2.6.2010 | 00:25
1037 - Árásin á skipalestina
Árás Ísraelsmanna á skipalestina mun verða mál málanna næstu daga og auka veg Palestínumanna í deilunum við Ísraelsmenn. Ástandið í Miðausturlöndum er samt ekki fyrir venjulegt fólk að skilja almennilega. Það er samt Bandaríska ríkisstjórnin sem ræður mestu þarna. Ef Obama getur ekki gert eitthvað í þessu máli og ráðið við olíulekann á heimaslóðum verður hann máttlaus forseti og ekki minnisstæður.
Það getur vel verið að færri drepist úr sulti í fangabúðunum á Gaza en venjulega í stríðsfangabúðum eða gettóum. Margt er samt líkt með þeim. Íbúarnir á Gaza telja sig örugglega aðeins geta valið á milli Hamas og Ísraelsstjórnar þó alþjóðasamfélagið svonefnda undir forystu Bandaríkjanna vilji helst fara einhverja millileið.
Aðgerð Ísraelsmanna var það sem oft er kallað Commando raid". Árásin á Entebbe tókst vel á sínum tíma og stundum hafa aðgerðir Ísraelsmanna tekist vel frá þeirra sjónarmiði að minnsta kosti. Aðgerð þeirra að þessu sinni mistókst hins vegar herfilega og getur orðið Ísraelsmönnum dýr.
Áreiðanlega mun Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Moggabloggari í Kóngsins Köbenhavn rísa upp á afturlappirnar útaf þessari misheppnuðu árás enda lítur hann á sig sem sérlegan málsvara Ísraelsku ríkisstjórnarinnar. (Og les stundum bloggið mitt). Hann er þegar risinn sýnist mér og kennir Tyrkjum um þetta allt saman.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvað ''mistókst'' í þessari árás? Voru ekki a.m.k. 9 drepnir? Svo eru fleiri skip á leiðinni. Þetta eru ekki herskip eða skæruliðar heldur almennir borgarar. Sumum þeirra er kannski illa við Ísrael en þetta eru samt óvopnuð skip almennra borgara. Það sem er svakalegast er það að herafla sé beitt alveg miskunnarlaust gegn almennum borgurum sem eru upp á sitt eindæmi en ekki á vegum ríkisstjórna sinna og svo eru frekari slíkar aðgerðir boðaðar hiklaust gegn öðrum skipum að því er ég las í blaði haft eftir ísraelskum herstjóra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2010 kl. 00:41
villi er nú þegar búinn að tjásig um þessa aðgerð ísraela gegn ofbeldisfullum hryðjuverkamönnum sem ógna hernaðarhagsmunum ísraela.
Varðandi athugasemd Sigurðar hér að ofan.. þá eru ísraelar búnir að segja að næst muni þeir láta þetta ganga harðar yfir.. með öðrum orðum þeir ætlaað drepa fleiri og eru ekkert að fela það.
Óskar Þorkelsson, 2.6.2010 kl. 03:47
Alla mína tíð hefur maður heyrt fréttir að þessu svæði og alltaf eru það stríðsfréttir með sárafáum undantekknigum og er ég vanur að skrúfa niður í útvarpinu þegar þær byrja, einhvernvegin fynnst manni að þetta sé allveg vonlaust við að eiga, en þeir náðu að semja t.d. á Norður Írlandi en það fannst manni eitthvað vonlaust, þannig að enn er von
kv
Polli
Polli 2.6.2010 kl. 04:16
Það er með Ísrael, þessa guðs útvöldu þjóð að trúarsannfæringin verður þegnunum mjög skaðleg og veldur mikilli siðspillingu. Sama má segja um öfgatrúarhópa í nágrannaríkjum og víðar enda greinar af sama meiði.
Trúarbrögð eru varasöm þar sem ekkert síður má beita þeim til ills en góðs. Kristnir menn hafa ekki farið varhluta af þeim ósköpum. Um það vitna krossferðir, galdrabrennur, rannsóknarréttur o.fl.
Bandaríkin, "Guðs eigið land" eru gott dæmi um hvernig hugmyndir um eigið ágæti og yfirburði hafa afsiðað þjóðina. Á alþjóðavettvangi virðist hún því víða frekar koma fram með grimmd og illsku. Kærleiksboðskapur Krists endurspeglast þar ekki, heldur virðast lögmál gyðinga eiga frekar upp á pallborðið þar.
Íslendingar mættu draga sinn lærdóm af þessu og losa tengsl ríkisins við þjóðkirkjuna. Sambland trúar og stjórnmála getur gjarnan orðið eitruð blanda þó það hafi ekki verið svo á Íslandi um nokkurt skeið. Frjálslynt ríkisvald getur síðan með löggjöf verndað mannréttindi borgarana gegn öfgahópum af hverju tagi.
Sverrir 2.6.2010 kl. 06:50
Takk allir. Ég mun ekki taka mikinn þátt í umræðum hér þó þær verði kannski þónokkrar. Þessi mál eru afar viðkvæm.
Sigurður, kannski liggja mistökin í þessum 9 (eða 10) drepnu. Ég er bara þannig gerður að ég get ekki ætlað mönnum að myrða aðra með köldu blóði og að ástæðulausu.
Það sem Sverrir segir um sambland trúar og stjórnmála er einmitt mjög nálægt mínum hugsunum. Tyrkir eru á líkum bát og Ísraelar að því leyti. Það kann einmitt að vera þessvegna sem sambandið við Tyrki er Ísraelum svo dýrmætt.
Sá er einmitt helsti galli á stjórnmálum flestra islamskra ríkja að þar blandast þetta meira saman en okkur gott þykir.
Tek líka undir orð Polla um að það er von, þrátt fyrir allt.
Sæmundur Bjarnason, 2.6.2010 kl. 08:01
Hvað er gert þar sem óðir hundar berjast? þeim er stíað í sundur..Það er það sem þarf að gera þarna. Það þarf að reka ísraelsmenn til baka af hernumdu svæðunum og gera Jerúsalem að alþjóðlegu yfirráðasvæði. Rifrildið um Jerúsalem skapar mestu illindin
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.6.2010 kl. 11:09
Sko það sem þarf að gera er að taka af þeim trúarritin... trúarritin eru ástæðan fyrir öllu ruglinu.
Þessir trúarhópar byrja á að heilaþvo börn um leið og þau fæðast... guð vill að þú drepir þessa, guð gaf okkur þetta og hitt...
DoctorE 2.6.2010 kl. 11:20
Thad er enginn skortur á matarvörum í Gaza. Sídast í dag sagdi fréttaritari saenska sjónvarpsins ad allar verzlanir vaeru fullar af vörum. UNRVA hefur nýlega sagt thad sama. Vörurnar koma frá Ísrael og gegnum smygl frá Egyptalandi.
Thad var eingöngu pólitískur tilgangur med thessari "humanitarian aid" enda reiknudu farthegar skipalestarinnar med ad Ísraelar stödvudu hana. Thess vegna átti ad veita mótspyrnu og sýna allt í beinni útsendingu. Ísraelar reiknudu örugglega med ad "fridarsinnarnir" vaeru óvopnadir en svo reyndist ekki.
Fréttamadur frá BBC hefur sýnt fram á hvers konar "fridarsinnar" voru á tyrkneska bátnum. Thó trúi ég thví ad fólk í ödrum bátum hafi verid óvopnad enda óskatt.
Henning Mankell sem taladi fagurlega um fridarsinna og hjálp til Gaza ádur en hann lagdi upp, ljóstradi upp um sjálfan sig thegar hann í dag taladi um "ad koma Ísrael á kné" Thad var málid og tilgangurinn.
Svo má baeta thví vid ad Egyptar loka líka landamaerunum til Gaza.(thó their hafi opnad thau í dag fyrir hraesni og sýndarmennsku) Their eru ad byggja nedanjardarmúr til ad hindra smygl, daudhraeddir eins og their eru vid Hamas sem er angi av "Muslimska Brödraskapet" sem er bannad í Egyptalandi.
Nokkur mótmaeli? Ekki thad ég veit.
Thess er sjaldan getid í fréttum ad Egyptar skjóta oft fólk til bana vid egyptsku landamaerin. Og Hamas handtekur fólk og tekur af lífi án dóms og laga og rífur hús í Gaza.
Nokkur mótmaeli?
Og Ögmundur taladi í gaerkvöld um Gaza sem hersetid í meir en 60 ár. Ad vísu rétt .. en ekki af Ísraelum fyrr en 1967. Heilathvottur á fávísri thjód sem thjáist af mikilmennsku og thar sem hver og einn telur sig sérfraeding.
S.H. 2.6.2010 kl. 17:26
S.H hinn nafnlausi opinberar sitt fasistiska hugarfar. Hafa menn kynnt sér breytingar á útjaðri Palestinu síðustu hundruð ár?
Ólafur Sveinsson 4.6.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.