17.3.2010 | 00:11
962 - Hveragerði
Það er hægt að keyra á þremur (eða fjórum) stöðum inn í þorpið. Gamli vegurinn er samt sá sem liggur frá réttinni að Reykjafossi. Fyrst liggur hann framhjá Eldborg. Þar eiga Laufey og Magnús heima. Þau eiga marga krakka. Einn þeirra er Erlendur. Hann er kallaður Bóbó. Veit ekki af hverju. Svo liggur hann (vegurinn - ekki Bóbó) á milli húsanna hjá Baldri Gunnars og Snorra. Síðan fyrir neðan bakaríið og fram hjá Bláfelli þar sem ég á heima. Svo á milli Símstöðvarinnar og Nýja Reykjafoss og áfram að Gamla Reykjafossi. Svo er auðvitað hægt að halda áfram niður að Kaupfélagi og Hóteli og að skólanum. Jafnvel að Fagrahvammi eða yfir brúna og uppað Laugaskarði.
Líka er einskonar framhald af Laufskógunum sem nær alla leið niður á þjóðveg. Svo er það náttúrulega Breiðamörkin. Hún liggur framhjá garðyrkjustöðinni hjá Gústa gamla og niður á þjóðveg. Það er orðin aðalleiðin núna. Gamla veginum hjá Eldborg er ekkert haldið við. Aldrei heflaður eða neitt. Eintómir pollar þegar rignir.
Auðvitað er hægt að komast frá þjóðveginum og beint niður að Náttúru. Hún er samt eiginlega fyrir utan þorpið. Vegurinn niður í Ölfus kemur á þjóðveginn rétt hjá Eden. Þar er hótelið með söluskúr og selur Shell-bensín.
Vel á minnst. Gústi gamli. Merkilegur karl. Mótaði rauð mannshöfuð í leir og stillti þeim upp um allt í vinnuskúrnum hjá sér sem var eiginlega íbúðin hans líka. Einu sinni plataði hann mig. Þá var ég að vinna hjá Baldri Gunnars. Baldur var veikur og Gústi kom í heimsókn. Spurði mig hve marga kassa af gúrkum við hefðum sent suður daginn áður.
Tuttugu og tvo", sagði ég hróðugur.
Auðvitað mátti ég ekki segja honum hvað við sendum marga kassa. Hann var bara að njósna. Ræktaði nefnilega sjálfur gúrkur.
Hveragerði er heimsins besti staður," segir í kvæðinu sem ég kunni einu sinni. Auðvitað er ekki logið í kvæðum. Mér finnst líka ágætt að eiga heima þar. Þekki ekki annað.
Gamli vegurinn liggur líka á ská framhjá húsinu hans Stebba hreppstjóra. Hinum megin við það er Breiðamörkin. Stefán er einn af örfáum Hvergerðingum sem eiga drossíu. Gott ef ekki sá eini. Geymir hana samt ekki á Breiðumörkinni, heldur hinum megin. Stundum rúntar hann um bæinn á sunnudögum. Einu sinni var ég eitthvað að sniglast í kringum bílinn. Kannski að fikta í honum. Þá byrjaði skyndilega að leka loft úr dekki. Hugsanlega af mínum völdum. Man að ég hafði mikið samviskubit útaf þessu lengi og þorði helst ekki að koma nálægt bílnum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Oft fór Sæmi inn í Hveragerði,
og út kom stundum þar á sama stað,
kristilegt þar kallinn margt nú gerði,
og kirkjurækinn var hann, nema hvað?
Þorsteinn Briem, 17.3.2010 kl. 01:31
Af þeim stöðum sem ég hef búið á er besta jafnaðarveðrið í Hveragerði.
Annars vorum við hálfgerðir nágrannar því ég bjó í gamla kvennaskólanum þar til fyrir ári síðan.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2010 kl. 08:56
Man vel eftir bæði Árnýju og Hebba á Hverabökkum. Sigmundur (faðir Ingibjargar) og Kristín bjuggu á Hunkubökkum. Er samt í einhverjum vafa með það nafn.
Sæmundur Bjarnason, 17.3.2010 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.