957 - Byssugreiða

unusual designs54Mynd sem stolið var af Netinu þann 10. mars s.l.

Fyrsta greiðan sem ég eignaðist á ævinni var eins og byssa í laginu. Ég fékk hana þegar ég fékk síðbuxur í fyrsta skipti. Það voru bláar gallabuxur, hvorki meira né minna. Greiðan (byssan) var úr hörðu plasti og brotnaði í fyrsta skipti sem ég fór með hana út í gallabuxunum og að sjálfsögðu í rassvasanum. Mikil sorg og minnisstæð ennþá.

Aðrir fletta ekki gömlum dagblöðum af meiri tilfinningu en Dr. Gunni. Skannar það sem skannvirði hefur og skrifar gáfulega um það. Er mjög hallur undir gamlar hljómsveitir og allt þeirra illþýði en lætur margt annað fljóta með. Í alvöru talað. „Hann er úrvalsbloggari." og fundvís á það sem fyndið er.

Vel heppnað slagorð er: „Ekki gera ekki neitt." Því miður er það ómerkilegt innheimtufyrirtæki sem notar þetta. Annars þurfa innheimtufyrirtæki ekkert að vera ómerkilegri en önnur. Mér finnst það bara.

Vildi ég væri (Vildi ég væri hænuhanagrey..... var eitt sinn sungið, en það er önnur saga) duglegri við birtingu mynda í blogginu mínu. Nenni því bara ekki. Kann heldur ekki nógu vel að skanna og klippa myndir til birtingar í blogginu auk þess að stela þeim. Færi ég að nostra við slíkt og dálka, fonta og þessháttar þá væri ég eiginlega kominn út í blaðaútgáfu, sem reyndar er áhugavert málefni en of tímafrekt fyrir mig. Mér finnst ég aldrei hafa tíma til neins nema blogga eitthvað smá á hverjum degi. (Og lifa - en ég skrifa nú lítið um það)

Og í lokin fáeinar myndir:

IMG 0807Staðið á verði.

IMG 0855Upplýsingamiðstöðin á Ensku ströndinni.

IMG 0991Hafið bláa hafið.

IMG 1009Sjálfstæðisflokkurinn í miklu uppáhaldi hér.

IMG 1044Verndardýrlingur Barbacan hótelsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Hveragerði birtist bleyða,
með byssu öllu vildi eyða,
engum vildi gera greiða,
gamlar flugur vildi meiða.

Þorsteinn Briem, 12.3.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Steini Briem byggði sér hús uppá heiðinni
og hann verslar í Bónus því það er í leiðinni
er það merki um dramb
ef hann ýfir sinn kamb
eða eðlileg útrás á reiðinni?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 10:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann var uppi á Heiði,
en hún var undir leiði,
gerður var stór greiði,
gandur Jóa í eyði.

Þorsteinn Briem, 12.3.2010 kl. 11:12

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bloggið gæti borið af
bara ef Sæmi nennti að
setja inn mynd en ekki draf
eins og Gunni gerir það


Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 11:37

5 Smámynd: Kama Sutra

Alltaf sama stuðið hérna.

Kama Sutra, 12.3.2010 kl. 11:40

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Flæðir rímið faglega
felur glæður haglega
stynur snótin laglega
undir Steina daglega

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 11:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknardömur til fylgilags tælir,
og fimlega Jóhannes við þær hann gælir,
veiðir stórlax,
verslar í Strax,
en flugurnar allar hann frá sér þó fælir.

Þorsteinn Briem, 12.3.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 12.3.2010 kl. 12:10

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef framsóknarmaddaman fletti sig klæðum
og grátbiði Steina að geta sér króga
Ég stórlega efa að blóð í hans æðum
entist í verkið og holdrisu nóga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2010 kl. 12:49

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Upprisu holdsins og eilíft líf,
öðlaðist Jói hjá KEA og SÍF,
níutíu voru þar nefapar,
og norðlenskt par sem var afglapar.

Þorsteinn Briem, 12.3.2010 kl. 14:18

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er bara svona.

Steini og Jói báðir komnir í "erfðafræðigírinn" og ég steinsofandi. Ber samt líklega nokkra ábyrgð á að þeir láta svona.

Sagt er að Bólu-Hjálmar hafi eitt sinn komið að þar sem mjaltir fóru fram og kveðið:

Hér er fjós og hér er ljósið inni.
Mjaltadrósir munu þar
með lókadósir gulrauðar.

Þá á Vatnsenda-Rósa sem sagt er að hafi verið ein af mjaltadrósunum að hafa svarað samstundis:

Heimspekingur og hans glingur líka
á sinn fingur fallegan
færir hringinn gulrauðan.

Sæmundur Bjarnason, 12.3.2010 kl. 14:52

12 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er vitleysa hjá mér, sé ég núna. Í stað orðsins heimspekingur í seinni vísunni á að vera orðið orðsnillingur. Þannig held ég að ég hafi lært vísurnar á sínum tíma.

Sæmundur Bjarnason, 12.3.2010 kl. 15:12

13 identicon

Djöfull eru þið flottir.

Ólafur Sveinsson 12.3.2010 kl. 18:49

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lókadósir???

Theódór Norðkvist, 13.3.2010 kl. 01:33

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú, innheimtufyrirtæki eru ómerkilegri en önnur fyrirtæki.

innheimtufyrirtæki eru afætur sem þrífast á ógæfu fólks. þar starfa lögfræðingar sem gátu ekki betur en að gerast ómerkilegir rukkarar.

Brjánn Guðjónsson, 13.3.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband