði VillaBBS á sínum tíma. Alveg merkileg þjónusta og skemmtileg. Eitthvað borgaði ég á mánuði, man ekki hvað það var. Notaðist við háhraðamódem, 2400 bita. Ákvað það, eftir að mér fannst 1200 bita módemið helst til hægvirkt.
Ég kynntist samt mínu fyrsta módemi hjá Jóni Sig í Miklagarði (vannst þú með honum upp á Stöð 2, Sæmi?) Hann átti 300 bita módem, sem þurfti að setja tólið á símanum ofan í körfu til að ná sambandi. Það hefur verið í kring um 1983 eða '84. Fannst það alveg merkilegur andskoti, að tvær tölvur gætu talað saman, enda nýbúinn að kaupa mína fyrstu tölvu, Sharp MZ80k. Sú var með innbyggðu kassettutæki og skjá.
Skorrdal 5.7.2010 kl. 02:12
Skorrdal. 1983 segirðu. Þá starfaði ég í Borgarnesi. Held að Jón Sig. hafi bæði byrjað og hætt á Stöð 2 meðan ég var þar. Kom frá Rammagerðinni og fór þangað aftur minnir mig. Þegar ég setti upp Stöð 2 BBS voru 4800 (eða 9600) baud módem það flottasta. Páll Heiðar var samt alltaf með 1200 baud modem og BBS-ið okkar var með 2400 baud módem. (Ekki á korti - gott ef ég á það ekki ennþá einhversstaðar í drasli)
Sæmundur Bjarnason, 5.7.2010 kl. 13:56
Jón Sig startaði Miklagarði daginn sem Rás 2 fór í loftið, var það ekki c.a. 1983? Fór upp á Stöð 2 frá Rammagerðinni í kring um 1990, að mig minnir. En fór hann aftur í Rammagerðina? Ég man að hann fór eitthvað eftir Stöð 2 - man bara ekki hvert. Þetta Rammargerðardæmi var eitthvað fúlegg, ég man það.
Ég man þetta ekki svo vel, ef satt skal segja; en ég man hvar ég var þegar ég fékk símtalið um andlát hans 1999. Það er svo skrítið.
Skorrdal 6.7.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.