20.3.2010 | 00:09
965 - Kauði
Kauði er hann og kauði skal hann heita", sagði Ólafur Jóhannesson á Alþingi þegar árásirnar á hann stóðu sem hæst útaf Geirfinnsmálinu. Það gerðist margt áhugavert á þeim tíma þó ekki hafi menn verið eins hrikalega æstir og þeir eru nú. Ég veit ekki hvar þetta endar. Það er varla að maður þori að skrifa annað en það sem örugglega allir eru sáttir við. Helst ekki þorandi að hallmæla nokkrum manni. Atvinnuleysi hjá handrukkurum er sagt.
Því segi ég það. Aldrei að segja allt sem maður veit, eða heldur að maður viti. Sannleikurinn getur verið hættulegur. Varðandi árásirnar á Óla Jó þá voru til menn sem trúðu því að hann stundaði smygl á spíra sem væri síðan seldur í Klúbbnum. Menn trúa að Bandaríkjastjórn hafi sjálf staðið fyrir árásunum á tvíburaturnana og tunglferðirnar hafi verið tómt plat. Því skyldu þeir þá ekki trúa hverju sem er?
Ég trúi ekki á jesúbarnið og allt það rugl. Þetta stangast bara á við heilbrigða skynsemi og er eins og hver önnur draugatrú í mínum augum. Eiginlega trúi ég aldrei neinu en það er önnur saga. Best er að efast um allt og trúa sem allra fæstu, þá verður maður sjaldan fyrir vonbrigðum.
Og nokkrar myndir:
Þessi staður má muna sinn fífil fegurri. Þarna stoppaði maður oft áður fyrr. Þetta er Botnsskáli í Hvalfirði.
Það á ekki að láta börn vera með málningu.
Nokkrir fýrar í Borgarbókasafninu í Gerðubergi.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Mafía er það og Mafía skal það heita!" sagði Ólafur!
Ragnar Eiríksson, 20.3.2010 kl. 00:40
Aldrei í hundrað og einum
úr glerhúsi hendum við Steinum
nema Briemari sé
og lepji latté
Þá grið engin veitum við neinum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 00:59
Við trúum bara á einum guð færri en flestir aðrir Sæmundur minn. Það er nú allt. Annars tek ég undir það að ekki er það hollt að gleypa við öllu óskoðuðu. Ég vil ávallt setja fingurinn í sárið.
Annars virðist Ólafur Jóhanneson hafa verið ansi einhæfur í frösunum sínum. "Mafía er hún, og mafía skal hún heita." sagði hann um Þorstein Pálsson og Vísismafíuna. Gott ef Þorsteinn er ekki Don, enn þann dag í dag.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2010 kl. 06:53
Ástin Jóa öll í meinum,
undir mörgum steinum,
Leirulækjar-Fúsi,
í ljótu glerhúsi,
á holti í hundrað og einum.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 06:56
Ragnar er gersamlega að miskilja þetta hér að ofan og svo fer hann ekki rétt með. Ólafu sagði nefnilega Ekki: "Mafía er það og Mafía skal það heita!"
Hann var nú meiri íslenskumaður en svo. Pwnd Ragnar!
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2010 kl. 06:57
Takk alllir. Óli á greinilega marga aðdáendur.
Mafíu-ástin í meinum
mætir nú hverjum og einum.
Laxdal og Briem
birta hér flím
og bauna svo ófáum steinum.
Sæmundur Bjarnason, 20.3.2010 kl. 08:41
Þá vænisýki ekki skil
sem les hér á milli lína
að leggja stendur ekki til
Steina í götu þína
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 10:31
Aldrei Jói afar klúr,
og ekki fer hann nú á túr,
hlaðinn þó er syndum súr,
í Singa var og einnig Púr.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 10:59
Aldrei setur sárið í
sótthreinsaðan fingur
Steinar Jón vel leynir því
að vera trúvillingur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 12:29
Ég er mikill aðdándi innríms og finnst hún betri svona:
Þóttist setja sárið ísótthreinsaðan fingur
Steinar Jón samt leyndi því
sá slyngi trúvillingur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 12:46
Þóttist setja sárið í
sótthreinsaðan fingur
Steinar Jón strax leyndi því
slyngur trúvillingur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 12:51
Í minningu Óla Jó
Að verja kauðann
fram í rauðann
dauðann getur naut
sem selur spíra
í boli hlýra
í Klúbbi við Skúlabraut
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 13:04
Hitti aldrei hýra mey,
hírðist grey með spíra,
hjólið gíra átti ei,
engin svei mér týra.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 13:49
Ég get alveg verið klúr
ekki er því að leyna
Kíktu í heimsókn útí skúr
og við látum á það reyna
Þar ég geymi gírahjól
og gamla spírakúta
en í vímu átti aldrei skjól
því alltaf skar ég hrúta
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 14:10
Einn í skúr í sorg og sút,
sveittur, klúr og leit ei út,
á löngum túr með graut og grút,
gamalt úr og spírakút.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 14:47
flott innrím Steini, breyttu henni núna í sléttubönd og ég játa mig sigraðan
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 15:14
Baggalút sá þar ætíð út,
aldrei vildi Jói sút,
í grauti og grút,
gömlum spírakút.
Spírakút, gömlum grút,
og grauti í sút,
Jói vildi aldrei út,
ætíð þar sá Baggalút.
Þorsteinn Briem, 20.3.2010 kl. 17:37
Þetta eru flottar skilmingar.
Ólafur Sveinsson 20.3.2010 kl. 18:04
Hér eru margar vísur sé ég. Ekki er samt auðvelt að gera úr þessu sléttubönd nema með svolitlum breytingum. Hér er hringhend vísa sem líkist mjög sléttuböndum.
Einn í skúr í sorg og sút
sveittur klúr að fýra.
Seinn á túr með graut og grút
gamalt úr og spíra.
Spíra úr og gamlan grút
graut og túr með seinn er.
Fýra klúr að sveittur sit
í sorg í skúrnum einn er.
Sæmundur Bjarnason, 20.3.2010 kl. 22:13
Hér er ein fyrir svefninn:
Skeytir engu kappinn klár
kvalinn holdsins losta
Breytir vitund tregans tár
trauðla slekkur þosta
Þosta slekkur trauðla tár
tregans vitund breytir
losta holdsins kvalinn klár
kappinn engu skeytir
og góða nótt
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.3.2010 kl. 23:15
Kama Sutra, 21.3.2010 kl. 00:16
Jóhannes, mér finnst þessi sléttubandavísa vera mjög góð hjá þér. Meiningin er kannski dálítið óskýr og þorsti á að vera með erri, en það skiptir litlu.
Sæmundur Bjarnason, 21.3.2010 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.