26.4.2010 | 00:03
1002 - Druslur og fleira
Ég er svo tortrygginn á allt sem heitir viðskipti og auglýsingar að þegar ég heyri setningu sem er mjög algeng í lok snyrtivöruauglýsinga og hljóðar þannig: Because you are worth it" þá geri ég strax ráð fyrir að það sem auglýst er sé dýrara en góðu hófi gegnir og auglýsandinn sé, hvort sem hann veit af því eða ekki, að reyna að afsaka það.
Aldrei hefur enn í manna minnum
meira riðið nokkur Íslendingur.
Svo yrkir Grímur Thomsen í Skúlaskeiði. Ég er einn þeirra sem hef alltaf viljað skilja þetta dónalegum skilningi þó Grímur hafi eflaust ekki meint það þannig. Á mínum unglingsárum var mikið stundað að afbaka vinsæla söngtexta. Man til dæmis eftir að við sungum ævinlega hið þekkta ljóð Jónasar Hallgrímssonar þannig:
Hvað er svo glatt sem góðtemplarafundur?
Er gleðin skín á hverri mellubrá.
Eins og á vori er hittast tík og hundur
og hanga saman kynfærunum á.
Þetta minnir mig auðvitað á druslurnar svonefndu. Kirkjukórar æfðu oft sálmalög á stöðum sem ekki var öruggt að væru Guði þóknanlegir. Þá þótti ekki við hæfi að syngja sálmana sjálfa svo sungnar voru svokallaðar druslur sem voru kvæði sem féllu að viðkomandi sálmalagi. Oft voru þessi kvæði ekki par guðrækileg.
Nú er ég hættur að geta eytt skilaboðum sem koma á stjórnborðið hjá mér. Samt held ég að öll þjónusta við bloggara hér á Moggablogginu sé til mikillar fyrirmyndar. Þetta er svosem ekki til mikilla vandræða en breyting samt. Örlítið meiri fyrirhöfn að lesa upphafið á nýjum bloggum frá bloggvinum og heimsækja þau.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Nú er ég hættur að geta eytt skilaboðum sem koma á stjórnborðið hjá mér."
Ég held jafnvel að það sé einhver bilun í stjórnborðinu á Moggablogginu. Ég er t.d. hætt að geta hent út athugasemdum við bloggfærslur, sem ég hef getað hingað til. Ég reyndi þetta í gær en mistókst - og endaði á því að þurfa að henda út bloggfærslunni.
Önnur nýtilkomin bilun hjá mér (byrjaði í gær) er að ég get ekki lengur skráð mig inn á bloggið ef ég nota IE vafrann - en ég get það ef ég nota Firefox.
Ég hélt að þetta væri eitthvað í minni tölvu en fyrst þú ert líka með vandamál í stjórnborðinu þá er þetta kannski hjá fleirum?
Kama Sutra, 26.4.2010 kl. 01:04
Þegar ég tala um að henda út athugasemdum við bloggfærslur þá meina ég að fela þær.
Kama Sutra, 26.4.2010 kl. 01:06
Ein ábending, Sæmundur, því ég veit að þú ert svo mikil "tæknifrík":
Var að kynnast Feedly, sem tengist beint við Google Reader og gefur þér bloggin í skemmtilegu lestrarumhverfi. Nú ertu farinn að telja mínar heimsóknir aftur, því ég get skoðað bloggið þitt þarna í gegn, án þess að opna nýjan glugga! ;)
Veit það virkar fyrir FireFox, Safari og Chrome; veit ekki með IE - en hver notar þann trabant?
http://feedly.com/ - datt í hug að láta þig vita. ;)
Skorrdal 26.4.2010 kl. 09:31
Skorrdal, tæknifrík? Veit ekki. Var það kannski einu sinni. Nota Explorerinn. Ástæður. Nægir mér yfirleitt. Á auðvelt með að fá aðstoð ef þarf. Leti.
Reyndi að sækja Feedly og nota eins og þú segir en lenti í vandræðum og hætti. Varðandi heimsóknir þínar hef ég engu breytt. Moggaguðirnir eru að fikta í þessu öllu án þess að láta okkur vita. Slæmt.
Sæmundur Bjarnason, 26.4.2010 kl. 10:51
Félagarnir kölluðu Victoríu skellinöðruna mína, drusslu. Þeir voru á NSU og Kreidler.
Ólafur Sveinsson 26.4.2010 kl. 12:13
Ástfanginn af Chrome (http://www.google.com/chrome) - en það er bara ég.
Sótti Freedly í gærkvöldi - eyddi morgninum í að laga RSS-veiturnar til (allar 242). Mér finnst ég hafa fundið hjólið - eftir að dröslast á einhverjum ferningum... :P
Moggaguðirnir eru ferlegir - ég veit. Enda hættur að "tilbiðja" þá. En, það er bara andskotinn í sjálfum mér. ;)
Skorrdal 26.4.2010 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.