1062 - Pétur Blöndal

Áhugavert er að velta fyrir sér áhrifum dóms hæstaréttar á hrunfréttir. Hverjir koma til með að tapa mestu á þessum nýjasta snúningi? Eru það hinir óþekktu vogunarsjóðseigendur sem eignuðust íslensku bankana á spottprís og sáu fram á verulegan gróða? Er það Pétur Blöndal sem kannski verður nýr formaður Sjálfstæðisflokksins? Vendingar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gætu orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði og Framsóknarflokkurinn hyrfi. Svör við einhverjum af þessum spurningum fást um helgina.

Hlustaði í morgun á dæmigerðan æsingaþátt á Útvarpi Sögu. Það var ekki fyrr en líða tók á þáttin að ég gerði mér grein fyrir því að um endurtekið efni var að ræða. Stjórnendur Sögu ættu að athuga að alls ekki er sama hvaða þættir eru endurfluttir eða hvenær og hvernig. Þessu hafa margir brennt sig illa á.

Fjarskipti hverskonar eru sífellt að verða mikilvægari og mikilvægari fyrir alla. Sími, sjónvarp, útvarp, tölvur og þessháttar dót er að verða jafnmikilvægt og rafmagnið sjálft. Í gær var hringt í mig frá Bahama og sá sem hringdi borgar að mér skilst fyrir það smáaura per mínútu. Gat þó ekki notað Skype heldur þurfti að nota einhverja aðra þjónustu.

Ætli það hafi ekki verið árið 2002 (eða 1998) sem ég fór í gönguferð um Hornstandir og losnaði við þetta allt saman. Þá stóð fyrir dyrum úrslitaleikur í heimsmeistarakeppni í fótbolta og ég frétti ekki af úrslitum hans fyrr en við komum til byggða viku seinna. Hugsa sér. Ekki hef ég neina trú á að ég komist hjá því í heila viku að vita hverjir verða heimsmeistarar að þessu sinni.

Og nokkrar myndir:

IMG 2130Keppt um sólskinið.

IMG 2131Fallegt á litinn.

IMG 2132Haha ég er á undan.

IMG 2134Endalaust úthaf.

IMG 2135Hús og haf.

IMG 2137Við hafið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband