8.4.2010 | 00:18
984 - Vegaframkvæmdir
Á sínum tíma var ég mjög á móti því að Óseyrarbrúin yrði byggð. Það var dýr framkvæmd á þeirrar tíðar mælikvarða. Er enn á þeirri skoðun að hún hafi verið óþörf á þeim tíma. Borgarfjarðarbrúnni var ég hinsvegar meðmæltur mjög enda stytti hún verulega leið margra. Um Hvalfjarðargöngin þarf ekki að tala enda eru þau svotil nýkomin.
Nú er rætt um tvöföldun vegarins austur að Selfossi. Margt bendir til að 2+1 mundi nægja og verða mun ódýrari framkvæmd. Efast samt ekki um að fljótlega verður hitt talið bera vott um framsýni mikla. En það er fjármögnum verksins sem vefst fyrir mönnum. Rætt er um vegtoll og hvernig hann verði innheimtur. Þarna verður að fara varlega og þó ekki sé þarna um landsbyggðarskatt að ræða eins og sumir vilja halda fram getur innheimta af þessu tagi skapað úlfúð og ósamkomulag.
Gísli Sigurbjörnsson sem eitt sinn var forstjóri Elliheimilisins Grundar lagði til að komið yrði upp mjólkurleiðslu yfir Hellisheiði og fékk fyrir vikið mynd af sér í Speglinum. Af þeirri framkvæmd varð ekki enda fáránleg mjög.
Hvað er unnið með því að blogga svona oft og mikið eins og ég geri? Svosem ekki neitt. Mér finnst bara gaman að skrifa. Ef svo eru einhverjir sem vilja lesa þetta þá er það náttúrulega ágætt. Er samt ekki frá því að ég leggi alltof mikla vinnu í þetta og sé of háður því. Þetta er ekki átakalaust þó ég reyni að láta líta svo út. Er eiginlega vakinn og sofinn í því að velta fyrir mér hvað ég eigi að skrifa um. Skrifin sjálf eru ekki mikið vandamál. Lesa bara sæmilega yfir. Velja og hafna, snurfusa og lagfæra svolítið og annað ekki.
Eins og Stefán Snævarr bendir réttilega á voru flestir útrásarvíkinganna um tvítugt þegar verðbólgan stöðvaðist hér á landi. Siðferðismat þeirra er því verðbólgið (eða bara bólgið og úr lagi fært) Allt í einu var farið að verðlauna stíft áhættuhegðun og fjárhættuspil hverskonar en siðferðinu hrakaði. Það er stutt í villidýrið í manninum eins og sálfræðitilraunin fræga um fangana og fangaverðina sannaði á sínum tíma.
Dreymdi síðustu nótt heilmikla vitleysu um það að við Benni, ég og Áslaug vorum úti að labba í Kaupmannahöfn og Benni nappaði sér einhverju að drekka í brúðkaupsveislu þar. Svo urðum við viðskila og ég lenti í ýmsum hremmingum. Meðal annars á alveg myrkum og ljóslausum stað við endann á einhverju húsasundi. Vaknaði svo áður en ég fann þau hin eða komst heim á hótelið aftur.
Og nokkrar myndir:
Undir Hafnarfjarðarveginum forna.
Hugsi yfir öllum sviðasögunum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Á Suðurlandi fátt býr fólk,
en fjandi mikil er þar mjólk,
leiða vildi í heljar hólk,
og hella ofan í gamalt fólk.
Þorsteinn Briem, 8.4.2010 kl. 00:57
Eins og ég sagði í kommenti hjá Bjarna frænda þínum, þá er ég mjög hlynntur notendasköttum eins og vegtolli. Bæði er það sanngjarnasti skatturinn og ætti að tryggja að ekki sé farið út í óarðbærar framkvæmdir eins og Héðinsfjarðargöng, á kostnað allra skattgreiðenda! Ég bjó á Ísafirði þegar rifrildið um Óseyrarbrúna stóð sem hæst og því kom mér sú framkvæmd ekki mikið við, þótt ég væri fluttur suður þegar brúin var vígð. Ekki held ég að neitt af fortölum andófssinna hafi ræst. Ósinn hefur ekkert breyzt og veiðin er enn hin sama. Og einhverjir flutningar eru nú á milli Þorlákshafnar og Stokkseyrarbakka og Selfosss. Og ekki sakar nú öryggið að hafa þessa hjáleið þegar leiðin um Hellisheiði lokast og öfugt.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 01:19
Brynja Þorgeirs fór í fjós
yfir bóndann hrósi jós
í Írak jafnt sem austur í Kjós
dramatíkin leidd í ljós
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2010 kl. 02:18
Vegtollar á allar þjóðleiðir eru kostnaðarsöm, óréttlát og heimskuleg aðferð til að ná inn tekjum í ríkissjóð.
Eðlilegast er að fjármagna framkvæmdir í vegakerfi af skattfé. Þá leggjast byrðarnar á fólk og fyrirtæki eftir getu. Það kemur best út fyrir smælingjana í þjóðfélaginu sem minnstar tekjur hafa.
Flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku ættu að hafa það í huga.
Sverrir 8.4.2010 kl. 05:14
Brynja fögur baugalín,
býsna mögur appelsín,
drakk og sögur sagði fín,
en súr sá lögur ástin mín.
Þorsteinn Briem, 8.4.2010 kl. 09:39
Sverrir, hér eru menn stundum svolítið alvörulausir. Auðvitað er það hápólitískt mál hvernig vegaframkvæmdir eru fjármagnaðar og hægt að skrifa margt um það. Láttu ekki trufla þig þó hér séu menn uppteknir við að yrkja um Brynju og bolana.
Sæmundur Bjarnason, 8.4.2010 kl. 10:13
Kama Sutra, 8.4.2010 kl. 10:18
Allir aflakvótar verða "innkallaðir", seldir árlega á uppboði og ríkið notar peningana til að leggja hér vegi og halda þeim við.
Slíkt kemur öllum til góða, útgerðinni, landsbyggðinni, ferðaþjónustunni og landsmönnum öllum.
Rafbílar taka hér við af hefðbundnum bensínbílum en nú kostar 70 krónur að aka rafbíl á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Ríkið verður því að fjármagna vegagerð og viðhald vega með öðrum tekjum en bensíngjaldi.
Þorsteinn Briem, 8.4.2010 kl. 10:25
Blessaður hættu nú að afsaka bloggið þitt og bloggaðu bara sem óðast um það sem þér þykir áhugavert og/eða gaman.
Bíleigendur borga nú þegar meira en nóg í allskonar vegagjöldum og sköttum. Hefði allur sá peningur sem þeir hafa borgað farið í það sem þeir voru eyrnamerktir til væri kominn 2+2 bæði austur að Ölfusá og upp í Borgarnes og guð má vita hvert. Þegar annar orkugjafi verður almennur í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti nú verður áreiðanlega fundin leið til að skattleggja það líka -- það er ljótt að komast ferða sinna ódýrt!
Sigurður Hreiðar, 8.4.2010 kl. 12:50
Nei, Sigurður. Það er ekki víst að bíleigendur séu skattlagðir nóg. Kannski eru bílarnir líka of ódýrir. Þeir sem halda því fram að einkabílar séu of margir og almenningssamgöngur of lélegar hér hafa dálítið til síns máls. Annars er ég sammála þér um það að nýjir orkugjafar fyrir bíla verða örugglega skattlagðir. Óþarfi að hafa áhyggjur af því.
Sæmundur Bjarnason, 8.4.2010 kl. 13:49
Sigurður Ingólfsson, 8.4.2010 kl. 18:46
Takk Sigurður. Endurtek bara að fjármögnun vegaframkvæmda er stórpólitískt mál og snertir margt annað. T.d. skipulag og ýmislegt fleira. Þetta með nýja orkugjafa og GPS kubba í bíla er á leiðinni. Ekki er víst að þetta verði ákaflega dýrt. Mín skoðun er að taka skuli á móti tækninni sem vini en ekki óvini. Íhaldssemi er ágæt en hóf þarf að vera á henni.
Sæmundur Bjarnason, 8.4.2010 kl. 20:23
Vegtollar eru í sjálfu sér ágætis hugmynd, en hér eru svik í tafli. Lífeyrissjóðir voru rændir innan frá eins og bankarnir þegar ofurlaunaðir forstjórar voru dregnir á asnaeyrunum í laxveiðiferðum til að ausa peningum í svikamyllur útrásardólganna.
Þeir hafa tapað mörg hundrað milljörðum og auðvitað dettur þeim (ásamt yfirvöldum) það sama og venjulega í hug. Að láta almenning borga fyrir ábyrgðarleysi þeirra sjálfra.
Þess vegna komu þeir með þessa hugmynd. Láta ríkið fá þessar fáu krónur (eða evrur?) sem þeir eiga eftir og rukka síðan eigendur lífeyrissjóðanna, fólkið í landinu, um lánið með vöxtum í formi vegtolla.
Eins og venjulega virðist fólkið ætla að láta svína á sér eina ferðina enn.
Theódór Norðkvist, 9.4.2010 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.