28.6.2010 | 00:11
1063 - Að loknum landsfundi
Pólitísk umræða á Íslandi er alltof illskeytt. Skil ekki hvernig fólk hefur geð í sér til að bera á borð allan þann óhroða sem það lætur útúr sér í umræðu sem kölluð er pólitísk. Bloggarar eru margir ofurseldir þessu og greinilega nýtur umræða þessi einhverra vinsælda.
Tvær samþykktir nýliðins landsfundar Sjálfstæðismanna vekja eftirtekt. Önnur fjallar um spillingu og er almennt orðuð þannig að auðvelt verður að fara í kringum hana. Framsögumaðurinn nefndi þó tvö nöfn í ræðu sinni og erfitt er að sjá hvernig þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Gísla Marteini Baldurssyni verður vært í flokknum að loknu þessu landsþingi.
Hin fjallar um ESB og er um það að Sjálfstæðisflokknum beri að stuðla að því að umsóknin um aðild þar verði dregin til baka. ESB-sinnar í flokknum eru mjög ósáttir við þessa tillögu og telja hana óþarfa. Kannski þjappar hún sjálfstæðismönnum saman en óneitanlega er tekin talsverð áhætta varðandi mögulegan klofning.
Klofningstal sjálfstæðismanna hefur aukist undanfarið. Bendi bara á blogg Guðbjörns Guðbjörnssonar á eyjunnni.is og Friðriks Hansen Guðmundssonar hér á Moggablogginu. Samstarf Sjálfstæðisflokksins við aðra flokka gæti versnað verulega í kjölfar landsfundarsamþykktarinnar.
Auðvitað neitar Bjarni Benediksson því harðlega að klofningur sé í flokknum. Man vel eftir Geir Hallgrímssyni rauðnefjuðum og ræfilslegum harðneita öllum klofningi þó Gunnar Thoroddsen væri búinn að mynda ríkisstjórn með öðrum.
Í Vinstri græna flokknum er andstaðan við ESB-umsóknina vaxandi og einnig við ýmis önnur mál sem ríkisstjórnin ber fyrir brjósti. Vel getur verið að óánægjuöflin þar nái að lokum meirihluta. Sú staða yrði núverandi forystu flokksins hættuleg en andúðin á stjórnarandstöðunni er sterkari en svo að líklegt sé að flokkurinn sé á leið úr ríkisstjórninni.
Viðbrögðin við dómi hæstaréttar um gengistryggð lán valda nokkurri furðu. Það sem ráðherrar ríkisstjórnarinar segja og gera er þó ekkert einkennilegt. Þar vilja menn umfram allt fresta málum endalaust og sjá til hvort Eyjólfur fari ekki að hressast. Lánastofnanir reyna líka að verja sig og sína peninga eftir mætti. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir barðinu á lánastofnunum virðast hinsvegar ekki ætla að skipuleggja sig á neinn hátt og sækja það sem ekki er annað að sjá en þeir eigi með réttu.
Og nokkrar myndir:
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Góðan daginn Sæmundur.
Mikið er ég sammála þér varðandi illskeytta umræðu í pólitík, án þess að fara nánar út í það.
Varðandi meira afgerandi stefnu Sjálfstæðisflokksins gegn Evrópusambandsaðild tel ég að það sé gott og eðlilegt fyrir stjórnmálaflokk að hafa afgerandi stefnu með eða á móti í svona stóru máli. Hvort breytingin á stefnunni leiði til klofnings efast ég um, en ljóst er að félagsmönnum mun fækka eitthvað.
Axel Þór Kolbeinsson, 28.6.2010 kl. 09:02
Já, Axel Þór. Best er sennilega fyrir stjórnmálaflokk að taka afstöðu til sem fæstra mála. Með afstöðu fælirðu alltaf einhverja í burtu. Kannski speglast afstaða kjósenda með tímanum í stefnu flokka með þessum hætti.
Sæmundur Bjarnason, 28.6.2010 kl. 09:38
Ætli Guðlaugur og Gísli þeir sitji bara ekki áfram eins og ekkert sé og svo verður ekki um þetta rætt meira í flokknum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2010 kl. 17:35
Já og svo þreytast andstæðingarnir líka á því að tala um þetta. Eru ekki allir búnir að fá leið á að tala um Árna Johnsen?
Sæmundur Bjarnason, 29.6.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.