1049 - Moggabloggarinn ég

Samkvæmt teljara Moggabloggsins fer lesendum mínum fækkandi. Einnig virðist sífellt færri vikuheimsóknir þurfa til að komast á 400 listann. Síðast þegar ég gáði voru það 117. Einu sinni þurfti meira en 350 slíkar til að komast á hann, jafnvel 4 til 5 hundruð. En eins og við vitum sem komin erum á fullorðinsár fer öllu hrakandi. Smile

Mér er alveg sama um hrakandi vinsældir Moggabloggsins. Auðvitað er meira gaman að vera mikið lesinn og ég veit alveg hvernig á að komast ofar á vinsældalistann á Moggablogginu. Nenni því bara ekki.

Kannski ég taki Sigurð Þór Guðjónsson mér til fyrirmyndar og fari að skrifa meira á fésbókina og fjölga vinum mínum þar. Að eiga gífurlegan fjölda af vinum á Facebook, líka við annað eins af hinu og þessu og skrifa undir hitt og þetta freistar mín bara ekki. En svo lengist lærið sem lífið var einu sinni sagt. Auðvitað er ég svotil alveg vinalaus á fésbókinni saman borið við Steina Briem til dæmis sem átti 3865 vini þar síðast þegar ég gáði.

Heimasíða Hafdísar. Var að taka til í dóti hjá mér. Þar fundust þessar slitrur af gamalli heimasíðu sem myndin er af. Hún er að sjálfsögðu hýst núna hér í Kópavoginum.

heimasida


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég nenni sjaldan að gá á þennan vinsældalista en ég veit eins og þú hvernig maður kemur sér efst á hann hahaha - nenni því ekkert heldur. Málið er nebblega svona - ef maður er efst þá er maður að fá fólk með leiðindi inn hjá sér. Og það er ekkert skemmtilegt finnst mér.

Hafðu það fínt :)

Ragnheiður , 14.6.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Ragnheiður. Finn það á sjálfum mér að ég les miklu færri blogg en ég gerði og er því ekkert hissa þó mínum lesendum fækki.

Sæmundur Bjarnason, 14.6.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sæmundarblogg mun rísa á ný. Bara smá tímabundin lægð. Sjálfur kemst ég aldrei á neinn lista.

Finnur Bárðarson, 14.6.2010 kl. 16:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæmundur minn segi sama og Ragnhildur, fólk er stundum að segja mér að ég sé þarna ofarlega á lista, en það skiptir mig ekki máli.  Ég er bara að tjá mig um málefni sem mér finnst skipta máli og ef annað fólk hefur gaman af því, þá er ánægjan öll mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæmundarhátturinn blífur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.6.2010 kl. 22:03

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég yrði alvarlega paranoid af eiga mörg þúsund vini. Ég á aáa vini á feisbúkk enda forn í lund og eigi við alþýðuskap. En skefling er leiðinlegt að blogga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2010 kl. 22:41

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk öll.

Sigurður, mér finnst einmitt skemmtilegt að blogga. Það er ágætt að fylgjast með á fésbókinni en ég er ekki ennþá kominn upp á lag með að skrifa að ráði þar. Kannski kemur það með tímanum. Þetta með fésbókarvinina er einhvers konar söfnum hjá sumum. Það er alveg laust við að ég kannist nokkuð við suma sem sækjast eftir fésbókarvináttu við mig. Sjálfur geri ég afar lítið af að bjóða mína.

Sæmundur Bjarnason, 14.6.2010 kl. 23:26

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll! Kíki hér inn líkt og ég hafi mætt þér og ávarpa þig; góðan dag Sæmundur hvað segirru", greinilega allt gott að venju,ekki neitt að ergja þig,yfir smámunum.                             Fésbókina nota ég til að sjá hvað börnin mín og barnabörn eru að segja ,þennan og hinn daginn. Þar er ekki pláss fyrir langlokuskrif.Maður getur þó flutt þangað áhugaverða pistla eða sína eigin.Oft setja þau inn áhugaverð efni utan úr heimi og er mér minnisstæðast myndefnið með hinni skosku Susan Boil. Hún tók þátt í Idol,var hædd af áhorfendum og laumulega af dómurum,enda var hún það sem við köllum sveitó. Mín gerði sér lítið fyrir og heillaði alla upp úr skónum með feikigóðum flutningi,ég held ég hafi tárast og fengið sigur-hroll fyrir hennar hönd. KV.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband