1034 - Ekki kosningablogg

Hættur að birta gamlar myndir í bili. Nú eru kosningar og ekki víst að ég skrifi mikið. Of seint að vera með kosningaáróður. Auðvitað kjósa allir rétt en úrslitin falla mönnum eflaust misvel í geð.

Því ekki að fara bara út og njóta góða veðursins. Kosningarnar sjá um sig sjálfar (eða réttara sagt fólkið sem fær borgað fyrir að sjá um þær). Getur samt orðið fróðlegt að fylgjast með úrslitunum í sjónvarpinu í kvöld.

Flúði Toyota-hávaðann (hávaðasjúkir unglingar að þvo bíla) og fór meðal annars í grillveislu upp í Borgarfjörð. Hún var góð en ég fjölyrði samt ekki um hana hér. Heldur ekki kosningaúrslitin. Kemur dagur eftir þennan dag.

Þetta á nú kannski meira erindi í molana hans Eiðs, en í úvarpinu (á veðurstofunni) í morgun sagði þulur sem var að þylja upp veður á ýmsum stöðum: "....var einn til fimm metri á sekúndu." Þarna hefði ég sagt einn til fimm metrar á sekúndu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með sekúndu metrana þeirra?

Ólafur Sveinsson 30.5.2010 kl. 02:55

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég var farinn að venjast vindstigunum en þau byggjast ekki á jafnafgerandi stærðfræði og metrarnir, svo ég sætti mig við þá og reyni í huganum að bera þá saman við vindstig.

Sæmundur Bjarnason, 30.5.2010 kl. 03:32

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hef haft gaman af bæði gömlum og nýjum myndum frá þér í bland við vel skrifaða pistla. Bara svo þú vitir það.

Hrannar Baldursson, 30.5.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband